Þjóð í hlekkjum hugarfarsins Sigurjón Njarðarson skrifar 23. október 2017 12:30 Sumarið 1993 var ég þrettán ára og þættirnir „Þjóð í hlekkjum hugarfarsins“ voru sýndir í Ríkissjónvarpinu. Viðbrögðin í mínu nærumhverfi voru eftirminnileg. Til sveita tóku margir þessari þáttaröð sem beinni áras á sig og það sem hún stóð fyrir. Það er engu logið, að framsetning viðfangsefnisins var óhefluð hjá Baldri Hermannssyni. Fram til 1993 einkennist söguskoðun Íslendinga af upphafningu stórra manna, stórra hugmynda og stórra viðburða. Baldur var einn fyrsti fræðimaðurinn, sem náði máli, sem tók sér stöðu við hlið almennings. Þegar horft var undir yfirborðið var Íslandsagan ekki alls kostar geðsleg. Hér húkti fólk um aldir í vosbúð og ömurð, um það er lítt deilt í dag. Það er fólki eins Baldri Hermannssyni að þakka að við getum talað og rætt um samfélagið okkar í gagnrýnu ljósi. Jón Sigurðsson var ekki bara frelsishetja og forseti hins íslenska bókmenntafélags. Hann var líka maður sem skildi konu eftir í festum í 12 ár, sem gekk svo nærri henni að lá við sturlun. Hann var háskóla-droppát, hann sótti sér ítrekað félagsskap sér miklu yngri manna, hann smitaðist af sárasótt. Hugmyndin um Jón Sigurðsson þoldi ekki alla skoðun. Hugmyndin um bændasamfélagið þoldi ekki skoðun. Íslenska bændasamfélagið var fullkomið dæmi um kerfi sem níðir sína þegna. Um leið og möguleikar til framfara sýndu sig, herti kerfið á. Vistarbandið og píningsdómur eru afbragsðdæmi. Um aldir voru bjargálnum íslensks almennings settar skorður. Alltaf undir þeim formerkjum að hugmyndina um íslenskt samfélag þyrfti að verja. Við værum í eðli okkar öðruvísi og jafnvel betri en annað fólk. Hugmyndin um íslensku „sérstöðuna“ varð til einhvers staðar í þessu ferli. Ekki það, hvert samfélag álítur sig sérstakt. Það eru engar fréttir, en um miðja síðustu öld gekk Evrópa í gegnum ægibál eyðileggingar beinlínis vegna hugmyndarinnar um „sérstakt“ og betra samfélag en önnur – ekki einu sinni, heldur tvisvar. Á sama tíma breyttist Ísland líka, bændur og hjú fóru „á mölina“ og skildu eftir ný tækifæri. Íslenska sérstaðan breyttist ekki. Við sem samfélag erum enn þá föst í hlekkjum hugarfars. Það er ekki lengur hugarfar stórbóndans, sem var aldrei stórbóndi. Það er ekki lengur hugarfar mannsins sem tignar moldina og harmar tómthúslífið. Íslendingum hefur vegnað afar vel í um 70 ár. Ástæður velgengninnar eru nokkrar, fæstar huglægar. Við erum samfélag sem nýtur óskaplegs auðs, hafið í kringum okkur er fullt af verðmætum fiski, við búum við gnægð orku og núna síðast síaukna ásókn fólks í að heimsækja okkur. Samt er það svo að okkur gengur bölvanlega að sópa í alveg í hornin: Það gengur illa að manna lágmarks þörf af hjúkrunarfræðingum, öryrkjar og aldraðir hafa ekki fylgt öðrum þegar kemur að lífskjörum, konur í þúsundavís njóta ekki efnalegs ávinnings af menntun sinni, sífellt erfiðara verður fyrir fólk að koma sér þaki yfir höfuðið. Við erum þjóð í hlekkjum hugarfarsins. Í áratugi höfum við búið við gjaldmiðil sem endurtekið veldur almenningi í landinu búsifjum. Mýtan hefur ávallt verið sú að það sé hluti af sjálfstæði okkar að reka eigin gjaldmiðil – íslensku krónuna. Að með krónunni tryggjum við sjálfstæðið okkar betur. Með sjálfstæðri mynt hefur enda ríkisstjórnum landsins verið fært í hendurnar tæki til að fela landlæga vanhæfni í efnahagsstjórnun. Þegar að verðmæti afurða minnkar, er gengið fellt. Íslenskur almenningur hefur megninu af líftíma krónunnar verið settar skorður við að nálgast erlendan gjaldeyri. síðasta tilraunin með frjálst flot krónunnar endaði með allsherjar vantrú almennings á ríkjandi þjóðskipulagi. Alræmdasta gjöf sjálfstæðrar krónu er vafalaust verðtryggingin. Nú er svo komið að varðstaðan um sjálfstæðan gjaldmiðil er farin að nálgast skopleik/harmleik. Báðir formenn Framsóknarflokkanna tala um að hægt sé að nálgast lægri vexti með einföldum einskiptis töfralausnum. Áður en vanhæfnin kemur fram , skal þó byrjað að krukka í lífeyristrygginga kerfið. Það verður sennilega ekki fyrr en eftir það sem gengið verður fellt aftur. Talað er um að banna verðtrygginguna án þess að fyrir því séu lögð nokkur haldbær rök. Að banna verðtryggingu án þess að endurskoða gjaldmiðilsmálin þýðir að valmöguleikum millitekjufólks til að fjármagna húsnæði sitt og atvinnurekstur fækkar enn frekar. Svona fyrir utan það að við erum með stjórnarskrárvarið samningsfrelsi í landinu. Verðtryggingin er birtingarmynd ójafnvægis gjaldmiðilsins. Stærstu flokkar landsins eru með enn óljósari og huglægari nálgun á gjaldmiðilsstefnuna, eða réttara sagt – enga. Fráfarandi forsætisráðherra sagði til dæmis viku fyrir kosningar: „Þessar kosningar snúast um skatta og ábyrga innri uppbyggingu. En þær snúast líka um Evrópusambandið og með vissum hætti sjálfsmynd okkar. Hvort við höfum trú á landi og þjóð eða ekki.“ Það er ekkert minna. Orðræða eins og sú sem fráfarandi forsætisráðherra sýnir er auðvitað ekkert minna en forheimskandi. Evrópusambandið er samstarf ótal ólíkra ríkja, sem hvert fyrir sig er þar eigin forsendum. Til þess að tryggja sínum þegnum fleiri valkosti og fleiri tækifæri. Evrópusambandið er ekki spurning um minna eða meira sjálfstæði. Eitt af grunnskilyrðum þess að ríki teljist vera ríki er eiginleikin að vera þess bær að ganga til milliríkjasamstarfs. Innganga í Evrópusambandið er ekki til ónýtingar fullveldisins, það er beiting þess. Það versta er að fráfarandi forsætisráðherra hlýtur að vita betur. Í stað þess að sýna sjálfstraust til þess að tala umbúðalaust um hlutina, er talað inn í hugarfarið – talað inn í hlekkina. Þetta er orðræða sem búið er að halda að íslenskum almenningi, ekki í áratugi- heldur aldir. Íslenskur almenningur hefur það gott, en við gætum haft það svo miklu betra. Íslensk velsæld er ekki til marks um neina hugræna yfirburði. Hún er til marks um að auðlindir okkar og tækifæri eru svo ríkulegar að enginn stjórnvöld, hversu svo vanhæf sem þau eru, geta klúðrað starfi sínu að því marki að fátækt verði hér landlæg aftur. Þegar kemur að efnahagsstjórn er margt sem við getum gert betur. En allar samræður um hvernig við högum opinberu fjármálaumhverfi verða að byrja á því að ræðum um sjálfan peninginn í vasanum okkar. Húsið verður að vera fokhelt áður en við byrjum á innvolsinu. Þeir stjórnmálaflokkar sem hundsa spurninguna um gjaldmiðilinn okkar eru að hundsa kjósendur líka. Það eru kjósendur sem borga þegar kemur í ljós að húsið heldur ekki vatni. Við erum þjóð í hlekkjum hugarfarsins – Við þurfum ekki að vera það.Höfundur skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Sumarið 1993 var ég þrettán ára og þættirnir „Þjóð í hlekkjum hugarfarsins“ voru sýndir í Ríkissjónvarpinu. Viðbrögðin í mínu nærumhverfi voru eftirminnileg. Til sveita tóku margir þessari þáttaröð sem beinni áras á sig og það sem hún stóð fyrir. Það er engu logið, að framsetning viðfangsefnisins var óhefluð hjá Baldri Hermannssyni. Fram til 1993 einkennist söguskoðun Íslendinga af upphafningu stórra manna, stórra hugmynda og stórra viðburða. Baldur var einn fyrsti fræðimaðurinn, sem náði máli, sem tók sér stöðu við hlið almennings. Þegar horft var undir yfirborðið var Íslandsagan ekki alls kostar geðsleg. Hér húkti fólk um aldir í vosbúð og ömurð, um það er lítt deilt í dag. Það er fólki eins Baldri Hermannssyni að þakka að við getum talað og rætt um samfélagið okkar í gagnrýnu ljósi. Jón Sigurðsson var ekki bara frelsishetja og forseti hins íslenska bókmenntafélags. Hann var líka maður sem skildi konu eftir í festum í 12 ár, sem gekk svo nærri henni að lá við sturlun. Hann var háskóla-droppát, hann sótti sér ítrekað félagsskap sér miklu yngri manna, hann smitaðist af sárasótt. Hugmyndin um Jón Sigurðsson þoldi ekki alla skoðun. Hugmyndin um bændasamfélagið þoldi ekki skoðun. Íslenska bændasamfélagið var fullkomið dæmi um kerfi sem níðir sína þegna. Um leið og möguleikar til framfara sýndu sig, herti kerfið á. Vistarbandið og píningsdómur eru afbragsðdæmi. Um aldir voru bjargálnum íslensks almennings settar skorður. Alltaf undir þeim formerkjum að hugmyndina um íslenskt samfélag þyrfti að verja. Við værum í eðli okkar öðruvísi og jafnvel betri en annað fólk. Hugmyndin um íslensku „sérstöðuna“ varð til einhvers staðar í þessu ferli. Ekki það, hvert samfélag álítur sig sérstakt. Það eru engar fréttir, en um miðja síðustu öld gekk Evrópa í gegnum ægibál eyðileggingar beinlínis vegna hugmyndarinnar um „sérstakt“ og betra samfélag en önnur – ekki einu sinni, heldur tvisvar. Á sama tíma breyttist Ísland líka, bændur og hjú fóru „á mölina“ og skildu eftir ný tækifæri. Íslenska sérstaðan breyttist ekki. Við sem samfélag erum enn þá föst í hlekkjum hugarfars. Það er ekki lengur hugarfar stórbóndans, sem var aldrei stórbóndi. Það er ekki lengur hugarfar mannsins sem tignar moldina og harmar tómthúslífið. Íslendingum hefur vegnað afar vel í um 70 ár. Ástæður velgengninnar eru nokkrar, fæstar huglægar. Við erum samfélag sem nýtur óskaplegs auðs, hafið í kringum okkur er fullt af verðmætum fiski, við búum við gnægð orku og núna síðast síaukna ásókn fólks í að heimsækja okkur. Samt er það svo að okkur gengur bölvanlega að sópa í alveg í hornin: Það gengur illa að manna lágmarks þörf af hjúkrunarfræðingum, öryrkjar og aldraðir hafa ekki fylgt öðrum þegar kemur að lífskjörum, konur í þúsundavís njóta ekki efnalegs ávinnings af menntun sinni, sífellt erfiðara verður fyrir fólk að koma sér þaki yfir höfuðið. Við erum þjóð í hlekkjum hugarfarsins. Í áratugi höfum við búið við gjaldmiðil sem endurtekið veldur almenningi í landinu búsifjum. Mýtan hefur ávallt verið sú að það sé hluti af sjálfstæði okkar að reka eigin gjaldmiðil – íslensku krónuna. Að með krónunni tryggjum við sjálfstæðið okkar betur. Með sjálfstæðri mynt hefur enda ríkisstjórnum landsins verið fært í hendurnar tæki til að fela landlæga vanhæfni í efnahagsstjórnun. Þegar að verðmæti afurða minnkar, er gengið fellt. Íslenskur almenningur hefur megninu af líftíma krónunnar verið settar skorður við að nálgast erlendan gjaldeyri. síðasta tilraunin með frjálst flot krónunnar endaði með allsherjar vantrú almennings á ríkjandi þjóðskipulagi. Alræmdasta gjöf sjálfstæðrar krónu er vafalaust verðtryggingin. Nú er svo komið að varðstaðan um sjálfstæðan gjaldmiðil er farin að nálgast skopleik/harmleik. Báðir formenn Framsóknarflokkanna tala um að hægt sé að nálgast lægri vexti með einföldum einskiptis töfralausnum. Áður en vanhæfnin kemur fram , skal þó byrjað að krukka í lífeyristrygginga kerfið. Það verður sennilega ekki fyrr en eftir það sem gengið verður fellt aftur. Talað er um að banna verðtrygginguna án þess að fyrir því séu lögð nokkur haldbær rök. Að banna verðtryggingu án þess að endurskoða gjaldmiðilsmálin þýðir að valmöguleikum millitekjufólks til að fjármagna húsnæði sitt og atvinnurekstur fækkar enn frekar. Svona fyrir utan það að við erum með stjórnarskrárvarið samningsfrelsi í landinu. Verðtryggingin er birtingarmynd ójafnvægis gjaldmiðilsins. Stærstu flokkar landsins eru með enn óljósari og huglægari nálgun á gjaldmiðilsstefnuna, eða réttara sagt – enga. Fráfarandi forsætisráðherra sagði til dæmis viku fyrir kosningar: „Þessar kosningar snúast um skatta og ábyrga innri uppbyggingu. En þær snúast líka um Evrópusambandið og með vissum hætti sjálfsmynd okkar. Hvort við höfum trú á landi og þjóð eða ekki.“ Það er ekkert minna. Orðræða eins og sú sem fráfarandi forsætisráðherra sýnir er auðvitað ekkert minna en forheimskandi. Evrópusambandið er samstarf ótal ólíkra ríkja, sem hvert fyrir sig er þar eigin forsendum. Til þess að tryggja sínum þegnum fleiri valkosti og fleiri tækifæri. Evrópusambandið er ekki spurning um minna eða meira sjálfstæði. Eitt af grunnskilyrðum þess að ríki teljist vera ríki er eiginleikin að vera þess bær að ganga til milliríkjasamstarfs. Innganga í Evrópusambandið er ekki til ónýtingar fullveldisins, það er beiting þess. Það versta er að fráfarandi forsætisráðherra hlýtur að vita betur. Í stað þess að sýna sjálfstraust til þess að tala umbúðalaust um hlutina, er talað inn í hugarfarið – talað inn í hlekkina. Þetta er orðræða sem búið er að halda að íslenskum almenningi, ekki í áratugi- heldur aldir. Íslenskur almenningur hefur það gott, en við gætum haft það svo miklu betra. Íslensk velsæld er ekki til marks um neina hugræna yfirburði. Hún er til marks um að auðlindir okkar og tækifæri eru svo ríkulegar að enginn stjórnvöld, hversu svo vanhæf sem þau eru, geta klúðrað starfi sínu að því marki að fátækt verði hér landlæg aftur. Þegar kemur að efnahagsstjórn er margt sem við getum gert betur. En allar samræður um hvernig við högum opinberu fjármálaumhverfi verða að byrja á því að ræðum um sjálfan peninginn í vasanum okkar. Húsið verður að vera fokhelt áður en við byrjum á innvolsinu. Þeir stjórnmálaflokkar sem hundsa spurninguna um gjaldmiðilinn okkar eru að hundsa kjósendur líka. Það eru kjósendur sem borga þegar kemur í ljós að húsið heldur ekki vatni. Við erum þjóð í hlekkjum hugarfarsins – Við þurfum ekki að vera það.Höfundur skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun