Bandamaður Trump úr kosningabaráttunni dregur sig í hlé Kjartan Kjartansson skrifar 2. nóvember 2017 15:41 Trump hafði tilnefnt Clovis (t.h.) sem aðalvísindamann landbúnaðarráðuneytisins. Ekkert verður af því. Vísir/AFP Einn stjórnenda forsetaframboðs Donalds Trump sem vissi af tilraunum ráðgjafa framboðsins til að mynda sambönd við rússnesk stjórnvöld er hættur við að sækjast eftir skipun í starf í landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna. Þingnefnd átti eftir að staðfesta tilnefningu hans. Sam Clovis vann fyrir framboð Trump í fyrra en ákærurnar sem gefnar voru út á mánudag á hendur þremur stjórnendum og liðsmönnum framboðsins í vikunni leiddu í ljós að hann hefði haft vitneskju um tilraunir George Papadopoulos, utanríkisráðgjafa framboðsins, um að koma á fundi með fulltrúum rússneskra stjórnvalda. Trump hafði tilnefnt Clovis sem aðalvísindamann landbúnaðaráðuneytisins en landbúnaðarnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings átti eftir að fjalla um tilnefninguna í næstu viku. „Pólitíska andrúmsloftið í Washington hefur gert mér ómögulegt að fá sanngjarna og yfirvegaða meðferð fyrir þetta embætti,“ skrifaði Clovis í bréfi til Trump forseta þar sem hann kynnti honum ákvörðun sína í gær, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Þá segist Clovis ekki vilja draga athyglina frá störfum Trump eða hafa neikvæð áhrif.Hvatti ráðgjafann til að fara til Rússlands ef það væri fýsilegt Í ákærunum sem voru gerðar opinberar á mánudag kemur fram að Clovis hvatti Papadopoulos til að skipuleggja óformlegan fund með fulltrúum rússneskra stjórnvalda í ágúst 2016. Bað hann Papadopoulos og annan ráðgjafa framboðsins í utanríkismálum um að fara til Rússlands „ef það væri fýsilegt“. Svo virðist þó að slíkur fundur hafi ekki farið fram. Lögmaður Clovis sagði Washington Post á mánudag að hann hefði alltaf verið algerlega andsnúinn því að Trump eða liðsmenn framboðsins ferðuðust til Rússlands. Lýsti hún svörum Clovis til Papadopoulos sem virtust benda til annars sem „kurteisi“. Papadopoulos játaði að hafa logið að alríkislögreglunni FBI um samskipti sín við Rússa. Gerði hann samkomulag við yfirvöld um að játa á sig brotið gegn því að vinna með rannsakendum.Ekki með menntun sem fyrri aðalvísindamenn hafa haftTilnefning Clovis í starfið hafði verið umdeild fyrir. Aðavísindamenn landbúnaðarráðuneytisins hafa yfirleitt verið vísindamenn með gráður í vísindum eða læknisfræði. Clovis er hins vegar stjórnmálafræðiprófessor og útvarpsþáttastjórnandi frá Iowa. Viðurkenndi hann sjálfur að hann hefði enga menntun í viðeigandi greinum fyrir starfið þó að hann teldi að reynsla sín í háskólasamfélaginu og í framboði í gegnum árin gæfi honum sérþekkingu í landbúnaði. Þá hefur Clovis haldið því fram að ekki hafi verið sýnt fram á að losun manna á gróðurhúsalofttegundum valdi loftslagsbreytingum á jörðinni, þvert á samhljóða álit vísindamanna af fjölda mismunandi fræðisviða. Clovis hefur fram að þessu starfað sem aðalráðgjafi Hvíta hússins við landbúnaðarráðuneytið. Donald Trump Tengdar fréttir Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Einn stjórnenda forsetaframboðs Donalds Trump sem vissi af tilraunum ráðgjafa framboðsins til að mynda sambönd við rússnesk stjórnvöld er hættur við að sækjast eftir skipun í starf í landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna. Þingnefnd átti eftir að staðfesta tilnefningu hans. Sam Clovis vann fyrir framboð Trump í fyrra en ákærurnar sem gefnar voru út á mánudag á hendur þremur stjórnendum og liðsmönnum framboðsins í vikunni leiddu í ljós að hann hefði haft vitneskju um tilraunir George Papadopoulos, utanríkisráðgjafa framboðsins, um að koma á fundi með fulltrúum rússneskra stjórnvalda. Trump hafði tilnefnt Clovis sem aðalvísindamann landbúnaðaráðuneytisins en landbúnaðarnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings átti eftir að fjalla um tilnefninguna í næstu viku. „Pólitíska andrúmsloftið í Washington hefur gert mér ómögulegt að fá sanngjarna og yfirvegaða meðferð fyrir þetta embætti,“ skrifaði Clovis í bréfi til Trump forseta þar sem hann kynnti honum ákvörðun sína í gær, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Þá segist Clovis ekki vilja draga athyglina frá störfum Trump eða hafa neikvæð áhrif.Hvatti ráðgjafann til að fara til Rússlands ef það væri fýsilegt Í ákærunum sem voru gerðar opinberar á mánudag kemur fram að Clovis hvatti Papadopoulos til að skipuleggja óformlegan fund með fulltrúum rússneskra stjórnvalda í ágúst 2016. Bað hann Papadopoulos og annan ráðgjafa framboðsins í utanríkismálum um að fara til Rússlands „ef það væri fýsilegt“. Svo virðist þó að slíkur fundur hafi ekki farið fram. Lögmaður Clovis sagði Washington Post á mánudag að hann hefði alltaf verið algerlega andsnúinn því að Trump eða liðsmenn framboðsins ferðuðust til Rússlands. Lýsti hún svörum Clovis til Papadopoulos sem virtust benda til annars sem „kurteisi“. Papadopoulos játaði að hafa logið að alríkislögreglunni FBI um samskipti sín við Rússa. Gerði hann samkomulag við yfirvöld um að játa á sig brotið gegn því að vinna með rannsakendum.Ekki með menntun sem fyrri aðalvísindamenn hafa haftTilnefning Clovis í starfið hafði verið umdeild fyrir. Aðavísindamenn landbúnaðarráðuneytisins hafa yfirleitt verið vísindamenn með gráður í vísindum eða læknisfræði. Clovis er hins vegar stjórnmálafræðiprófessor og útvarpsþáttastjórnandi frá Iowa. Viðurkenndi hann sjálfur að hann hefði enga menntun í viðeigandi greinum fyrir starfið þó að hann teldi að reynsla sín í háskólasamfélaginu og í framboði í gegnum árin gæfi honum sérþekkingu í landbúnaði. Þá hefur Clovis haldið því fram að ekki hafi verið sýnt fram á að losun manna á gróðurhúsalofttegundum valdi loftslagsbreytingum á jörðinni, þvert á samhljóða álit vísindamanna af fjölda mismunandi fræðisviða. Clovis hefur fram að þessu starfað sem aðalráðgjafi Hvíta hússins við landbúnaðarráðuneytið.
Donald Trump Tengdar fréttir Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45
Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26