Um framhaldsskólann í yfirstandandi stjórnarmyndurnarviðræðum Guðríður Arnardóttir skrifar 4. nóvember 2017 11:24 Í þessum pistli mínum vil ég leggja inn í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður brýningu til þeirra sem skrifa nú stjórnarsáttmála. Í lögum um framhaldsskóla frá árinu 2008 er gert ráð fyrir sveigjanlegum námstíma til stúdentsprófs. Haustið 2015 kom þó tilskipun frá þáverandi menntamálaráðherra til allra framhaldsskóla landsins um að stytta skyldi námstíma til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú. Þetta var tilskipun sem aldrei hlaut umræður og afgreiðslu Alþingis. Um svipað leyti var þeim tilmælum beint til stjórnenda í framhaldsskólum að eldri nemendur en 25 ára gætu ekki gengið að námsvist vísri í bóknám og skyldu yngri nemendur hafa forgang. Í ríkisfjármálaáætlun fráfarandi ríkisstjórnar var gert ráð fyrir að skerða framlög til framhaldsskólanna til næstu ára. Þvert á fyrri loforð um að þeir fjármunir sem mögulega sparast við styttingu námstímans skyldu ekki teknir úr rekstri framhaldsskólanna. Það er mikilvægt að verðandi stjórnarmeirihluti átti sig á því að innviðir framhaldsskólanna hafa verið að grotna niður í langan tíma. Þótt vissulega fylgi hverjum nemenda meira fjármagn ef þeim fækkar í framhaldsskólunum (miðað við óbreytt framlög) verður að hafa hugfast að það dugar engan vegin til þess að rétta kúrsinn og færa rekstur framhaldsskólanna í skikkanlegt horf. Verulegur skortur er á fjármagni til tækjakaupa og stoðþjónustu við nemendur verður að styrkja eigi að verða raunhæft að draga úr brottfalli nemenda. Sálfræðiþjónusta og félagsráðgjöf kostar fjármuni. Stytting námstíma hefur lagt meira álag á nemendur í framhaldsskólunum. Fyrstu vísbendingar benda til þess að mögulega hafi styttingin verið vanhugsuð með ófyrirséðum afleiðingum, þessi aðgerð gæti mögulega verið að leiða til aukins brottfalls. Kennarasamtökin þekkja og vita hvar skóinn kreppir í rekstri framhaldsskólanna. Við þekkjum betur en aðrið innviði framhaldsskólanna og erum ávallt tilbúin til samstarfs við stjórnvöld um mótun menntastefnu og bætt skólastarf. Framhaldsskólinn verður að fá þann nauðsynlega sveigjanleika sem þarf svo hver og einn nemandi geti stundað þar nám á sínum forsendum. Eldri nemendur verða að fá aðgang að námi á framhaldsskólastigi og ekki er boðlegt að vísa þeim í dýrari úrræði á vegum einkaaðila. Og það þarf að leggja meira fé í rekstur framhaldsskólanna. Ég býð fram þekkingu okkar innan Kennarasamband Íslands og bið þess eins að við verðum kölluð að borðinu og á okkur verði hlustað þegar ný ríkisstjórn mótar stefnu sína í menntamálum. Annars óska ég ykkur, sem nú takið við keflinu alls hins besta og treysti því að þið minnist þess að grundvöllur sterks samfélags er traust og öflugt menntakerfi.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í þessum pistli mínum vil ég leggja inn í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður brýningu til þeirra sem skrifa nú stjórnarsáttmála. Í lögum um framhaldsskóla frá árinu 2008 er gert ráð fyrir sveigjanlegum námstíma til stúdentsprófs. Haustið 2015 kom þó tilskipun frá þáverandi menntamálaráðherra til allra framhaldsskóla landsins um að stytta skyldi námstíma til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú. Þetta var tilskipun sem aldrei hlaut umræður og afgreiðslu Alþingis. Um svipað leyti var þeim tilmælum beint til stjórnenda í framhaldsskólum að eldri nemendur en 25 ára gætu ekki gengið að námsvist vísri í bóknám og skyldu yngri nemendur hafa forgang. Í ríkisfjármálaáætlun fráfarandi ríkisstjórnar var gert ráð fyrir að skerða framlög til framhaldsskólanna til næstu ára. Þvert á fyrri loforð um að þeir fjármunir sem mögulega sparast við styttingu námstímans skyldu ekki teknir úr rekstri framhaldsskólanna. Það er mikilvægt að verðandi stjórnarmeirihluti átti sig á því að innviðir framhaldsskólanna hafa verið að grotna niður í langan tíma. Þótt vissulega fylgi hverjum nemenda meira fjármagn ef þeim fækkar í framhaldsskólunum (miðað við óbreytt framlög) verður að hafa hugfast að það dugar engan vegin til þess að rétta kúrsinn og færa rekstur framhaldsskólanna í skikkanlegt horf. Verulegur skortur er á fjármagni til tækjakaupa og stoðþjónustu við nemendur verður að styrkja eigi að verða raunhæft að draga úr brottfalli nemenda. Sálfræðiþjónusta og félagsráðgjöf kostar fjármuni. Stytting námstíma hefur lagt meira álag á nemendur í framhaldsskólunum. Fyrstu vísbendingar benda til þess að mögulega hafi styttingin verið vanhugsuð með ófyrirséðum afleiðingum, þessi aðgerð gæti mögulega verið að leiða til aukins brottfalls. Kennarasamtökin þekkja og vita hvar skóinn kreppir í rekstri framhaldsskólanna. Við þekkjum betur en aðrið innviði framhaldsskólanna og erum ávallt tilbúin til samstarfs við stjórnvöld um mótun menntastefnu og bætt skólastarf. Framhaldsskólinn verður að fá þann nauðsynlega sveigjanleika sem þarf svo hver og einn nemandi geti stundað þar nám á sínum forsendum. Eldri nemendur verða að fá aðgang að námi á framhaldsskólastigi og ekki er boðlegt að vísa þeim í dýrari úrræði á vegum einkaaðila. Og það þarf að leggja meira fé í rekstur framhaldsskólanna. Ég býð fram þekkingu okkar innan Kennarasamband Íslands og bið þess eins að við verðum kölluð að borðinu og á okkur verði hlustað þegar ný ríkisstjórn mótar stefnu sína í menntamálum. Annars óska ég ykkur, sem nú takið við keflinu alls hins besta og treysti því að þið minnist þess að grundvöllur sterks samfélags er traust og öflugt menntakerfi.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun