Ný stjórnmál Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar 24. október 2017 07:00 Kosningaloforðum fylgir ákveðin mótsögn. Á einn háttinn er linnulaus eftirspurn eftir þeim. Á hinn bóginn vitum við öll að flokkar „svíkja“ þau yfirleitt, eða öllu heldur, mistekst að uppfylla þau. Samt er sífellt krafist fleiri kosningaloforða, sérstaklega í risavöxnu, flóknu málaflokkunum sem krefjast yfirlegu og raunsæis. Allir flokkar kannast við kröfur um já/nei svör við flóknum spurningum og galdralausnir á samfélagsins stærstu vandamálum. Flottastir þykja flokkarnir sem veita einföldustu svörin, því þau teljast skýrust. En einföldustu svörin eru einmitt þau hættulegustu vegna þess að þau taka ekki tillit til tveggja staðreynda: Mikilvægustu vandamálin eru jafnan þau flóknustu og enginn einn flokkur ræður einn að loknum kosningum. En það þarf auðvitað að spyrja og fá svör, þannig að hvað er til ráða? Í fyrsta lagi þurfa flokkar að gera heimavinnuna sína. Það kostar þá tíma, vinnu og glerhart, stundum sársaukafullt raunsæi. Það er ábyrgð sem skortir nær algerlega í íslenskum kosningabaráttum. En þeir þurfa líka að geta rætt tillögur sínar og hugmyndir án þess að þær séu sjálfkrafa túlkaðar sem einhvers konar „loforð“. Flokkar þekkja ekki framtíðina fyrirfram og atkvæði gera ekki frambjóðendur almáttuga. Mun ábyrgara er að flokkar bjóði fram áætlanir og sýni með gögnum hvernig þær standist, þannig að þeir þurfi einfaldlega ekki afsakanir fyrir aðgerðaleysi seinna meir. Áherslur Pírata eru það; áherslur. Í stað þess að treysta á góðar afsakanir fyrir því að geta svikið loforð með góðri samvisku seinna meir, búum við frekar undir okkar áherslur með því að gera þær einfaldlega sem raunhæfastar og sem opnastar fyrir gagnrýni og samstarfi við aðra. Þetta gerum við með því að birta opinberlega áætlanir okkar um fjármögnun áherslna okkar. Við vonum að kjósendur kunni að meta þessa tilraun og taki þátt í henni með því að ljá okkur atkvæði sitt í komandi kosningum. Höfundur er í 1. sæti Pírata í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Hrafn Gunnarsson Kosningar 2017 Skoðun Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Kosningaloforðum fylgir ákveðin mótsögn. Á einn háttinn er linnulaus eftirspurn eftir þeim. Á hinn bóginn vitum við öll að flokkar „svíkja“ þau yfirleitt, eða öllu heldur, mistekst að uppfylla þau. Samt er sífellt krafist fleiri kosningaloforða, sérstaklega í risavöxnu, flóknu málaflokkunum sem krefjast yfirlegu og raunsæis. Allir flokkar kannast við kröfur um já/nei svör við flóknum spurningum og galdralausnir á samfélagsins stærstu vandamálum. Flottastir þykja flokkarnir sem veita einföldustu svörin, því þau teljast skýrust. En einföldustu svörin eru einmitt þau hættulegustu vegna þess að þau taka ekki tillit til tveggja staðreynda: Mikilvægustu vandamálin eru jafnan þau flóknustu og enginn einn flokkur ræður einn að loknum kosningum. En það þarf auðvitað að spyrja og fá svör, þannig að hvað er til ráða? Í fyrsta lagi þurfa flokkar að gera heimavinnuna sína. Það kostar þá tíma, vinnu og glerhart, stundum sársaukafullt raunsæi. Það er ábyrgð sem skortir nær algerlega í íslenskum kosningabaráttum. En þeir þurfa líka að geta rætt tillögur sínar og hugmyndir án þess að þær séu sjálfkrafa túlkaðar sem einhvers konar „loforð“. Flokkar þekkja ekki framtíðina fyrirfram og atkvæði gera ekki frambjóðendur almáttuga. Mun ábyrgara er að flokkar bjóði fram áætlanir og sýni með gögnum hvernig þær standist, þannig að þeir þurfi einfaldlega ekki afsakanir fyrir aðgerðaleysi seinna meir. Áherslur Pírata eru það; áherslur. Í stað þess að treysta á góðar afsakanir fyrir því að geta svikið loforð með góðri samvisku seinna meir, búum við frekar undir okkar áherslur með því að gera þær einfaldlega sem raunhæfastar og sem opnastar fyrir gagnrýni og samstarfi við aðra. Þetta gerum við með því að birta opinberlega áætlanir okkar um fjármögnun áherslna okkar. Við vonum að kjósendur kunni að meta þessa tilraun og taki þátt í henni með því að ljá okkur atkvæði sitt í komandi kosningum. Höfundur er í 1. sæti Pírata í Reykjavík suður.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun