Norski olíusjóðurinn hyggst selja hlutabréf sín í olíu- og gasfyrirtækjum Daníel Freyr Birkisson skrifar 16. nóvember 2017 15:39 Tillagan þarfnast samþykkis fjármálaráðuneytisins og norska þingsins. Vísir/AP Stjórnendur norska olíusjóðsins hafa lagt það til að sjóðurinn selji hlutabréf sín í fyrirtækjum í olíu og gasiðnaði. Eignir sjóðsins eru metnar á rúmlega eina billjón (þúsund milljarðar) dollara og er hann sá stærsti sinnar tegundar í heiminum. Þetta kemur fram í bréfi sem Seðlabanki Noregs, sem stýrir eignum olíusjóðsins, hefur sent til norska fjármálaráðuneytisins. Tillagan þarfnast samþykki ráðuneytisins og norska Stórþingsins. Í kringum sex prósent af heildareignum norska olíusjóðsins eru bundin í hlutabréfum í olíu- og gasfyrirtækjum, að því er fram kemur í frétt Financial Times. Í bréfi norska seðlabankans segir að með þessu móti, en Noregur er einn af stærstu olíuframleiðendum heims, yrði dregið úr áhættu norska hagkerfisins gagnvart verðþróun í olíu- og gasiðnaði. Norski olíusjóðurinn er meðal annars hluthafi í alþjóðlegum orkufyrirtækjum á borð við BP, Royal Dutch og ExxonMobil. Sjóðurinn hefur á undanförnum árum stækkað ört og í dag nema heildareignir hans nærri tvö hundruð prósent af landsframleiðslu Noregs. Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Stjórnendur norska olíusjóðsins hafa lagt það til að sjóðurinn selji hlutabréf sín í fyrirtækjum í olíu og gasiðnaði. Eignir sjóðsins eru metnar á rúmlega eina billjón (þúsund milljarðar) dollara og er hann sá stærsti sinnar tegundar í heiminum. Þetta kemur fram í bréfi sem Seðlabanki Noregs, sem stýrir eignum olíusjóðsins, hefur sent til norska fjármálaráðuneytisins. Tillagan þarfnast samþykki ráðuneytisins og norska Stórþingsins. Í kringum sex prósent af heildareignum norska olíusjóðsins eru bundin í hlutabréfum í olíu- og gasfyrirtækjum, að því er fram kemur í frétt Financial Times. Í bréfi norska seðlabankans segir að með þessu móti, en Noregur er einn af stærstu olíuframleiðendum heims, yrði dregið úr áhættu norska hagkerfisins gagnvart verðþróun í olíu- og gasiðnaði. Norski olíusjóðurinn er meðal annars hluthafi í alþjóðlegum orkufyrirtækjum á borð við BP, Royal Dutch og ExxonMobil. Sjóðurinn hefur á undanförnum árum stækkað ört og í dag nema heildareignir hans nærri tvö hundruð prósent af landsframleiðslu Noregs.
Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent