Valkvæð hneysklun forsetans með grugguga fortíð Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2017 21:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni og jafnvel kynferðisbrot af mörgum konum. Hann sagði allar konurnar vera að ljúga og hótaði í fyrra að höfða mál gegn þeim, sem hann gerði þó ekki. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hikaði ekki við að fordæma Al Franken, þingmann Demókrataflokksins, eftir að hann var ásakaður um að hafa káfað á brjóstum sofandi konu og kysst hana gegn vilja hennar á árum áður. Hann vill hins vegar ekkert segja um þingframbjóðanda Repúblikanaflokksins í Alabama, Roy Moore, og mun það vera af því að forsetinn sé svo upptekinn. Nokkrum klukkustundum eftir að ásakanirnar gegn Franken voru gerðar opinberar tísti Trump um málið. Hann kallaði Franken „Frankenstein“ og sagði myndina sem fylgdi ásökunum vera „mjög svo slæma“. Þá spurði forsetinn hvert hendur Franken hefðu farið á næstu myndum. Í öðru tísti um málið, þar sem Trump virðist áfram fylgja gamla viðmiði Twitter um 140 stafa tíst, gagnrýndi hann Franken fyrir að hafa talað gegn kynferðisbrotum og talað um að karlar eigi að bera virðingu fyrir konum.The Al Frankenstien picture is really bad, speaks a thousand words. Where do his hands go in pictures 2, 3, 4, 5 & 6 while she sleeps? ..... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 17, 2017.And to think that just last week he was lecturing anyone who would listen about sexual harassment and respect for women. Lesley Stahl tape? — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 17, 2017 Hins vegar. Þegar kemur að ásökunum gegn Roy Moore, þingframbjóðanda Repúblikanaflokksins í Alabama, hefur Donald Trump verið þögull sem gröfin. Tvær konur hafa stigið fram og lýst því hvernig Moore braut á þeim kynferðislega þegar þær voru fjórtán og sextán ára. Þær sögðu hann hafa káfað á þeim og reyndi að þvinga þær til samræðis.Sjá einnig: „Þú ert bara krakki og ég er saksóknari“ Aðrar konur hafa lýst því hvernig Moore, þegar hann var á fertugsaldri, eltist við táningsstúlkur á stöðum eins og verslunarmiðstöðum.Ekki tjáð sig um Moore Sarah Huckabee, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, hefur ítrekað neitað að svara spurningum um hvort að Trump trúði konunum sem hafa stigið fram gegn Moore. Hún hefur sagt að Trump telji að kjósendur Alabama eigi að taka ákvörðun um hver næsti öldungadeildarþingmaður þeirra eigi að vera. Sömuleiðis hefur Huckabee ekki svarað spurningum fjölmiðla um hvort að Trump myndi draga stuðning sinn við Moore til baka. Ivanka Trump, dóttir forsetans, hefur sagt opinberlega að hún hafi enga ástæðu til að trúa konunum ekki. Kellyanne Conway, einn af ráðgjöfum Trump, sagði í vikunni að forsetinn væri of upptekinn við að tjá sig um ásakanirnar gegn Roy Moore. Forsetinn sjálfur ekki flekklaus Þá er fortíð forsetans einnig gruggug og hefur hann verið sakaður um kynferðislega áreitni og jafnvel kynferðisbrot af mörgum konum. Hann sagði allar konurnar vera að ljúga og hótaði í fyrra að höfða mál gegn þeim, sem hann gerði þó ekki. Þar að auki var birt myndband af Trump í fyrra þar sem hann stærði sig af því að geta „gripið í píkurnar“ á konum í skjóli frægðar sinnar. Trump varði þau ummæli sín með því að segja að um svokallað „búningsklefa-spjall“ hefði verið að ræða. Huckabee sagði við blaðamenn í kvöld að munurinn á Trump og Franken væri sá að Franken hefði viðurkennt ranggjörðir. Það hefði Trump ekki gert.Sarah Huckabee Sanders on Trump sexual misconduct allegations: "Sen. Franken has admitted wrongdoing and the president hasn't." pic.twitter.com/RO2w6jB07H— MSNBC (@MSNBC) November 17, 2017 Donald Trump Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hikaði ekki við að fordæma Al Franken, þingmann Demókrataflokksins, eftir að hann var ásakaður um að hafa káfað á brjóstum sofandi konu og kysst hana gegn vilja hennar á árum áður. Hann vill hins vegar ekkert segja um þingframbjóðanda Repúblikanaflokksins í Alabama, Roy Moore, og mun það vera af því að forsetinn sé svo upptekinn. Nokkrum klukkustundum eftir að ásakanirnar gegn Franken voru gerðar opinberar tísti Trump um málið. Hann kallaði Franken „Frankenstein“ og sagði myndina sem fylgdi ásökunum vera „mjög svo slæma“. Þá spurði forsetinn hvert hendur Franken hefðu farið á næstu myndum. Í öðru tísti um málið, þar sem Trump virðist áfram fylgja gamla viðmiði Twitter um 140 stafa tíst, gagnrýndi hann Franken fyrir að hafa talað gegn kynferðisbrotum og talað um að karlar eigi að bera virðingu fyrir konum.The Al Frankenstien picture is really bad, speaks a thousand words. Where do his hands go in pictures 2, 3, 4, 5 & 6 while she sleeps? ..... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 17, 2017.And to think that just last week he was lecturing anyone who would listen about sexual harassment and respect for women. Lesley Stahl tape? — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 17, 2017 Hins vegar. Þegar kemur að ásökunum gegn Roy Moore, þingframbjóðanda Repúblikanaflokksins í Alabama, hefur Donald Trump verið þögull sem gröfin. Tvær konur hafa stigið fram og lýst því hvernig Moore braut á þeim kynferðislega þegar þær voru fjórtán og sextán ára. Þær sögðu hann hafa káfað á þeim og reyndi að þvinga þær til samræðis.Sjá einnig: „Þú ert bara krakki og ég er saksóknari“ Aðrar konur hafa lýst því hvernig Moore, þegar hann var á fertugsaldri, eltist við táningsstúlkur á stöðum eins og verslunarmiðstöðum.Ekki tjáð sig um Moore Sarah Huckabee, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, hefur ítrekað neitað að svara spurningum um hvort að Trump trúði konunum sem hafa stigið fram gegn Moore. Hún hefur sagt að Trump telji að kjósendur Alabama eigi að taka ákvörðun um hver næsti öldungadeildarþingmaður þeirra eigi að vera. Sömuleiðis hefur Huckabee ekki svarað spurningum fjölmiðla um hvort að Trump myndi draga stuðning sinn við Moore til baka. Ivanka Trump, dóttir forsetans, hefur sagt opinberlega að hún hafi enga ástæðu til að trúa konunum ekki. Kellyanne Conway, einn af ráðgjöfum Trump, sagði í vikunni að forsetinn væri of upptekinn við að tjá sig um ásakanirnar gegn Roy Moore. Forsetinn sjálfur ekki flekklaus Þá er fortíð forsetans einnig gruggug og hefur hann verið sakaður um kynferðislega áreitni og jafnvel kynferðisbrot af mörgum konum. Hann sagði allar konurnar vera að ljúga og hótaði í fyrra að höfða mál gegn þeim, sem hann gerði þó ekki. Þar að auki var birt myndband af Trump í fyrra þar sem hann stærði sig af því að geta „gripið í píkurnar“ á konum í skjóli frægðar sinnar. Trump varði þau ummæli sín með því að segja að um svokallað „búningsklefa-spjall“ hefði verið að ræða. Huckabee sagði við blaðamenn í kvöld að munurinn á Trump og Franken væri sá að Franken hefði viðurkennt ranggjörðir. Það hefði Trump ekki gert.Sarah Huckabee Sanders on Trump sexual misconduct allegations: "Sen. Franken has admitted wrongdoing and the president hasn't." pic.twitter.com/RO2w6jB07H— MSNBC (@MSNBC) November 17, 2017
Donald Trump Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Sjá meira