Konur, karlar og lífeyrissjóðir Hanna Katrín Friðriksson skrifar 7. nóvember 2017 06:00 Um síðustu áramót áttu lífeyrissjóðirnir hreina eign sem nam 3.509 milljörðum kr. samkvæmt hagtölum Seðlabanka Íslands. Lífeyrissjóðirnir eru umsvifamestu aðilar á íslenskum fjármálamarkaði nú um stundir og áhrif þeirra í íslensku viðskiptalífi því veruleg. Í lögum um lífeyrissjóði er hnykkt á samfélagslegri ábyrgð þeirra þar sem sagt er að þeir skuli hafa hagsmuni allra sjóðsfélaga að leiðarljósi og setja sér siðferðisleg viðmið í fjárfestingum. Hér þarf að ganga lengra. Það er alkunna að þó margt hafi áunnist í jafnréttismálum hér á landi er það enn viðvarandi vandamál hversu fáar konur gegna stjórnunarstöðum í fjármálageiranum. Í febrúar 2017 voru kynjahlutföll viðskiptabanka, sparisjóða, lífeyrissjóða, skráðra félaga, félaga á leið á markað, óskráðra tryggingafélaga, lánafyrirtækja, verðbréfafyrirtækja og -miðlana, framtakssjóða, orkufyrirtækja, greiðslustofnana, Kauphallar og lánasjóða á þá leið að 80 karlar gegndu þar stöðu æðsta stjórnanda en einungis átta konur. Staðan er verst þegar kemur að verðbréfafyrirtækjum og rekstrarfélögum verðbréfasjóða sem starfa sem milliliðir fyrir fjárfesta gegn þóknun. Þessir fjárfestar eru aðallega lífeyrissjóðir. Viðreisn mun við fyrsta tækifæri leggja fram frumvarp til laga þar sem hnykkt er enn frekar á samfélagslegri ábyrgð lífeyrissjóða að því er varðar jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna í samfélaginu. Eins og staðan er nú er lífeyrissjóðum í flestum tilvikum stýrt af körlum og karlar eru í verulegum meirihluta ef litið er til starfsmanna sem koma að fjárfestingum og eignastýringu. Frumvarpið kveður m.a. á um að í ársskýrslu sjóðanna skuli gerð grein fyrir framkvæmd jafnréttisstefnu sjóðanna. Þannig beri lífeyrissjóðum t.d. að skýra sérstaklega forsendur þess að fjárfest er í fyrirtækjum þar sem kynjahalli er verulegur meðal æðstu stjórnenda. Auðvitað ættu þessar áherslur að vera sjálfsagðar og eðlilegar í ljósi hlutverks lífeyrissjóða enda sýna fjölmargar rannsóknir að fyrirtækjum þar sem jafnvægi er í kynjahlutföllum í stjórn og framkvæmdastjórn vegnar almennt betur. Þess vegna er núverandi slagsíða vandamál. Því til viðbótar leiðir hún af sér annað tengt vandamál sem er að aðgengi karla og kvenna að fjármagni er alls ekki það sama. Vonandi munu stjórnmálamenn hvar í flokki sem þeir standa, geta sameinast um þessar áherslur til hagsbóta fyrir samfélagið allt.Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Um síðustu áramót áttu lífeyrissjóðirnir hreina eign sem nam 3.509 milljörðum kr. samkvæmt hagtölum Seðlabanka Íslands. Lífeyrissjóðirnir eru umsvifamestu aðilar á íslenskum fjármálamarkaði nú um stundir og áhrif þeirra í íslensku viðskiptalífi því veruleg. Í lögum um lífeyrissjóði er hnykkt á samfélagslegri ábyrgð þeirra þar sem sagt er að þeir skuli hafa hagsmuni allra sjóðsfélaga að leiðarljósi og setja sér siðferðisleg viðmið í fjárfestingum. Hér þarf að ganga lengra. Það er alkunna að þó margt hafi áunnist í jafnréttismálum hér á landi er það enn viðvarandi vandamál hversu fáar konur gegna stjórnunarstöðum í fjármálageiranum. Í febrúar 2017 voru kynjahlutföll viðskiptabanka, sparisjóða, lífeyrissjóða, skráðra félaga, félaga á leið á markað, óskráðra tryggingafélaga, lánafyrirtækja, verðbréfafyrirtækja og -miðlana, framtakssjóða, orkufyrirtækja, greiðslustofnana, Kauphallar og lánasjóða á þá leið að 80 karlar gegndu þar stöðu æðsta stjórnanda en einungis átta konur. Staðan er verst þegar kemur að verðbréfafyrirtækjum og rekstrarfélögum verðbréfasjóða sem starfa sem milliliðir fyrir fjárfesta gegn þóknun. Þessir fjárfestar eru aðallega lífeyrissjóðir. Viðreisn mun við fyrsta tækifæri leggja fram frumvarp til laga þar sem hnykkt er enn frekar á samfélagslegri ábyrgð lífeyrissjóða að því er varðar jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna í samfélaginu. Eins og staðan er nú er lífeyrissjóðum í flestum tilvikum stýrt af körlum og karlar eru í verulegum meirihluta ef litið er til starfsmanna sem koma að fjárfestingum og eignastýringu. Frumvarpið kveður m.a. á um að í ársskýrslu sjóðanna skuli gerð grein fyrir framkvæmd jafnréttisstefnu sjóðanna. Þannig beri lífeyrissjóðum t.d. að skýra sérstaklega forsendur þess að fjárfest er í fyrirtækjum þar sem kynjahalli er verulegur meðal æðstu stjórnenda. Auðvitað ættu þessar áherslur að vera sjálfsagðar og eðlilegar í ljósi hlutverks lífeyrissjóða enda sýna fjölmargar rannsóknir að fyrirtækjum þar sem jafnvægi er í kynjahlutföllum í stjórn og framkvæmdastjórn vegnar almennt betur. Þess vegna er núverandi slagsíða vandamál. Því til viðbótar leiðir hún af sér annað tengt vandamál sem er að aðgengi karla og kvenna að fjármagni er alls ekki það sama. Vonandi munu stjórnmálamenn hvar í flokki sem þeir standa, geta sameinast um þessar áherslur til hagsbóta fyrir samfélagið allt.Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun