Fársjúkt og peningafrekt óheilbrigðiskerfi – Ákall til alþingismanna Geir Gunnar Markússon skrifar 23. október 2017 10:25 Hérlendis eru alþingiskosningar á næsta leiti og eru orðnar álíka algengar og að halda upp á jólin. Núverandi og verðandi alþingismenn flykkjast fram á sviðið og hver og einn virðist hafa lausnirnar sem þarf til að stýra þessu landi okkar. Eitt þykir mér eftirtektavert í málflutningi nær allra þeirra sem tala um heilbrigðiskerfið en það er málflutningurinn um að endurreisa og standa vörð um það. Rifrildi um fjárveitinginu til heilbrigðiskerfisins hafa átt sér stað frá því að ég man eftir mér og mun líklega halda áfram um ókomna tíð, nema að hugarfarsbreyting verði í samfélaginu þegar kemur að forvörnum innan heilbrigðiskerfisins. Málið með okkar heilbrigðiskerfi er að það er fársjúkt og er í raun og veru að alltof stóru leyti óheilbrigðiskerfi. Stærstur hluti þeirra fjármuna sem settur er í þetta sjúka heilbrigðiskerfi fer í að meðhöndla lífsstílssjúkdóma (70-80%) en aðeins brotabrot (1-2%) í forvarnir, það er að kenna fólki að bera ábyrgð á eigin heilsu. Þetta sjúka kerfi skilar sér eingöngu í síauknum kostnaði fyrir samfélagið. Því seinna í sjúkdómsferlinu sem inngrip verða því dýrara verður að eiga við sjúkdóminn (sem oft má rekja beint til lífstíls). Ein hugmynd væri að skella hreinlega í lás (nema í neyðartilvikum) á öllum heilbrigðisstofnunum og þá þyrfti fólk fyrst virkilega að sinna sinni heilsu því „neyðin kennir naktri konu að spinna.“ Munum við hugsa betur um heilsuna ef við treystum ekki á heilbrigðiskerfið til að sjá um okkur þegar við erum búin að skemma hanameð óhollu mataræði, stressi, reykingum, hreyfingar- og svefnleysi? Þetta eru líklega svolítið öfgafullar hugmyndir en væru mögulega til þess fallnar að núllstilla þetta gallaða kerfi og byggja upp annað betra sem stuðlar að heilbrigði landsmanna en viðheldur ekki bara óheilbrigði þeirra. Ef við nennum getum haldið áfram að rífast um fjársvelti heilbrigðiskerfisins út í eilífðina. Því að stærri og flottari spítalar, betri lækningartæki eða betri lyf munu bara auka útgjöldin í þetta veika kerfi sem sinnir að miklu leyti mjög veiku fólki en hugar lítið sem ekkert að minnka þörf fyrir spítalana. Það er löngu orðið tímabært að hætta að fæða þetta óheilbrigðiskerfi. Við höfum ekkert annað val en að hætta að skrifa skýrslur, stofna nefndir og vera með gífuryrði um hversu mikið við þurfum að fara að sinna heilsu landsmanna með forvörnum og fara í alvöru að setja pening í forvarnir hér á landi. Af hverju eru t.d. ekki sálfræðingar eða næringarfræðingar starfandi á heilsugæslunum sem eru fyrsta stopp flestra í heilbrigðiskerfinu? Alltof margir fá ófullnægjandi þjónustu á heilsusgæslum sem er álíka ónefni og heilbrigðiskerfi því allltof margar heilsugæslur hér á landi sinna ekki starfi sínu sem GÆSLUaðilar heilsu sinna skjólstæðinga. Fólk bíður í margar vikur eftir tíma hjá lækni sem hefur of mikið á sinni könnu og svo takmarkað af af úrræðum fyrir mann að enn einu sinni fer maður út frá honum með ávísun á verkjalyf, svefnlyf eða geðlyf. Á heilsugæslum eiga að vera starfandi öflug teymi lækna, hjúkrunarfræðinga, íþróttafræðinga, sjúkraþjálfara, næringarfræðinga og sálfræðinga sem kenna fólki að bera ábyrð á eigin heilsu. Svoleiðis heilsugæslukerfi tekur við veiku fólki og sendir það frá sér með verkfæri til efla heilsu sína heimavið til lífstíðar. Ef ekkert verður að gert til að sporna við aukningu lífsstílssjúkdóma hér munum við ekki geta geta gert neitt annað en að setja stærstan hluta ríkisfjármuna í „heilbrigðis“kerfið því það mun þurfa fleiri lækna og hjúkrunarfræðinga, meiri og betri lyf, stoðtæki og fleiri aðgerðir. Kannski vilja einhverjir taka upp kapitalískt heilbrigðiskerfi þar sem þeir ríku fá mestu og bestu þjónustuna? Talandi um það, þá er heilsan líklega dýrmæstasta eign fátæka mannsins því það er dýrt að vera veikur og sérstaklega á Íslandi. Því er mikilvægt að kenna fólki að heilsan sé í raunþeirra dýrmætasta eign, en alltof margir átta sig fyrst á því þegar veikindi banka upp á. Þetta fársjúka óheilbrigðiskerfi verður ekki læknað á einu kjörtímabili og það verða allir alþingismenn og landsmenn að skilja. Það mun taka áratugi að snúa við þessari óheillaþróun. En við höfum einfaldlega ekki kost á öðru en að setja meiri pening í forvarnir og láta einstaklinginn skilja hversu mikla ábyrgð hann ber á eigin heilsu. Ef við höldum áfram á sömu braut þá munum við verða gjaldþrota samfélag, bæði í fjárhagslegu og heilsufarslegu samhengi. Við höfum svo frábær tækifæri til að verða ein hraustasta þjóð í heimi og fyrirmynd annarra þjóða í heilsueflingu og forvörnum en til þess að svo geti orðið þarf Alþingi að setja tóninn með því að beina fjármagninu í átt að heilsueflingu. En auðvitað er Alþingi ekki eitt í þessu því allt samfélagið mun þurfa að dansa með í þessum „heilsudansi“ og ekki síst hver og einn einasti Íslendingur. Þegar allt kemur til alls eru það jú við sem berum ábyrð á eigin heilsu!Geir Gunnar MarkússonHöfundur er næringarfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Hérlendis eru alþingiskosningar á næsta leiti og eru orðnar álíka algengar og að halda upp á jólin. Núverandi og verðandi alþingismenn flykkjast fram á sviðið og hver og einn virðist hafa lausnirnar sem þarf til að stýra þessu landi okkar. Eitt þykir mér eftirtektavert í málflutningi nær allra þeirra sem tala um heilbrigðiskerfið en það er málflutningurinn um að endurreisa og standa vörð um það. Rifrildi um fjárveitinginu til heilbrigðiskerfisins hafa átt sér stað frá því að ég man eftir mér og mun líklega halda áfram um ókomna tíð, nema að hugarfarsbreyting verði í samfélaginu þegar kemur að forvörnum innan heilbrigðiskerfisins. Málið með okkar heilbrigðiskerfi er að það er fársjúkt og er í raun og veru að alltof stóru leyti óheilbrigðiskerfi. Stærstur hluti þeirra fjármuna sem settur er í þetta sjúka heilbrigðiskerfi fer í að meðhöndla lífsstílssjúkdóma (70-80%) en aðeins brotabrot (1-2%) í forvarnir, það er að kenna fólki að bera ábyrgð á eigin heilsu. Þetta sjúka kerfi skilar sér eingöngu í síauknum kostnaði fyrir samfélagið. Því seinna í sjúkdómsferlinu sem inngrip verða því dýrara verður að eiga við sjúkdóminn (sem oft má rekja beint til lífstíls). Ein hugmynd væri að skella hreinlega í lás (nema í neyðartilvikum) á öllum heilbrigðisstofnunum og þá þyrfti fólk fyrst virkilega að sinna sinni heilsu því „neyðin kennir naktri konu að spinna.“ Munum við hugsa betur um heilsuna ef við treystum ekki á heilbrigðiskerfið til að sjá um okkur þegar við erum búin að skemma hanameð óhollu mataræði, stressi, reykingum, hreyfingar- og svefnleysi? Þetta eru líklega svolítið öfgafullar hugmyndir en væru mögulega til þess fallnar að núllstilla þetta gallaða kerfi og byggja upp annað betra sem stuðlar að heilbrigði landsmanna en viðheldur ekki bara óheilbrigði þeirra. Ef við nennum getum haldið áfram að rífast um fjársvelti heilbrigðiskerfisins út í eilífðina. Því að stærri og flottari spítalar, betri lækningartæki eða betri lyf munu bara auka útgjöldin í þetta veika kerfi sem sinnir að miklu leyti mjög veiku fólki en hugar lítið sem ekkert að minnka þörf fyrir spítalana. Það er löngu orðið tímabært að hætta að fæða þetta óheilbrigðiskerfi. Við höfum ekkert annað val en að hætta að skrifa skýrslur, stofna nefndir og vera með gífuryrði um hversu mikið við þurfum að fara að sinna heilsu landsmanna með forvörnum og fara í alvöru að setja pening í forvarnir hér á landi. Af hverju eru t.d. ekki sálfræðingar eða næringarfræðingar starfandi á heilsugæslunum sem eru fyrsta stopp flestra í heilbrigðiskerfinu? Alltof margir fá ófullnægjandi þjónustu á heilsusgæslum sem er álíka ónefni og heilbrigðiskerfi því allltof margar heilsugæslur hér á landi sinna ekki starfi sínu sem GÆSLUaðilar heilsu sinna skjólstæðinga. Fólk bíður í margar vikur eftir tíma hjá lækni sem hefur of mikið á sinni könnu og svo takmarkað af af úrræðum fyrir mann að enn einu sinni fer maður út frá honum með ávísun á verkjalyf, svefnlyf eða geðlyf. Á heilsugæslum eiga að vera starfandi öflug teymi lækna, hjúkrunarfræðinga, íþróttafræðinga, sjúkraþjálfara, næringarfræðinga og sálfræðinga sem kenna fólki að bera ábyrð á eigin heilsu. Svoleiðis heilsugæslukerfi tekur við veiku fólki og sendir það frá sér með verkfæri til efla heilsu sína heimavið til lífstíðar. Ef ekkert verður að gert til að sporna við aukningu lífsstílssjúkdóma hér munum við ekki geta geta gert neitt annað en að setja stærstan hluta ríkisfjármuna í „heilbrigðis“kerfið því það mun þurfa fleiri lækna og hjúkrunarfræðinga, meiri og betri lyf, stoðtæki og fleiri aðgerðir. Kannski vilja einhverjir taka upp kapitalískt heilbrigðiskerfi þar sem þeir ríku fá mestu og bestu þjónustuna? Talandi um það, þá er heilsan líklega dýrmæstasta eign fátæka mannsins því það er dýrt að vera veikur og sérstaklega á Íslandi. Því er mikilvægt að kenna fólki að heilsan sé í raunþeirra dýrmætasta eign, en alltof margir átta sig fyrst á því þegar veikindi banka upp á. Þetta fársjúka óheilbrigðiskerfi verður ekki læknað á einu kjörtímabili og það verða allir alþingismenn og landsmenn að skilja. Það mun taka áratugi að snúa við þessari óheillaþróun. En við höfum einfaldlega ekki kost á öðru en að setja meiri pening í forvarnir og láta einstaklinginn skilja hversu mikla ábyrgð hann ber á eigin heilsu. Ef við höldum áfram á sömu braut þá munum við verða gjaldþrota samfélag, bæði í fjárhagslegu og heilsufarslegu samhengi. Við höfum svo frábær tækifæri til að verða ein hraustasta þjóð í heimi og fyrirmynd annarra þjóða í heilsueflingu og forvörnum en til þess að svo geti orðið þarf Alþingi að setja tóninn með því að beina fjármagninu í átt að heilsueflingu. En auðvitað er Alþingi ekki eitt í þessu því allt samfélagið mun þurfa að dansa með í þessum „heilsudansi“ og ekki síst hver og einn einasti Íslendingur. Þegar allt kemur til alls eru það jú við sem berum ábyrð á eigin heilsu!Geir Gunnar MarkússonHöfundur er næringarfræðingur
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun