Hlynur: Höfum verið langt niðri Smári Jökull Jónsson skrifar 19. nóvember 2017 21:25 Hlynur Bæringsson í baráttunni gegn Val fyrr í vetur. Vísir/Anton „Við höfum verið í miklu basli, langt niðri og í einhverju kjaftæði. Það er gott að geta eitthvað,“ sagði Hlynur Bæringsson leikmaður Stjörnunnar eftir góðan sigur á Grindavík suður með sjó í kvöld. Stjörnumenn jöfnuðu Grindavík að stigum með sigrinum. Gestirnir byrjuðu leikinn af miklum krafti á meðan ekkert gekk hjá heimamönnum. Þeir komust meðal annars í 30-8 í upphafi annars leikhluta og leiddu allan leikinn. „Þetta var mjög fínt að mestu leyti. Við tókum smá kafla, eins og við höfum gert í vetur, þar sem við erum að taka slæmar ákvarðanir og þeir komust aftur inn í leikinn í þriðja leikhluta. Það verðum við að laga, þetta er ekki nógu gott. Heilt yfir góður leikur og margir að spila vel.“ Hlynur sagði að það hafi þó ekki bara verið góður leikur Stjörnumanna sem skóp gott forskot eftir fyrri hálfleikinn. „Við vorum nokkuð ákafir sem hefur vantað. Að sama skapi misstu þeir svolítið af skotum og voru flatir í vörninni. Þetta var blanda af hvoru tveggja, við góðir og þeir slakir.“ Stjörnumenn fara inn í landsleikjahléið með fjóra sigra og fjögur töp og hafa unnið síðustu tvo leiki. Hynur sagði þó að mikið verk ætti eftir að vinna í Garðabænum. „Framhaldið, ég veit ekki hvernig það verður. Við þurfum að spila betur og spila betur sem lið. Þessi eini leikur breytir ekki öllu þó hann sé gott skref í rétta átt. Við verðum að vinna að þessu saman og ef við náum að sýna meiri kraft þá líst mér ágætlega á okkur.“ "Við höfum verið langt niðri og kraftlausir í undanförnum leikjum. Of lítill ákafi hjá mér og fleiri leikmönnum, það vantaði baráttu og þetta var leiðinlegt. Núna fannst mér við sýna, sama hvernig þetta hefði farið, að við reyndum okkar besta,“ sagði Hlynur að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 78-88 | Annað tap Grindvíkinga í röð Stjarnan vann sanngjarnan sigur á Grindavík í Mustad-höllinni í kvöld í 8.umferð Dominos-deildar karla. Lokatölur urðu 88-78 eftir að Garðbæingar höfðu leitt með 20 stigum í hálfleik. 19. nóvember 2017 22:15 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira
„Við höfum verið í miklu basli, langt niðri og í einhverju kjaftæði. Það er gott að geta eitthvað,“ sagði Hlynur Bæringsson leikmaður Stjörnunnar eftir góðan sigur á Grindavík suður með sjó í kvöld. Stjörnumenn jöfnuðu Grindavík að stigum með sigrinum. Gestirnir byrjuðu leikinn af miklum krafti á meðan ekkert gekk hjá heimamönnum. Þeir komust meðal annars í 30-8 í upphafi annars leikhluta og leiddu allan leikinn. „Þetta var mjög fínt að mestu leyti. Við tókum smá kafla, eins og við höfum gert í vetur, þar sem við erum að taka slæmar ákvarðanir og þeir komust aftur inn í leikinn í þriðja leikhluta. Það verðum við að laga, þetta er ekki nógu gott. Heilt yfir góður leikur og margir að spila vel.“ Hlynur sagði að það hafi þó ekki bara verið góður leikur Stjörnumanna sem skóp gott forskot eftir fyrri hálfleikinn. „Við vorum nokkuð ákafir sem hefur vantað. Að sama skapi misstu þeir svolítið af skotum og voru flatir í vörninni. Þetta var blanda af hvoru tveggja, við góðir og þeir slakir.“ Stjörnumenn fara inn í landsleikjahléið með fjóra sigra og fjögur töp og hafa unnið síðustu tvo leiki. Hynur sagði þó að mikið verk ætti eftir að vinna í Garðabænum. „Framhaldið, ég veit ekki hvernig það verður. Við þurfum að spila betur og spila betur sem lið. Þessi eini leikur breytir ekki öllu þó hann sé gott skref í rétta átt. Við verðum að vinna að þessu saman og ef við náum að sýna meiri kraft þá líst mér ágætlega á okkur.“ "Við höfum verið langt niðri og kraftlausir í undanförnum leikjum. Of lítill ákafi hjá mér og fleiri leikmönnum, það vantaði baráttu og þetta var leiðinlegt. Núna fannst mér við sýna, sama hvernig þetta hefði farið, að við reyndum okkar besta,“ sagði Hlynur að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 78-88 | Annað tap Grindvíkinga í röð Stjarnan vann sanngjarnan sigur á Grindavík í Mustad-höllinni í kvöld í 8.umferð Dominos-deildar karla. Lokatölur urðu 88-78 eftir að Garðbæingar höfðu leitt með 20 stigum í hálfleik. 19. nóvember 2017 22:15 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 78-88 | Annað tap Grindvíkinga í röð Stjarnan vann sanngjarnan sigur á Grindavík í Mustad-höllinni í kvöld í 8.umferð Dominos-deildar karla. Lokatölur urðu 88-78 eftir að Garðbæingar höfðu leitt með 20 stigum í hálfleik. 19. nóvember 2017 22:15