Sýknaður af ákæru um nauðgun en sekur um kynferðislega áreitni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. nóvember 2017 21:00 Héraðsdómur Suðurlands er á Selfossi. Vísir/Pjetur Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað karlmann af ákæru um nauðgun. Honum var gefið að sök að hafa strokið læri konu og stungið fingri í leggöngin gegn hennar vilja meðan hún svaf. Maðurinn hlaut þriggja mánaða dóm fyrir kynferðislega áreitni. Lögð var fram kæra á hendur manninum í mars árið 2015. Hjá lögreglu sagði konan að nokkrum dögum fyrr hefði hún farið í heimsókn til vinafólks og farið út að borða með þeim. Þar hitti hún manninn og heilsaði honum. Fór hún snemma heim en konan gisti heima hja vinafólkinu í séríbúð á neðri hæð hússins. Sagðist hún hafa vaknað um miðja nótt við það að maðurinn hafi legið við hlið hennar. Lá hann þétt upp við hana að aftan og sagði hún hann hafa verið með hægri hönd yfir hana og fingurinn upp í leggöngum hennar. Sló hún hann með olnboganum og við það fór maðurinn úr herberginu. Þegar maðurinn gaf skýrslu hjá lögreglu lýsti hann því að fyrst hafði hann hitt konuna um ári áður í gleðskap. Þá hafi hún gefið honum „„soldið mikið undir fótinn“ og talað um að hún gæti nú kennt honum og sýnt honum ýmislegt““. Þegar þau hittust umrætt kvöld taldi maðurinn sig hafa fengið „skilaboð“ frá konunni. Segist hann hafa snúið aftur úr gleðskap í heimahúsið þar sem konan gisti. Þar fór hann að tala við konuna og „verið eitthvað að strjúka henni og hún hafi beðið hann að hætta þessu,“ líkt að því er kom fram við skýrslutöku. Taldi maðurinn sig hafa misskilið skilaboð sem hann taldi sig vera að fá frá konunni en hann hafi talið að „hún væri til í eitthvað meira“. Spurður nánar út í þetta af lögreglu kvaðst hann hafa verið að „strjúka brotaþola eitthvað í myrkrinu.“ Sagðist hann síðar hafa farið heim og kannaðist ekki við að hafa fengið olnbogaskot frá konunni. Við aðalmeðferð málsins sagðist maðurinn hafa verið að reyna að gera vart við sig með því að strjúka konunni á lærið utanvert. Sagðist hann ekki ekki hafa snert kynfæri konunnar og ekki sett fingur inn í þau. Aðspurður um misræmi í lögregluskýrslu og framburði fyrir dómi sagði maðurinn að hann hefði verið í „sjokki“ hjá lögreglu og myndi atburðina betur nú.Hafið yfir skynsamlegan vafa Í dómi héraðsdóms segir að óumdeilt sé að konan hafi legið í rúminum og að maðurinn hafi komið inn í herbergið og að þar hafi þau átt einhver samskipti. Nánar um hver þau samskipti hafi verið væru ekki til frásagnar aðrir en þau tvö. Þá segir einnig að skýringar mannsins um að maðurinn hafi ekki strokið læri konunnar í kynferðislegum tilgangi geti ekki talist trúverðugar. Væri það hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hefði gerst sekur um kynferðislega áreitni gagnvart konunni. Þar kemur einnig fram að of mikill vafi sé uppi í málinu um hvort að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi að stinga fingri í leggöng brotaþola gegn vilja hennar með því að notfæra sér sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum þar sem hún var sofandi. Ekki liggi fyrir nein læknisfræðileg gögn sem geti rennt stoðum undir framburð konunnar. Var maðurinn sýknaður af ákæru um naugðun. Var hann hins vegar dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir kynferðislega áreitni en refsing fellur niður haldi maðurinn skilorði í tvö ár. Þá þarf maðurinn að greiða konunni 200 þúsund krónur í bætur.Dóm héraðsdóms má nálgast hér. Dómsmál Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað karlmann af ákæru um nauðgun. Honum var gefið að sök að hafa strokið læri konu og stungið fingri í leggöngin gegn hennar vilja meðan hún svaf. Maðurinn hlaut þriggja mánaða dóm fyrir kynferðislega áreitni. Lögð var fram kæra á hendur manninum í mars árið 2015. Hjá lögreglu sagði konan að nokkrum dögum fyrr hefði hún farið í heimsókn til vinafólks og farið út að borða með þeim. Þar hitti hún manninn og heilsaði honum. Fór hún snemma heim en konan gisti heima hja vinafólkinu í séríbúð á neðri hæð hússins. Sagðist hún hafa vaknað um miðja nótt við það að maðurinn hafi legið við hlið hennar. Lá hann þétt upp við hana að aftan og sagði hún hann hafa verið með hægri hönd yfir hana og fingurinn upp í leggöngum hennar. Sló hún hann með olnboganum og við það fór maðurinn úr herberginu. Þegar maðurinn gaf skýrslu hjá lögreglu lýsti hann því að fyrst hafði hann hitt konuna um ári áður í gleðskap. Þá hafi hún gefið honum „„soldið mikið undir fótinn“ og talað um að hún gæti nú kennt honum og sýnt honum ýmislegt““. Þegar þau hittust umrætt kvöld taldi maðurinn sig hafa fengið „skilaboð“ frá konunni. Segist hann hafa snúið aftur úr gleðskap í heimahúsið þar sem konan gisti. Þar fór hann að tala við konuna og „verið eitthvað að strjúka henni og hún hafi beðið hann að hætta þessu,“ líkt að því er kom fram við skýrslutöku. Taldi maðurinn sig hafa misskilið skilaboð sem hann taldi sig vera að fá frá konunni en hann hafi talið að „hún væri til í eitthvað meira“. Spurður nánar út í þetta af lögreglu kvaðst hann hafa verið að „strjúka brotaþola eitthvað í myrkrinu.“ Sagðist hann síðar hafa farið heim og kannaðist ekki við að hafa fengið olnbogaskot frá konunni. Við aðalmeðferð málsins sagðist maðurinn hafa verið að reyna að gera vart við sig með því að strjúka konunni á lærið utanvert. Sagðist hann ekki ekki hafa snert kynfæri konunnar og ekki sett fingur inn í þau. Aðspurður um misræmi í lögregluskýrslu og framburði fyrir dómi sagði maðurinn að hann hefði verið í „sjokki“ hjá lögreglu og myndi atburðina betur nú.Hafið yfir skynsamlegan vafa Í dómi héraðsdóms segir að óumdeilt sé að konan hafi legið í rúminum og að maðurinn hafi komið inn í herbergið og að þar hafi þau átt einhver samskipti. Nánar um hver þau samskipti hafi verið væru ekki til frásagnar aðrir en þau tvö. Þá segir einnig að skýringar mannsins um að maðurinn hafi ekki strokið læri konunnar í kynferðislegum tilgangi geti ekki talist trúverðugar. Væri það hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hefði gerst sekur um kynferðislega áreitni gagnvart konunni. Þar kemur einnig fram að of mikill vafi sé uppi í málinu um hvort að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi að stinga fingri í leggöng brotaþola gegn vilja hennar með því að notfæra sér sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum þar sem hún var sofandi. Ekki liggi fyrir nein læknisfræðileg gögn sem geti rennt stoðum undir framburð konunnar. Var maðurinn sýknaður af ákæru um naugðun. Var hann hins vegar dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir kynferðislega áreitni en refsing fellur niður haldi maðurinn skilorði í tvö ár. Þá þarf maðurinn að greiða konunni 200 þúsund krónur í bætur.Dóm héraðsdóms má nálgast hér.
Dómsmál Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira