42 meistaratitlar í einu liði og að auðvitað sigur í Ljónagryfjunni í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2017 14:00 Njarðvíkurliðið sem komst áfram í bikarnum í gær. Mynd/Fésbókarsíða Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur B-lið Njarðvíkur komst áfram í sextán liða úrslit Maltbikarsins í gærkvöldi eftir fimm stiga sigur á 1. deildarliði Skallagríms í Ljónagryfjunni í Njarðvík, 100-95. Þetta Njarðvíkurlið er hinsvegar ekkert venjulegt b-lið enda ætti náttúrulega vera flokkað sem g-lið eða goðsagnalið. Þegar búið er að leggja saman alla Íslands- og bikarmeistaratitla tólf manna hópsins þá er talan komin upp í 42 meistaratitla. Það var því nóg af sigurvegurum í Njarðvíkurbúningnum í gær og því kannski ekkert skrýtið að þeir hafi fagnað sigri. Goðsagnir liðsins koma þó ekki aðeins úr Njarðvík heldur af öllum Suðurnesjunum. Margfaldir meistarar frá Keflavík og Grindavík eru líka í þessu magnaða liði. Gömlu karlarnir sýndu líka frábær tilþrif í þessum leik en liðið mætti þarna kanalaust á móti liði sem hafði 32 stiga mann í Zaccery Alen Carter. Keflvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson og Njarðvíkingurinn Páll Kristinsson fóru fyrir sínu liði en Keflvíkingurinn Gunnar Einarsson og Grindvíkingurinn Páll Axel Vilbergsson voru líka öflugir. Allt eru þetta menn sem voru landsliðmenn og í lykilhlutverkum í meistaraliðum. Magnús Þór skoraði 26 stig í leiknum en hann setti niður sex þriggja stiga skot og gaf að auki 5 stoðsendingar. Páll var með 24 stig og 10 fráköst auk þess að fiska tíu villur á Borgnesinga. Gunnar skoraði 12 stig og Páll Axel var með 8 stig og 19 fráköst. Þjálfari liðsins er síðan Halldór Rúnar Karlsson sem vann sjálfur sex stóra titla á ferlinum, fjóra Íslandsmeistaratitla (Keflavík 1999, Njarðvík 2001, 2002 og 2006) og svo tvo bikarmeistaratitla (Njarðvík 2002 og 2005). Það kemur titlafjöldanum upp í 48. Íslands- og bikarmeistaratitlar leikmanna í liði Njarðvíkur-b 2017-18: Gunnar Einarsson 9 6 sinnum Íslandsmeistari með Keflavík (1997, 1999, 2003, 2004, 2005, 2008) 3 sinnum bikarmeistari með Keflavík (1997, 2003, 2004) Páll Kristinsson 8 4 sinnum Íslandsmeistari með Njarðvík (1994, 1995, 1998, 2002) 3 sinnum bikarmeistari með Njarðvík (1999, 2002, 2005) 1 sinni bikarmeistari með Grindavík (2006) Magnús Þór Gunnarsson 7 4 sinnum Íslandsmeistari með Keflavík (2003, 2004, 2005, 2008) 3 sinnum bikarmeistari með Keflavík (2003, 2004, 2012) Arnar Freyr Jónsson 5 3 sinnum Íslandsmeistari með Keflavík (2003, 2004, 2005) 2 sinnum bikarmeistari með Keflavík (2004, 2012) Sævar Garðarsson 5 2 sinnum Íslandsmeistari með Njarðvík (2001, 2002) 2 sinnum bikarmeistari með Njarðvík (1999, 2002) 1 sinni bikarmeistari með Grindavík (2000) Páll Axel Vilbergsson 3 2 sinnum Íslandsmeistari með Grindavík (1996 og 2012) 1 sinni bikarmeistari með Grindavík (2006) Hjörtur Hrafn Einarsson 1 1 sinni Íslandsmeistari með Njarðvík (2006) Rúnar Ingi Erlingsson 1 1 sinni Íslandsmeistari með Njarðvík (2006) Grétar Már Garðarsson 1 1 sinni Íslandsmeistari með Njarðvík (2002) Arnar Þór Smárason 1 1 sinni bikarmeistari með Njarðvík (2002) Ólafur Aron Ingvason 1 1 sinni bikarmeistari með Njarðvík (2005) Dominos-deild karla Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
B-lið Njarðvíkur komst áfram í sextán liða úrslit Maltbikarsins í gærkvöldi eftir fimm stiga sigur á 1. deildarliði Skallagríms í Ljónagryfjunni í Njarðvík, 100-95. Þetta Njarðvíkurlið er hinsvegar ekkert venjulegt b-lið enda ætti náttúrulega vera flokkað sem g-lið eða goðsagnalið. Þegar búið er að leggja saman alla Íslands- og bikarmeistaratitla tólf manna hópsins þá er talan komin upp í 42 meistaratitla. Það var því nóg af sigurvegurum í Njarðvíkurbúningnum í gær og því kannski ekkert skrýtið að þeir hafi fagnað sigri. Goðsagnir liðsins koma þó ekki aðeins úr Njarðvík heldur af öllum Suðurnesjunum. Margfaldir meistarar frá Keflavík og Grindavík eru líka í þessu magnaða liði. Gömlu karlarnir sýndu líka frábær tilþrif í þessum leik en liðið mætti þarna kanalaust á móti liði sem hafði 32 stiga mann í Zaccery Alen Carter. Keflvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson og Njarðvíkingurinn Páll Kristinsson fóru fyrir sínu liði en Keflvíkingurinn Gunnar Einarsson og Grindvíkingurinn Páll Axel Vilbergsson voru líka öflugir. Allt eru þetta menn sem voru landsliðmenn og í lykilhlutverkum í meistaraliðum. Magnús Þór skoraði 26 stig í leiknum en hann setti niður sex þriggja stiga skot og gaf að auki 5 stoðsendingar. Páll var með 24 stig og 10 fráköst auk þess að fiska tíu villur á Borgnesinga. Gunnar skoraði 12 stig og Páll Axel var með 8 stig og 19 fráköst. Þjálfari liðsins er síðan Halldór Rúnar Karlsson sem vann sjálfur sex stóra titla á ferlinum, fjóra Íslandsmeistaratitla (Keflavík 1999, Njarðvík 2001, 2002 og 2006) og svo tvo bikarmeistaratitla (Njarðvík 2002 og 2005). Það kemur titlafjöldanum upp í 48. Íslands- og bikarmeistaratitlar leikmanna í liði Njarðvíkur-b 2017-18: Gunnar Einarsson 9 6 sinnum Íslandsmeistari með Keflavík (1997, 1999, 2003, 2004, 2005, 2008) 3 sinnum bikarmeistari með Keflavík (1997, 2003, 2004) Páll Kristinsson 8 4 sinnum Íslandsmeistari með Njarðvík (1994, 1995, 1998, 2002) 3 sinnum bikarmeistari með Njarðvík (1999, 2002, 2005) 1 sinni bikarmeistari með Grindavík (2006) Magnús Þór Gunnarsson 7 4 sinnum Íslandsmeistari með Keflavík (2003, 2004, 2005, 2008) 3 sinnum bikarmeistari með Keflavík (2003, 2004, 2012) Arnar Freyr Jónsson 5 3 sinnum Íslandsmeistari með Keflavík (2003, 2004, 2005) 2 sinnum bikarmeistari með Keflavík (2004, 2012) Sævar Garðarsson 5 2 sinnum Íslandsmeistari með Njarðvík (2001, 2002) 2 sinnum bikarmeistari með Njarðvík (1999, 2002) 1 sinni bikarmeistari með Grindavík (2000) Páll Axel Vilbergsson 3 2 sinnum Íslandsmeistari með Grindavík (1996 og 2012) 1 sinni bikarmeistari með Grindavík (2006) Hjörtur Hrafn Einarsson 1 1 sinni Íslandsmeistari með Njarðvík (2006) Rúnar Ingi Erlingsson 1 1 sinni Íslandsmeistari með Njarðvík (2006) Grétar Már Garðarsson 1 1 sinni Íslandsmeistari með Njarðvík (2002) Arnar Þór Smárason 1 1 sinni bikarmeistari með Njarðvík (2002) Ólafur Aron Ingvason 1 1 sinni bikarmeistari með Njarðvík (2005)
Dominos-deild karla Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira