Katrín: Þetta er skemmtileg tilbreyting í nóvember Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2017 07:00 Stjörnukonan Lorina White á æfingu með Stjörnunni í gærkvöldi en það er ekki á hverju ári sem það er Evrópuleikur í nóvember á Islandi. Vísir/Vilhelm Stjarnan tekur á móti Tékklandsmeisturum Slavia Prag í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Stjörnukonur unnu sinn riðil í forkeppni Meistaradeildarinnar örugglega og drógust svo eins og venjulega á móti rússnesku liði, Rossiyanka, í 32-liða úrslitum. Fyrri leiknum í Garðabænum lyktaði með 1-1 jafntefli en Stjarnan gerði sér lítið fyrir og vann útileikinn 0-4 og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum í fyrsta sinn. Og þar drógust Garðbæingar á móti Slavia Prag sem hefur orðið tékkneskur meistari undanfarin fjögur ár. „Við erum spenntar fyrir verkefninu og teljum að við eigum alveg möguleika á að fara í 8-liða úrslit. En við þurfum að gera allt rétt, spila okkar leik og vonast eftir góðum úrslitum,“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið. Þótt Slavia Prag sé sterkt lið hefði Stjarnan getað fengi mun erfiðari mótherja, eins og Frakklands- og Evrópumeistara Lyon eða Söru Björk Gunnarsdóttur og stöllur hennar í Wolfsburg. „Þetta hefði getað verið verra. Það voru þrjú lið sem við töldum okkur eiga einhverja möguleika gegn og þetta lið var eitt þeirra. Við vorum alveg ánægðar með það og það er gaman að fara inn í 16-liða úrslit og eiga möguleika,“ sagði Katrín sem segir Slavia Prag vera með öflugt lið, enda með marga landsliðsmenn innan sinna raða. „Þær eru flestar í tékkneska landsliðinu og margar í byrjunarliðinu. Þær eru líkamlega sterkar og pressa hátt uppi á vellinum. Við höfum séð Slavia Prag spila þannig og þær opna vörnina og svæðið milli varnar og miðju. Við þurfum að nýta okkur það og keyra á þær þegar við fáum tækifæri til,“ sagði Katrín sem var í íslenska landsliðinu sem mætti því tékkneska í undankeppni HM í síðasta mánuði. Leikar fóru 1-1.Vísir/VilhelmKatrín segir að það hjálpi Stjörnunni að Ísland og Tékkland hafi mæst fyrir rúmum tveimur vikum. „Það hjálpar. Það eru margar í Slavia Prag sem spila fyrir landsliðið. Varnarleikurinn er þeirra veikleiki og við höfum farið yfir hvernig við getum sótt á þær. Við höfum leikgreint þær vel og erum tilbúnar,“ sagði Katrín. Pepsi-deild kvenna kláraðist í lok september og því er leikformið ekki mikið hjá leikmönnum Stjörnunnar, nema hjá þeim sem voru í landsliðinu. Katrín segir þó að það hafi gengið ágætlega hjá Stjörnukonum að halda sér við og undirbúningurinn fyrir leikina gegn Slavia Prag hafi verið góður. „Það hefur gengið vel. Stelpurnar fengu tvisvar sinnum gott helgarfrí og æfðu vel þar á milli. Síðustu tvær vikur höfum við æft á fullu og tekið æfingaleiki við stráka. Það er hátt tempó á æfingu og allir einbeittir. Ég er mjög ánægð með hvernig æfingarnar hafa gengið,“ sagði Katrín.Vísir/VilhelmSlavia Prag vinnur alla leiki heima fyrir með miklum yfirburðum en liðið er á toppi tékknesku deildarinnar með 28 stig eftir 10 leiki og markatöluna 77-9. „Það er mjög erfitt að bera deildina hjá þeim og deildina hér heima saman. Við höfum aðallega skoðað leikina þeirra við Minsk í 32-liða úrslitunum. Við styðjumst mest við þá,“ sagði Katrín. Hún segir að Evrópuleikirnir gefi tímabilinu, þar sem enginn titill kom í hús í Garðabænum, smá lit. „Við vissum snemma í september að Íslandsmeistaratitillinn væri genginn okkur úr greipum og bikarinn líka en þetta kórónar sumarið að vera komnar svona langt. Og við vitum að við getum farið enn lengra. Þetta heldur okkur gangandi. Þetta er skemmtileg tilbreyting í nóvember,“ sagði Katrín að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Sjá meira
Stjarnan tekur á móti Tékklandsmeisturum Slavia Prag í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Stjörnukonur unnu sinn riðil í forkeppni Meistaradeildarinnar örugglega og drógust svo eins og venjulega á móti rússnesku liði, Rossiyanka, í 32-liða úrslitum. Fyrri leiknum í Garðabænum lyktaði með 1-1 jafntefli en Stjarnan gerði sér lítið fyrir og vann útileikinn 0-4 og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum í fyrsta sinn. Og þar drógust Garðbæingar á móti Slavia Prag sem hefur orðið tékkneskur meistari undanfarin fjögur ár. „Við erum spenntar fyrir verkefninu og teljum að við eigum alveg möguleika á að fara í 8-liða úrslit. En við þurfum að gera allt rétt, spila okkar leik og vonast eftir góðum úrslitum,“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið. Þótt Slavia Prag sé sterkt lið hefði Stjarnan getað fengi mun erfiðari mótherja, eins og Frakklands- og Evrópumeistara Lyon eða Söru Björk Gunnarsdóttur og stöllur hennar í Wolfsburg. „Þetta hefði getað verið verra. Það voru þrjú lið sem við töldum okkur eiga einhverja möguleika gegn og þetta lið var eitt þeirra. Við vorum alveg ánægðar með það og það er gaman að fara inn í 16-liða úrslit og eiga möguleika,“ sagði Katrín sem segir Slavia Prag vera með öflugt lið, enda með marga landsliðsmenn innan sinna raða. „Þær eru flestar í tékkneska landsliðinu og margar í byrjunarliðinu. Þær eru líkamlega sterkar og pressa hátt uppi á vellinum. Við höfum séð Slavia Prag spila þannig og þær opna vörnina og svæðið milli varnar og miðju. Við þurfum að nýta okkur það og keyra á þær þegar við fáum tækifæri til,“ sagði Katrín sem var í íslenska landsliðinu sem mætti því tékkneska í undankeppni HM í síðasta mánuði. Leikar fóru 1-1.Vísir/VilhelmKatrín segir að það hjálpi Stjörnunni að Ísland og Tékkland hafi mæst fyrir rúmum tveimur vikum. „Það hjálpar. Það eru margar í Slavia Prag sem spila fyrir landsliðið. Varnarleikurinn er þeirra veikleiki og við höfum farið yfir hvernig við getum sótt á þær. Við höfum leikgreint þær vel og erum tilbúnar,“ sagði Katrín. Pepsi-deild kvenna kláraðist í lok september og því er leikformið ekki mikið hjá leikmönnum Stjörnunnar, nema hjá þeim sem voru í landsliðinu. Katrín segir þó að það hafi gengið ágætlega hjá Stjörnukonum að halda sér við og undirbúningurinn fyrir leikina gegn Slavia Prag hafi verið góður. „Það hefur gengið vel. Stelpurnar fengu tvisvar sinnum gott helgarfrí og æfðu vel þar á milli. Síðustu tvær vikur höfum við æft á fullu og tekið æfingaleiki við stráka. Það er hátt tempó á æfingu og allir einbeittir. Ég er mjög ánægð með hvernig æfingarnar hafa gengið,“ sagði Katrín.Vísir/VilhelmSlavia Prag vinnur alla leiki heima fyrir með miklum yfirburðum en liðið er á toppi tékknesku deildarinnar með 28 stig eftir 10 leiki og markatöluna 77-9. „Það er mjög erfitt að bera deildina hjá þeim og deildina hér heima saman. Við höfum aðallega skoðað leikina þeirra við Minsk í 32-liða úrslitunum. Við styðjumst mest við þá,“ sagði Katrín. Hún segir að Evrópuleikirnir gefi tímabilinu, þar sem enginn titill kom í hús í Garðabænum, smá lit. „Við vissum snemma í september að Íslandsmeistaratitillinn væri genginn okkur úr greipum og bikarinn líka en þetta kórónar sumarið að vera komnar svona langt. Og við vitum að við getum farið enn lengra. Þetta heldur okkur gangandi. Þetta er skemmtileg tilbreyting í nóvember,“ sagði Katrín að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Sjá meira