Fjölmörg dæmi um kynferðislega áreitni og ofbeldi innan íþróttahreyfingarinnar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. október 2017 19:30 Hafdís Inga Hinriksdóttir, fyrrverandi landsliðskona í handbolta og sérfræðingur í Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, segir að það séu fjölmörg dæmi um kynferðislega áreitni- eða ofbeldi innan íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. Hún segist þekkja málið af eigin raun þar sem hún var misnotuð af fyrrverandi landsliðsmanni í handbolta. Viðtal við Hildi Erlu Gísladóttur í Fréttablaðinu í gær hefur vakið mikla athygli en þar sagði hún frá grófu kynferðisofbeldi sem hún var beitt af sundþjálfara sínum á árunum. Hafdís Inga Hinriksdóttir hefur rannsakað ofbeldi í íþróttum á Íslandi og komst hún að því að sérstök hætta er á að afreksíþróttafólk verði fyrir andlegu eða annars konar ofbeldi af hendi þjálfara. Þá starfar hún sem félagsráðgjafi hjá Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, og er fyrrverandi landsliðskona í handbolta og þekkir málið af eigin raun. „Andlegt ofbeldi er auðvitað mjög stór partur af íþróttum, því miður. Með þetta að maður þarf alltaf að vera svo sterkur andlega og má ekki sýna neina veikleika eða eitthvað þannig því þá er maður bara álitin sem aumingi,“ segir Hafís Inga. Þannig sé afreksfólk í meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi enda sé það tilbúið að gera allt til að ná árangri. Þá snúist ofbeldið alltaf um vandamisræmi.„Ég lenti oft í því að þjálfararnir mínir voru að reyna við mig. Ég varð fyrir kynferðisofbeldi af hálfu fyrrum landsliðsmanns í handbolta þegar ég var 16 ára gömul þar sem hann nýtti sína yfirburðastöðu gagnvart mér,“ segir Hafdís. Hafdís sagði engum frá á sínum tíma en opnaði sig fyrir nokkrum árum. „Maður þorði því bara ekki. Maður var alltaf hræddur um að manni yrði hent úr liðinu eða að draumar manns sem afreksíþróttamaður yrðu eyðilagðir á einhvern hátt,“ segir Hafdís sem vegna reynslu sinnar og starfa var fengin af Íþróttasambandi Íslands til að halda fyrirlestra hjá íþróttafélögum fyrir stjórn og þjálfara um birtingarmyndir ofbeldis. „Ég veit að það er fjöldinn allur af dæmum sem hefur ekki komið upp á yfirborðið. Ég hef fengið að heyra það líka í þeim fyrirlestrum sem ég er að halda. Mín upplifun er sú að það er veruleg þörf á því að fara með fræðslu og bara að það verði gerð allsherjarbylting innan íþróttanna. Þetta er ég ekki að segja til að fólk upplifi íþróttirnar sem einhvern hættulegan stað. Alls ekki það. Heldur bara við viljum að íþróttirnar verði ennþá betri,“ segir Hafdís Inga Hinriksdóttir. Tengdar fréttir Misnotuð af sundþjálfaranum sínum aðeins 16 ára gömul: „Gerði allt nema að nauðga mér“ Þjálfari Hildar Erlu Gísladóttur var rekinn árið 2008 eftir að komst upp að hann hafði brotið gegn henni í tæpt ár. 21. október 2017 07:00 Segir að ekki hafi verið brugðist nægilega við ásökunum um óæskilega hegðun sundþjálfara Formaður Sundssambands Íslands segist sjá eftir því að að hafa ekki brugðist betur við ásökun um óæskilega hegðun sundþjálfara á sínum tíma. Afrekskona í sundi sem lýsir brotum þjálfarans gegn sér er ekki sú eina sem hefur kvartað undan framkomu hans. 21. október 2017 19:30 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa Sjá meira
Hafdís Inga Hinriksdóttir, fyrrverandi landsliðskona í handbolta og sérfræðingur í Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, segir að það séu fjölmörg dæmi um kynferðislega áreitni- eða ofbeldi innan íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. Hún segist þekkja málið af eigin raun þar sem hún var misnotuð af fyrrverandi landsliðsmanni í handbolta. Viðtal við Hildi Erlu Gísladóttur í Fréttablaðinu í gær hefur vakið mikla athygli en þar sagði hún frá grófu kynferðisofbeldi sem hún var beitt af sundþjálfara sínum á árunum. Hafdís Inga Hinriksdóttir hefur rannsakað ofbeldi í íþróttum á Íslandi og komst hún að því að sérstök hætta er á að afreksíþróttafólk verði fyrir andlegu eða annars konar ofbeldi af hendi þjálfara. Þá starfar hún sem félagsráðgjafi hjá Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, og er fyrrverandi landsliðskona í handbolta og þekkir málið af eigin raun. „Andlegt ofbeldi er auðvitað mjög stór partur af íþróttum, því miður. Með þetta að maður þarf alltaf að vera svo sterkur andlega og má ekki sýna neina veikleika eða eitthvað þannig því þá er maður bara álitin sem aumingi,“ segir Hafís Inga. Þannig sé afreksfólk í meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi enda sé það tilbúið að gera allt til að ná árangri. Þá snúist ofbeldið alltaf um vandamisræmi.„Ég lenti oft í því að þjálfararnir mínir voru að reyna við mig. Ég varð fyrir kynferðisofbeldi af hálfu fyrrum landsliðsmanns í handbolta þegar ég var 16 ára gömul þar sem hann nýtti sína yfirburðastöðu gagnvart mér,“ segir Hafdís. Hafdís sagði engum frá á sínum tíma en opnaði sig fyrir nokkrum árum. „Maður þorði því bara ekki. Maður var alltaf hræddur um að manni yrði hent úr liðinu eða að draumar manns sem afreksíþróttamaður yrðu eyðilagðir á einhvern hátt,“ segir Hafdís sem vegna reynslu sinnar og starfa var fengin af Íþróttasambandi Íslands til að halda fyrirlestra hjá íþróttafélögum fyrir stjórn og þjálfara um birtingarmyndir ofbeldis. „Ég veit að það er fjöldinn allur af dæmum sem hefur ekki komið upp á yfirborðið. Ég hef fengið að heyra það líka í þeim fyrirlestrum sem ég er að halda. Mín upplifun er sú að það er veruleg þörf á því að fara með fræðslu og bara að það verði gerð allsherjarbylting innan íþróttanna. Þetta er ég ekki að segja til að fólk upplifi íþróttirnar sem einhvern hættulegan stað. Alls ekki það. Heldur bara við viljum að íþróttirnar verði ennþá betri,“ segir Hafdís Inga Hinriksdóttir.
Tengdar fréttir Misnotuð af sundþjálfaranum sínum aðeins 16 ára gömul: „Gerði allt nema að nauðga mér“ Þjálfari Hildar Erlu Gísladóttur var rekinn árið 2008 eftir að komst upp að hann hafði brotið gegn henni í tæpt ár. 21. október 2017 07:00 Segir að ekki hafi verið brugðist nægilega við ásökunum um óæskilega hegðun sundþjálfara Formaður Sundssambands Íslands segist sjá eftir því að að hafa ekki brugðist betur við ásökun um óæskilega hegðun sundþjálfara á sínum tíma. Afrekskona í sundi sem lýsir brotum þjálfarans gegn sér er ekki sú eina sem hefur kvartað undan framkomu hans. 21. október 2017 19:30 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa Sjá meira
Misnotuð af sundþjálfaranum sínum aðeins 16 ára gömul: „Gerði allt nema að nauðga mér“ Þjálfari Hildar Erlu Gísladóttur var rekinn árið 2008 eftir að komst upp að hann hafði brotið gegn henni í tæpt ár. 21. október 2017 07:00
Segir að ekki hafi verið brugðist nægilega við ásökunum um óæskilega hegðun sundþjálfara Formaður Sundssambands Íslands segist sjá eftir því að að hafa ekki brugðist betur við ásökun um óæskilega hegðun sundþjálfara á sínum tíma. Afrekskona í sundi sem lýsir brotum þjálfarans gegn sér er ekki sú eina sem hefur kvartað undan framkomu hans. 21. október 2017 19:30