Jafnrétti Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 31. október 2017 07:00 Það hallar á hlut kvenna í fimm af þeim átta þingflokkum sem komu upp úr kjörkössunum um helgina. Staða kvenna á Alþingi hefur ekki verið jafn slæm í tíu ár og það verður þeim flokkum sem skipa nýtt Alþingi Íslendinga til ævarandi skammar að leiða jafna aðkomu kynjanna að löggjafarþinginu hjá sér. Þá sérstaklega í ljósi þess að á fyrra þingi voru kynjahlutföllin svo gott sem jöfn. Það er þó ekki aðeins í hlutskipti kvenna á nýju þingi sem jafnréttismálin eru fótum troðum. Misjafnt atkvæðavægi hefur á ný meiriháttar áhrif á niðurstöður kosninga. Nægir að líta á það hvernig atkvæði skiptast á milli Framsóknarflokks og Samfylkingar. Framsóknarflokkurinn hlaut 10,7 prósent atkvæða (21.016) og átta kjördæmakjörna þingmenn á meðan Samfylking fékk 12,1 prósent (23.652) og sjö þingmenn, þar á meðal einn jöfnunarþingmann. Pólitískt jafnrétti byggir á þeim grundvallarréttindum að fólk geti gengið til kosninga og allir geti með atkvæði sínu haft jafnan rétt til að hafa áhrif á hver kemst til valda. Öll Norðurlöndin, utan Noregs, hafa fyrir löngu jafnað atkvæðavægi. Kjósendur í dreifbýli hafa lengi vel haft meira vægi í þingkosningum en kjósendur í þéttbýli. Um aldamót voru þessu misvægi sett ákveðin mörk þar sem vægi kjördæmis megi aldrei fara yfir tvöfalt það sem er í öðru kjördæmi. Eftirlitsnefnd Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) fylgdist með alþingiskosningunum árið 2009 og 2013 og í bæði skiptin skilaði nefndin áliti þar sem ójafnt atkvæðavægi milli kjördæma var harðlega gagnrýnt. Bent var á að misvægi atkvæða milli fjölmennasta kjördæmisins (Suðvesturkjördæmis) annars vegar og fámennasta kjördæmisins (Norðvesturkjördæmis) hins vegar er 100 prósent. Viðmið Feneyjanefndarinnar um ásættanlegt viðmið er tíu til fimmtán prósent. Íslenska kjördæmakerfið leyfir tvöfaldan mun á vægi atkvæða. Augljóslega þarf að gera bragarbót í þessum efnum. Það væri mun einfaldara að gera landið allt að einu kjördæmi, í stað þess að gera breytingar á kjördæmaskipan. Þó þarf að stíga varlega til jarðar og tryggja öflug tengsl stjórnmálaflokka við kjósendur á landsbyggðinni til að tryggja að harðræði hins stóra meirihluta nái ekki fótfestu og upp blossi átök milli borgar og byggða. Þetta er mikið verk, en þó aðeins smámunir á meðan staðan er óbreytt og mismunun er fest í lög. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Hreinn Njálsson Skoðun Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Það hallar á hlut kvenna í fimm af þeim átta þingflokkum sem komu upp úr kjörkössunum um helgina. Staða kvenna á Alþingi hefur ekki verið jafn slæm í tíu ár og það verður þeim flokkum sem skipa nýtt Alþingi Íslendinga til ævarandi skammar að leiða jafna aðkomu kynjanna að löggjafarþinginu hjá sér. Þá sérstaklega í ljósi þess að á fyrra þingi voru kynjahlutföllin svo gott sem jöfn. Það er þó ekki aðeins í hlutskipti kvenna á nýju þingi sem jafnréttismálin eru fótum troðum. Misjafnt atkvæðavægi hefur á ný meiriháttar áhrif á niðurstöður kosninga. Nægir að líta á það hvernig atkvæði skiptast á milli Framsóknarflokks og Samfylkingar. Framsóknarflokkurinn hlaut 10,7 prósent atkvæða (21.016) og átta kjördæmakjörna þingmenn á meðan Samfylking fékk 12,1 prósent (23.652) og sjö þingmenn, þar á meðal einn jöfnunarþingmann. Pólitískt jafnrétti byggir á þeim grundvallarréttindum að fólk geti gengið til kosninga og allir geti með atkvæði sínu haft jafnan rétt til að hafa áhrif á hver kemst til valda. Öll Norðurlöndin, utan Noregs, hafa fyrir löngu jafnað atkvæðavægi. Kjósendur í dreifbýli hafa lengi vel haft meira vægi í þingkosningum en kjósendur í þéttbýli. Um aldamót voru þessu misvægi sett ákveðin mörk þar sem vægi kjördæmis megi aldrei fara yfir tvöfalt það sem er í öðru kjördæmi. Eftirlitsnefnd Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) fylgdist með alþingiskosningunum árið 2009 og 2013 og í bæði skiptin skilaði nefndin áliti þar sem ójafnt atkvæðavægi milli kjördæma var harðlega gagnrýnt. Bent var á að misvægi atkvæða milli fjölmennasta kjördæmisins (Suðvesturkjördæmis) annars vegar og fámennasta kjördæmisins (Norðvesturkjördæmis) hins vegar er 100 prósent. Viðmið Feneyjanefndarinnar um ásættanlegt viðmið er tíu til fimmtán prósent. Íslenska kjördæmakerfið leyfir tvöfaldan mun á vægi atkvæða. Augljóslega þarf að gera bragarbót í þessum efnum. Það væri mun einfaldara að gera landið allt að einu kjördæmi, í stað þess að gera breytingar á kjördæmaskipan. Þó þarf að stíga varlega til jarðar og tryggja öflug tengsl stjórnmálaflokka við kjósendur á landsbyggðinni til að tryggja að harðræði hins stóra meirihluta nái ekki fótfestu og upp blossi átök milli borgar og byggða. Þetta er mikið verk, en þó aðeins smámunir á meðan staðan er óbreytt og mismunun er fest í lög.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun