Vill að Trump haldi sig frá helstu málunum Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2017 14:45 Donald Trump og Bob Corker. Vísir/GETTY Öldungadeildarþingmaðurinn Bob Corker fór víða um í morgunsjónvarpi Bandaríkjanna þar sem hann gagnrýndi Donald Trump, forseta, harðlega. Hann biðlaði til Trump að hætta að skipta sér af helstu málefnum Bandaríkjanna. Hann ætti að láta „sérfræðingana sjá um þetta í bili“. Donald Trump brást reiður við yfirlýsingum Corker og gagnrýndi hann og uppnefndi á Twitter. Meðal þess sem Corker sagði í dag, samkvæmt frétt Washington Post, var að nokkrir starfsmenn forsetans gerðu sitt besta til að halda aftur af honum, en Trump hefði hins vegar skaðað, meðal annars, og grafið undan utanríkisráðherra sinn með einföldum tístum. Þannig væri hann að gera viðræður við til dæmis Norður-Kóreu erfiðar og mögulega leiða til stríðs. Þá mætti Corker í þáttinn Good Morning America á ABC og sagði forsetanum að stíga til hliðar og láta sérfræðinga sjá um málin.Sen. Bob Corker doubles down on Trump critique; on North Korea "I would like him to leave it to the Professionals for a while" pic.twitter.com/ArgbRTxhnB— GeorgeStephanopoulos (@GStephanopoulos) October 24, 2017 Corker kom einnig að skattaáætlunum repúblikana og sagðist vonast til þess að Hvíta húsið yrði ekki fyrir. Að málið fengi að vera í eðlilegu ferli án afskipta. Trump virtist nú ekki sáttur við þessa gagnrýni og svaraði fyrir sig á Twitter. Þar sagði hann Corker hafa komið að „vonda“ kjarnorkusamkomulaginu við Íran. Hann gæti ekki verið kosinn hundaveiðari í Tenessee og sé nú að berjast gegn lækkun skatta. Þar að auki sagði Trump að Corker hefði ákveðið að bjóða sig ekki aftur fram til öldungadeildar bandaríkjaþings eftir að Trump neitaði að styðja hann.Bob Corker, who helped President O give us the bad Iran Deal & couldn't get elected dog catcher in Tennessee, is now fighting Tax Cuts....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 24, 2017 ...Corker dropped out of the race in Tennesse when I refused to endorse him, and now is only negative on anything Trump. Look at his record!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 24, 2017 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump segir Corker hafa komið að samkomulaginu við Íran. Staðreyndin er sú að Corker var andvígur samkomulaginu og reyndi að koma í veg fyrir Barack Obama gæti fellt niður viðskiptaþvinganir gagnvart Íran. Þá greiddi hann atkvæði gegn samkomulaginu, samkvæmt Politifact.com.Þá sagði Corker fyrr í mánuðinum að það væri ekki rétt að hann hafi beðið Trump um stuðning. Þess í stað hafi Trump beðið Corker um að bjóða sig fram aftur og lofað stuðningi sínum. Corker hafi hins vegar neitað.Sjá einnig: Segir skeytingarleysi Trump geta leitt til þriðju heimsstyrjaldarinnarCorker svaraði einnig tístum Trump með eigin tísti. Þar sagði hann Trump flytja sömu lygarnar og sagði forsetann ljúga sífellt. Við það bætti hann „#AlertTheDaycareStaff“. Þar vísaði hann til gamalla ummæla sinna um að Hvíta húsið væri orðið að dagvistun fyrir aldraða.Same untruths from an utterly untruthful president. #AlertTheDaycareStaff— Senator Bob Corker (@SenBobCorker) October 24, 2017 Trump var þó ekki hættur og sendi frá sér þrjú tíst til viðbótar á einum klukkutíma. Þar kallaði forsetinn Corker „léttvigtar-þingmann“ sem hefði ekki getað náð endurkjöri. Nú ætli hann að berjast gegn skattalækkunum. Við það bætti forsetinn við að Corker væri óhæfur í starfi sínum sem formaður utanríkismálanefndar öldungadeildarinnar. „Sjáið hvað Bandaríkin hafa staðið sig illa. Hann hefur ekki hugmynd um að allur heimurinn VAR að hlægja að okkur og nota okkur. Fólk eins og litli (liddle) Bob Corker hafa valdið afturförum í Bandaríkjunum. Nú stefnum við fram á við!“Isn't it sad that lightweight Senator Bob Corker, who couldn't get re-elected in the Great State of Tennessee, will now fight Tax Cuts plus!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 24, 2017 Sen. Corker is the incompetent head of the Foreign Relations Committee, & look how poorly the U.S. has done. He doesn't have a clue as.....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 24, 2017 ...the entire World WAS laughing and taking advantage of us. People like liddle' Bob Corker have set the U.S. way back. Now we move forward!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 24, 2017 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Öldungadeildarþingmaðurinn Bob Corker fór víða um í morgunsjónvarpi Bandaríkjanna þar sem hann gagnrýndi Donald Trump, forseta, harðlega. Hann biðlaði til Trump að hætta að skipta sér af helstu málefnum Bandaríkjanna. Hann ætti að láta „sérfræðingana sjá um þetta í bili“. Donald Trump brást reiður við yfirlýsingum Corker og gagnrýndi hann og uppnefndi á Twitter. Meðal þess sem Corker sagði í dag, samkvæmt frétt Washington Post, var að nokkrir starfsmenn forsetans gerðu sitt besta til að halda aftur af honum, en Trump hefði hins vegar skaðað, meðal annars, og grafið undan utanríkisráðherra sinn með einföldum tístum. Þannig væri hann að gera viðræður við til dæmis Norður-Kóreu erfiðar og mögulega leiða til stríðs. Þá mætti Corker í þáttinn Good Morning America á ABC og sagði forsetanum að stíga til hliðar og láta sérfræðinga sjá um málin.Sen. Bob Corker doubles down on Trump critique; on North Korea "I would like him to leave it to the Professionals for a while" pic.twitter.com/ArgbRTxhnB— GeorgeStephanopoulos (@GStephanopoulos) October 24, 2017 Corker kom einnig að skattaáætlunum repúblikana og sagðist vonast til þess að Hvíta húsið yrði ekki fyrir. Að málið fengi að vera í eðlilegu ferli án afskipta. Trump virtist nú ekki sáttur við þessa gagnrýni og svaraði fyrir sig á Twitter. Þar sagði hann Corker hafa komið að „vonda“ kjarnorkusamkomulaginu við Íran. Hann gæti ekki verið kosinn hundaveiðari í Tenessee og sé nú að berjast gegn lækkun skatta. Þar að auki sagði Trump að Corker hefði ákveðið að bjóða sig ekki aftur fram til öldungadeildar bandaríkjaþings eftir að Trump neitaði að styðja hann.Bob Corker, who helped President O give us the bad Iran Deal & couldn't get elected dog catcher in Tennessee, is now fighting Tax Cuts....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 24, 2017 ...Corker dropped out of the race in Tennesse when I refused to endorse him, and now is only negative on anything Trump. Look at his record!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 24, 2017 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump segir Corker hafa komið að samkomulaginu við Íran. Staðreyndin er sú að Corker var andvígur samkomulaginu og reyndi að koma í veg fyrir Barack Obama gæti fellt niður viðskiptaþvinganir gagnvart Íran. Þá greiddi hann atkvæði gegn samkomulaginu, samkvæmt Politifact.com.Þá sagði Corker fyrr í mánuðinum að það væri ekki rétt að hann hafi beðið Trump um stuðning. Þess í stað hafi Trump beðið Corker um að bjóða sig fram aftur og lofað stuðningi sínum. Corker hafi hins vegar neitað.Sjá einnig: Segir skeytingarleysi Trump geta leitt til þriðju heimsstyrjaldarinnarCorker svaraði einnig tístum Trump með eigin tísti. Þar sagði hann Trump flytja sömu lygarnar og sagði forsetann ljúga sífellt. Við það bætti hann „#AlertTheDaycareStaff“. Þar vísaði hann til gamalla ummæla sinna um að Hvíta húsið væri orðið að dagvistun fyrir aldraða.Same untruths from an utterly untruthful president. #AlertTheDaycareStaff— Senator Bob Corker (@SenBobCorker) October 24, 2017 Trump var þó ekki hættur og sendi frá sér þrjú tíst til viðbótar á einum klukkutíma. Þar kallaði forsetinn Corker „léttvigtar-þingmann“ sem hefði ekki getað náð endurkjöri. Nú ætli hann að berjast gegn skattalækkunum. Við það bætti forsetinn við að Corker væri óhæfur í starfi sínum sem formaður utanríkismálanefndar öldungadeildarinnar. „Sjáið hvað Bandaríkin hafa staðið sig illa. Hann hefur ekki hugmynd um að allur heimurinn VAR að hlægja að okkur og nota okkur. Fólk eins og litli (liddle) Bob Corker hafa valdið afturförum í Bandaríkjunum. Nú stefnum við fram á við!“Isn't it sad that lightweight Senator Bob Corker, who couldn't get re-elected in the Great State of Tennessee, will now fight Tax Cuts plus!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 24, 2017 Sen. Corker is the incompetent head of the Foreign Relations Committee, & look how poorly the U.S. has done. He doesn't have a clue as.....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 24, 2017 ...the entire World WAS laughing and taking advantage of us. People like liddle' Bob Corker have set the U.S. way back. Now we move forward!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 24, 2017
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira