Samstaða foreldra aldrei mikilvægari Bryndís Jónsdóttir skrifar 24. október 2017 07:00 Fréttir af íslenska módelinu fara nú eins og eldur í sinu um heimsbyggðina. Hvernig tókst Íslendingum að minnka umtalsverða unglingadrykkju niður í nánast ekki neitt á nokkrum árum? Íslenskir skólastjórar fara til Singapore til að fræðast um það hvernig börn í Singapore ná svona góðum árangri á PISA-prófinu en fjölmiðlar frá Singapore koma til Íslands til að fræðast um öflugt forvarnastarf á Íslandi og íslenska módelið.Hvað er íslenska módelið? Íslenska módelið snýst um að ná til og virkja aðila í nærumhverfi barna. Foreldrar, skólar, íþróttafélög, félagsmiðstöðvar og aðrir sem vinna með eða að hagsmunum barna taka höndum saman til að stuðla að því að börn og ungmenni noti tíma sinn á uppbyggilegan hátt, í þeim tilgangi að draga úr áfengis- og/eða vímuefnanotkun. Árangurinn sem náðist var engin tilviljun. Samstillt átak allra þessara aðila, aukin tækifæri barna- og ungmenna til tómstundaiðkunar og viðhorfsbreyting hjá foreldrum, allt þetta skipti verulegu máli. Aðgerðir voru byggðar á rannsóknum og vegna smæðar þjóðfélagsins gekk hratt fyrir sig að taka stöðuna, taka ákvörðun um aðgerðir og mæla síðan árangurinn. Áfengisneysla hefur haldist nokkuð stöðugt lág en ýmsar aðrar hættur steðja að börnum og ungmennum í dag. Aukinn kvíði og þunglyndi meðal barna og ungmenna er áhyggjuefni og einnig má nefna skort á svefni, ofnotkun á tölvuleikjum og hömluleysi á samfélagsmiðlum.Forvarnastarfi lýkur aldrei Foreldrar í dag mega ekki sofna á verðinum og halda að gott ástand í forvarnamálum vegna íslenska módelsins vari að eilífu. Forvarnir eru eilífðarverkefni og nú sem aldrei fyrr er ástæða fyrir foreldra til að taka höndum saman og halda utan um börnin, bæði sín eigin og börnin í þeirra nærsamfélagi, bekknum, íþróttafélaginu og tómstundastarfinu. Samstilltir foreldrar geta haft úrslitaáhrif þegar kemur að forvarnastarfi og því höfum við hjá Heimili og skóla lagt áherslu á að hvetja foreldra í bekkjum og árgöngum til samstarfs og samtals um uppeldisleg gildi og sameiginlegar reglur.Foreldrasáttmáli Heimilis og skóla Foreldrasáttmáli Heimilis og skóla hentar vel til þess að fá foreldra grunnskólabarna til að ræða saman. Hann er til í þremur útgáfum fyrir mismunandi aldur og tekur á málum eins og útivistartíma, einelti og samskiptum, aðgengi að efni á netinu, bekkjaranda, þátttöku foreldra, náminu, eftirlitslausum samkvæmum, neyslu tóbaks, áfengis og annarra vímuefna, svefni og næringu, allt í samræmi við aldur og þroska nemenda. Foreldrasáttmálann er best að leggja fyrir í bekk eða árgangi á fundi foreldra þar sem sáttmálinn er ræddur og foreldrar skrifa síðan undir samþykki um að fara eftir þeim reglum sem þeir verða ásáttir um. Hægt er að nálgast veggspjöld með sáttmálanum á skrifstofu Heimilis og skóla, ásamt ítarefni, án endurgjalds og einnig er hægt að prenta hann út af heimasíðu Heimilis og skóla www.heimiliogskoli.is. Sáttmálinn er á íslensku en er fáanlegur á pólsku á heimasíðunni. Höfundur er verkefnastjóri hjá Heimili og skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Fréttir af íslenska módelinu fara nú eins og eldur í sinu um heimsbyggðina. Hvernig tókst Íslendingum að minnka umtalsverða unglingadrykkju niður í nánast ekki neitt á nokkrum árum? Íslenskir skólastjórar fara til Singapore til að fræðast um það hvernig börn í Singapore ná svona góðum árangri á PISA-prófinu en fjölmiðlar frá Singapore koma til Íslands til að fræðast um öflugt forvarnastarf á Íslandi og íslenska módelið.Hvað er íslenska módelið? Íslenska módelið snýst um að ná til og virkja aðila í nærumhverfi barna. Foreldrar, skólar, íþróttafélög, félagsmiðstöðvar og aðrir sem vinna með eða að hagsmunum barna taka höndum saman til að stuðla að því að börn og ungmenni noti tíma sinn á uppbyggilegan hátt, í þeim tilgangi að draga úr áfengis- og/eða vímuefnanotkun. Árangurinn sem náðist var engin tilviljun. Samstillt átak allra þessara aðila, aukin tækifæri barna- og ungmenna til tómstundaiðkunar og viðhorfsbreyting hjá foreldrum, allt þetta skipti verulegu máli. Aðgerðir voru byggðar á rannsóknum og vegna smæðar þjóðfélagsins gekk hratt fyrir sig að taka stöðuna, taka ákvörðun um aðgerðir og mæla síðan árangurinn. Áfengisneysla hefur haldist nokkuð stöðugt lág en ýmsar aðrar hættur steðja að börnum og ungmennum í dag. Aukinn kvíði og þunglyndi meðal barna og ungmenna er áhyggjuefni og einnig má nefna skort á svefni, ofnotkun á tölvuleikjum og hömluleysi á samfélagsmiðlum.Forvarnastarfi lýkur aldrei Foreldrar í dag mega ekki sofna á verðinum og halda að gott ástand í forvarnamálum vegna íslenska módelsins vari að eilífu. Forvarnir eru eilífðarverkefni og nú sem aldrei fyrr er ástæða fyrir foreldra til að taka höndum saman og halda utan um börnin, bæði sín eigin og börnin í þeirra nærsamfélagi, bekknum, íþróttafélaginu og tómstundastarfinu. Samstilltir foreldrar geta haft úrslitaáhrif þegar kemur að forvarnastarfi og því höfum við hjá Heimili og skóla lagt áherslu á að hvetja foreldra í bekkjum og árgöngum til samstarfs og samtals um uppeldisleg gildi og sameiginlegar reglur.Foreldrasáttmáli Heimilis og skóla Foreldrasáttmáli Heimilis og skóla hentar vel til þess að fá foreldra grunnskólabarna til að ræða saman. Hann er til í þremur útgáfum fyrir mismunandi aldur og tekur á málum eins og útivistartíma, einelti og samskiptum, aðgengi að efni á netinu, bekkjaranda, þátttöku foreldra, náminu, eftirlitslausum samkvæmum, neyslu tóbaks, áfengis og annarra vímuefna, svefni og næringu, allt í samræmi við aldur og þroska nemenda. Foreldrasáttmálann er best að leggja fyrir í bekk eða árgangi á fundi foreldra þar sem sáttmálinn er ræddur og foreldrar skrifa síðan undir samþykki um að fara eftir þeim reglum sem þeir verða ásáttir um. Hægt er að nálgast veggspjöld með sáttmálanum á skrifstofu Heimilis og skóla, ásamt ítarefni, án endurgjalds og einnig er hægt að prenta hann út af heimasíðu Heimilis og skóla www.heimiliogskoli.is. Sáttmálinn er á íslensku en er fáanlegur á pólsku á heimasíðunni. Höfundur er verkefnastjóri hjá Heimili og skóla.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun