Erlent

Trump eys úr skálum reiði sinnar er hringurinn þrengist

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Donald Trump skilur hvorki upp né niður í forgangsröðuninni vestanhafs.
Donald Trump skilur hvorki upp né niður í forgangsröðuninni vestanhafs. Vísir/Getty
Donald Trump Bandaríkjaforseti fór hamförum á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi vegna þess sem hann telur augljósa sekt Hillary Clinton og félaga hennar í Demókrataflokknum.

Tíststormurinn hans er rakinn til fregna vestanhafs af nýjum vendingum í rannsókninni á tengslum starfsliðs hans og Rússa. Talið er að dregið geti til tíðinda í vikunni, jafnvel að einhver kunni að vera handtekinn og það jafnvel í dag. Að sama skapi bárust fregnir af því í því að vinsældir hans hefðu aldrei verið minni. Samkvæmt nýrri könnun NBC og Wall Street Journal hafa aðeins 38% Bandaríkjamanna velþóknun á störfum forsetans.

Trump er samur við sig og segir rannsóknina vera nornaveiðar og að allar ásakanir um samstarf við Rússa séu uppspuni frá rótum. Í tístum sínum hvetur hann samstarfsmenn sína í Repúblikanaflokknum til að „gera eitthvað!“ enda óttast hann að hringurinn um sig sé farinn að þrengjast.

Greint var frá því fyrir helgi að rannsóknarnefndin hafi lagt fram fyrstu kærurnar. Ekki er þó vitað á hendur hverjum eða í hverju brotin eru talin felast. Tíst Trumps eru eftirfarandi:

Gagnrýnendur hans voru fljótir að benda á að enginn væri betri í að afvegaleiða umræðuna en hann sjálfur. Það liggi fyrir, til að mynda eftir rannsókn leyniþjónustu Bandaríkjanna, að rússnesk stjórnvöld hafi sóst eftir því að aðstoða Trump við að hljóta kosningu.

Sjá einnig: Fyrstu ákærurnar í Rússarannsókninni

Rannsóknarnefndin rannsakar nú öll tengsl milli Rússlands og Trump og vitað er til þess að margir háttsettir sem og fyrrverandi starfsmenn Hvíta hússins hafa verið teknir tali.


Tengdar fréttir

Repúblikanar snúa vörn í sókn

Þrjár rannsóknarnefndir vera settar á koppinn til að rannsaka það sem Repúblikana telja afglöp í stjórnartíð Baracks Obama.

Gögn sem framboð Trump fékk fóru í gegnum Kreml

Einhvers konar samráð virðist hafa átt sér stað á milli rússnesks lögmanns sem fundaði með framboði Trump og ríkissaksóknara Rússlands fyrir fundinn umtalaða í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×