Tíststormurinn hans er rakinn til fregna vestanhafs af nýjum vendingum í rannsókninni á tengslum starfsliðs hans og Rússa. Talið er að dregið geti til tíðinda í vikunni, jafnvel að einhver kunni að vera handtekinn og það jafnvel í dag. Að sama skapi bárust fregnir af því í því að vinsældir hans hefðu aldrei verið minni. Samkvæmt nýrri könnun NBC og Wall Street Journal hafa aðeins 38% Bandaríkjamanna velþóknun á störfum forsetans.
Trump er samur við sig og segir rannsóknina vera nornaveiðar og að allar ásakanir um samstarf við Rússa séu uppspuni frá rótum. Í tístum sínum hvetur hann samstarfsmenn sína í Repúblikanaflokknum til að „gera eitthvað!“ enda óttast hann að hringurinn um sig sé farinn að þrengjast.
Greint var frá því fyrir helgi að rannsóknarnefndin hafi lagt fram fyrstu kærurnar. Ekki er þó vitað á hendur hverjum eða í hverju brotin eru talin felast. Tíst Trumps eru eftirfarandi:
Never seen such Republican ANGER & UNITY as I have concerning the lack of investigation on Clinton made Fake Dossier (now $12,000,000?),....
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 29, 2017
...the Uranium to Russia deal, the 33,000 plus deleted Emails, the Comey fix and so much more. Instead they look at phony Trump/Russia,....
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 29, 2017
..."collusion," which doesn't exist. The Dems are using this terrible (and bad for our country) Witch Hunt for evil politics, but the R's...
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 29, 2017
...are now fighting back like never before. There is so much GUILT by Democrats/Clinton, and now the facts are pouring out. DO SOMETHING!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 29, 2017
All of this "Russia" talk right when the Republicans are making their big push for historic Tax Cuts & Reform. Is this coincidental? NOT!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 29, 2017
Sjá einnig: Fyrstu ákærurnar í Rússarannsókninni
Rannsóknarnefndin rannsakar nú öll tengsl milli Rússlands og Trump og vitað er til þess að margir háttsettir sem og fyrrverandi starfsmenn Hvíta hússins hafa verið teknir tali.