Það eru almenn mannréttindi Anna Kobrún Árnadóttir skrifar 23. október 2017 10:28 Það er ljóst að það þarf að tryggja það sem ég vil kalla mannréttindi öryrkja. Í umræðunni er gjarna talað um hópa, en við þurfum að hafa í huga að innan hópa eru margir mismunandi einstaklingar með styrkleika og veikleika og þar með ólíkar þarfir. Það er ekkert öðruvísi en í samfélaginu öllu, innan þess eru líka mismunandi einstaklingar með ólíkar þarfir og það sem meira er, að þar leggjum við okkur fram um að tryggja mannréttindi allra einstaklinga, það ætti að hafa í huga þegar verið er að ræða aðstæður öryrkja. Við eigum að sjá til þess að viðhorf til öryrkja breytist, kerfinu þarf að breyta þannig að öryrkjar eins og aðrir verði metnir að verðleikum. Sem dæmi vil ég nefna að oft er talað um að öryrkjar séu nokkurskonar kerfisfræðingar, þessi fullyrðing sett fram sem kaldhæðni eða jafnvel niðrandi en veruleikinn er nú samt þannig að til þess að geta fótað sig í lífinu þurfa öryrkjar að vera kerfisfræðingar. Það er þvílíkur frumskógur sem mætir einstaklingum sem oft skyndilega þurfa á framfærslu hins opinbera að halda og eins gott að þeir hafi getu til þess að krafla sig fram úr öllum þeim reglum sem fylgja því að dragast skyndilega inn í heim hindrana. Oft verður þessi frumskógur kerfisins of þéttur og þess vegna þarf að bregðast við. Það á að koma til móts við öryrkja, taka þarf upp viðræður við Öryrkjabandalagið til þess að tryggja öryrkjum almenn mannréttindi, við ætlum að horfa til styrkleika einstaklinga í stað þess sem hindrar, það er mikilvæg viðhorfsbreyting því það þarf að breyta því hvernig kerfið lítur á öryrkja og þeirra aðstæður, fjárhagslegt sjálfstæði er einn þáttur og hann á að byggja á sterkum grunni, allir einstaklingar eiga rétt á því. Það eru almenn mannréttindi.Anna Kolbrún Árnadóttir, höfundur skipar 2. sæti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er ljóst að það þarf að tryggja það sem ég vil kalla mannréttindi öryrkja. Í umræðunni er gjarna talað um hópa, en við þurfum að hafa í huga að innan hópa eru margir mismunandi einstaklingar með styrkleika og veikleika og þar með ólíkar þarfir. Það er ekkert öðruvísi en í samfélaginu öllu, innan þess eru líka mismunandi einstaklingar með ólíkar þarfir og það sem meira er, að þar leggjum við okkur fram um að tryggja mannréttindi allra einstaklinga, það ætti að hafa í huga þegar verið er að ræða aðstæður öryrkja. Við eigum að sjá til þess að viðhorf til öryrkja breytist, kerfinu þarf að breyta þannig að öryrkjar eins og aðrir verði metnir að verðleikum. Sem dæmi vil ég nefna að oft er talað um að öryrkjar séu nokkurskonar kerfisfræðingar, þessi fullyrðing sett fram sem kaldhæðni eða jafnvel niðrandi en veruleikinn er nú samt þannig að til þess að geta fótað sig í lífinu þurfa öryrkjar að vera kerfisfræðingar. Það er þvílíkur frumskógur sem mætir einstaklingum sem oft skyndilega þurfa á framfærslu hins opinbera að halda og eins gott að þeir hafi getu til þess að krafla sig fram úr öllum þeim reglum sem fylgja því að dragast skyndilega inn í heim hindrana. Oft verður þessi frumskógur kerfisins of þéttur og þess vegna þarf að bregðast við. Það á að koma til móts við öryrkja, taka þarf upp viðræður við Öryrkjabandalagið til þess að tryggja öryrkjum almenn mannréttindi, við ætlum að horfa til styrkleika einstaklinga í stað þess sem hindrar, það er mikilvæg viðhorfsbreyting því það þarf að breyta því hvernig kerfið lítur á öryrkja og þeirra aðstæður, fjárhagslegt sjálfstæði er einn þáttur og hann á að byggja á sterkum grunni, allir einstaklingar eiga rétt á því. Það eru almenn mannréttindi.Anna Kolbrún Árnadóttir, höfundur skipar 2. sæti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar