Kæran á kjararáð er tilbúin Jón Þór Ólafsson skrifar 24. október 2017 15:35 Það er góð regla að ráðamenn fái aðeins kjarabætur ef landsmenn hafa fengið þær fyrst. Sú regla er bundin í lögin um kjararáð. Samt hækkaði kjararáð laun ráðamanna tvöfalt meira en þær hóflegu hækkanir sem 70% launafólks í yfir 100 kjarasamningum hefur sætt sig við síðustu ár. Þetta lögbrot kjararáðs á kjördag í fyrra hefur síðan þá ógnað stöðuleika á vinnumarkaði og hagkerfisins í heild.Óstöðuleiki þar til lögbrotið er leiðrétt Stærstu heildarsamtök bæði verkalýðsfélaga og vinnuveitenda, ASÍ og SA, lýstu því strax yfir að með ákvörðun sinni hafi kjararáð stuðlað að upplausn á vinnumarkaði. Stærsta verkalýðsfélag landsins VR ályktaði jafnframt að „Ef þessi hækkun á að standa óbreytt er hið opinbera að [bjóða] upp í dans endalauss höfrungahlaups launahækkana og óðaverðbólgu.“ Í sumar staðfesti svo OECD, Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, í skýrslu um efnahagshorfur á Íslandi 2017 að ósætti á vinnumarkaði sé það sem einna helst ógnar efnahagsstöðuleika á Íslandi, með ábendingu um að: „fóstra traust [og að] aukin samræming launa myndi gera samningaviðræður árangursríkari.“Öll úrræði fullreynd nema kæranFyrir ári skrifaði ég grein í Fréttablaðið um hverjir gætu snúið við ákvörðun kjararáðs og ef þeir bregðast allir þá myndi ég kæra kjararáð. kjararáð hefur neitað að svara. Forsætisráðherra sagði: „Alveg gjörsamlega óþolandi“ að þurfa að taka umræðu um launahækkanir þingmanna. Forsætisnefnd lækkað lítillega kjör þingmanna en frumvarp Pírata um að kjararáð leiðrétti launahækkunina í samræmi við lög var svæft í þingnefnd í vor. Öll úrræði á Alþingi eru því fullreynd.Allt er tilbúið til að kæra KjararáðSumarið fór því í að vinna kæruna og haustið í að leita að verkalýðsfélagi því lögfræðingur minn segir mestar líkur á að dómsstólar verði að taka við kærunni (stefnunni) ef verkalýðsfélag kæri með mér. Ef verkalýðsfélag er ekki aðili málsins til að sinna hagsmunagæslu fyrir sína félagsmenn svo vinnumarkaðurinn fari ekki út í höfrungahlaup og hagkerfið í óðaverðbólgu; þá er það engin. Það verkalýðsfélag sem sér hættuna sem það veldur hagsmunum félagsmanna sinna að láta hækkun kjararáðs standa óbreytta, það þarf aðeins að segja já og við kærum. Allt er tilbúið.Höfundur þingmaður Pírata og í 1. sæti í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Það er góð regla að ráðamenn fái aðeins kjarabætur ef landsmenn hafa fengið þær fyrst. Sú regla er bundin í lögin um kjararáð. Samt hækkaði kjararáð laun ráðamanna tvöfalt meira en þær hóflegu hækkanir sem 70% launafólks í yfir 100 kjarasamningum hefur sætt sig við síðustu ár. Þetta lögbrot kjararáðs á kjördag í fyrra hefur síðan þá ógnað stöðuleika á vinnumarkaði og hagkerfisins í heild.Óstöðuleiki þar til lögbrotið er leiðrétt Stærstu heildarsamtök bæði verkalýðsfélaga og vinnuveitenda, ASÍ og SA, lýstu því strax yfir að með ákvörðun sinni hafi kjararáð stuðlað að upplausn á vinnumarkaði. Stærsta verkalýðsfélag landsins VR ályktaði jafnframt að „Ef þessi hækkun á að standa óbreytt er hið opinbera að [bjóða] upp í dans endalauss höfrungahlaups launahækkana og óðaverðbólgu.“ Í sumar staðfesti svo OECD, Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, í skýrslu um efnahagshorfur á Íslandi 2017 að ósætti á vinnumarkaði sé það sem einna helst ógnar efnahagsstöðuleika á Íslandi, með ábendingu um að: „fóstra traust [og að] aukin samræming launa myndi gera samningaviðræður árangursríkari.“Öll úrræði fullreynd nema kæranFyrir ári skrifaði ég grein í Fréttablaðið um hverjir gætu snúið við ákvörðun kjararáðs og ef þeir bregðast allir þá myndi ég kæra kjararáð. kjararáð hefur neitað að svara. Forsætisráðherra sagði: „Alveg gjörsamlega óþolandi“ að þurfa að taka umræðu um launahækkanir þingmanna. Forsætisnefnd lækkað lítillega kjör þingmanna en frumvarp Pírata um að kjararáð leiðrétti launahækkunina í samræmi við lög var svæft í þingnefnd í vor. Öll úrræði á Alþingi eru því fullreynd.Allt er tilbúið til að kæra KjararáðSumarið fór því í að vinna kæruna og haustið í að leita að verkalýðsfélagi því lögfræðingur minn segir mestar líkur á að dómsstólar verði að taka við kærunni (stefnunni) ef verkalýðsfélag kæri með mér. Ef verkalýðsfélag er ekki aðili málsins til að sinna hagsmunagæslu fyrir sína félagsmenn svo vinnumarkaðurinn fari ekki út í höfrungahlaup og hagkerfið í óðaverðbólgu; þá er það engin. Það verkalýðsfélag sem sér hættuna sem það veldur hagsmunum félagsmanna sinna að láta hækkun kjararáðs standa óbreytta, það þarf aðeins að segja já og við kærum. Allt er tilbúið.Höfundur þingmaður Pírata og í 1. sæti í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar