Ásgeir Örn Valgerðarson hefur verið ráðinn markaðstjóri Mountaineers of Iceland. Ásgeir stofnaði framleiðslufyrirækið Gurilla árið 2010 og var megin hlutverk þess að aðstoða fyrirtæki með hugmyndavinnu og framleiðslu á efni í markaðssetningu á samfélagsmiðlum.
Fram kemur í tilkynningu frá Mountaineers of Iceland að Ásgeir hafi áður unnið meðal annars sem viðskiptastjóri hjá Símanum og verkefnastjóri hjá Advania og Advania Mobile Pay.
„Ásamt vinnu hefur Ásgeir verið áberandi á samfélagsmiðlum sem áhrifavaldur í ferðaþjónustunni en hann hefur haldið úti video bloggi á YouTube og Instagram undir merkinu „Do More Asgeir“ eða „Gerðu Meir Ásgeir“,“ segir í tilkynningunni.
„Ljóst að næg verkefni eru framundan en búast má við að sýnileiki á samfélagsmiðlum og eigin framleiðsla á kynningarefni fyrir Ísland mun vera áberandi.“

