Sýnum iðnnámi virðingu Sigurður Hannesson skrifar 16. nóvember 2017 07:00 Viðhorfsbreytinga er þörf gagnvart iðn- og starfsnámi á Íslandi. Hér á landi er hægt að velja úr fjölbreyttum iðngreinum sem allar skipta miklu máli fyrir samfélagið. Við viljum fagfólk og fagleg vinnubrögð á öllum sviðum. Skortur er á iðnmenntuðu starfsfólki á vinnumarkaði og því mikilvægt að hvetja ungmenni til að sækja sér dýrmæta þekkingu í fjölbreyttu iðnnámi. Undanfarin misseri hafa umbætur verið gerðar á náminu sjálfu og það lagað að nútímanum. Fyrirkomulag á að vera skýrara og öryggi nemenda aukið, svo þeir hafi við upphaf náms vissu fyrir því að geta lokið námi óháð aðstæðum hjá iðnmeisturum. Þá er unnið að því að brúa bilið milli iðnnáms og háskólanáms sem eykur möguleika á frekari menntun síðar meir. Um árabil hafa ráðamenn talað um að efla iðnmenntun í landinu, en velviljinn hefur ekki dugað til. Viðhorf þeirra í garð iðn- og starfsmenntunar er framþróun til trafala. Þau birtust okkur fyrir skemmstu þegar í ljós kom að erlendir iðnnemar fá ekki lengur dvalarleyfi til náms á Íslandi eftir breytingu á útlendingalögum. Nám í skilningi laganna er eingöngu nám á háskólastigi. Frumvarpið var samþykkt mótatkvæðalaust á Alþingi 2016. Hér á landi skráðu einungis 14% nemenda sig á starfsnámsbrautir að loknum grunnskóla haustið 2007 en sambærilegt hlutfall meðal ríkja Evrópusambandsins var 50%. Viðhorfsbreytingu og aukið fjármagn til verknámsskóla þarf til að bæta úr. Menntakerfið þarf að vera sveigjanlegt þegar fólk hefur störf við tiltekna iðn og aflar sér svo réttinda og þekkingar síðar þegar ákveðinni færni er náð og áhuginn á iðninni er staðfestur. Það ætti að vera eitt af fyrstu verkum nýs þings að efla iðnnám og leiðrétta þau mistök sem gerð voru samhliða breytingum á útlendingalöggjöfinni á síðasta ári svo iðnnám standi jafnfætis háskólanámi. Viðhorfsbreytingin þarf að eiga sér stað víða í samfélaginu og væri óskandi að ráðamenn þjóðarinnar færu fremstir í flokki og hömpuðu iðnnámi. Það þarf að auka veg þess og virðingu. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Hannesson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Viðhorfsbreytinga er þörf gagnvart iðn- og starfsnámi á Íslandi. Hér á landi er hægt að velja úr fjölbreyttum iðngreinum sem allar skipta miklu máli fyrir samfélagið. Við viljum fagfólk og fagleg vinnubrögð á öllum sviðum. Skortur er á iðnmenntuðu starfsfólki á vinnumarkaði og því mikilvægt að hvetja ungmenni til að sækja sér dýrmæta þekkingu í fjölbreyttu iðnnámi. Undanfarin misseri hafa umbætur verið gerðar á náminu sjálfu og það lagað að nútímanum. Fyrirkomulag á að vera skýrara og öryggi nemenda aukið, svo þeir hafi við upphaf náms vissu fyrir því að geta lokið námi óháð aðstæðum hjá iðnmeisturum. Þá er unnið að því að brúa bilið milli iðnnáms og háskólanáms sem eykur möguleika á frekari menntun síðar meir. Um árabil hafa ráðamenn talað um að efla iðnmenntun í landinu, en velviljinn hefur ekki dugað til. Viðhorf þeirra í garð iðn- og starfsmenntunar er framþróun til trafala. Þau birtust okkur fyrir skemmstu þegar í ljós kom að erlendir iðnnemar fá ekki lengur dvalarleyfi til náms á Íslandi eftir breytingu á útlendingalögum. Nám í skilningi laganna er eingöngu nám á háskólastigi. Frumvarpið var samþykkt mótatkvæðalaust á Alþingi 2016. Hér á landi skráðu einungis 14% nemenda sig á starfsnámsbrautir að loknum grunnskóla haustið 2007 en sambærilegt hlutfall meðal ríkja Evrópusambandsins var 50%. Viðhorfsbreytingu og aukið fjármagn til verknámsskóla þarf til að bæta úr. Menntakerfið þarf að vera sveigjanlegt þegar fólk hefur störf við tiltekna iðn og aflar sér svo réttinda og þekkingar síðar þegar ákveðinni færni er náð og áhuginn á iðninni er staðfestur. Það ætti að vera eitt af fyrstu verkum nýs þings að efla iðnnám og leiðrétta þau mistök sem gerð voru samhliða breytingum á útlendingalöggjöfinni á síðasta ári svo iðnnám standi jafnfætis háskólanámi. Viðhorfsbreytingin þarf að eiga sér stað víða í samfélaginu og væri óskandi að ráðamenn þjóðarinnar færu fremstir í flokki og hömpuðu iðnnámi. Það þarf að auka veg þess og virðingu. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar