Arion banki færir niður lán til United Silicon um 3,7 milljarða Daníel Freyr Birkisson skrifar 14. nóvember 2017 21:48 Afkomutilkynning Arion banka á fyrstu níu mánuðum ársins var gefin út í kvöld. Vísir/Pjetur Afkoma Arion banka á þriðja ársfjórðungi ársins 2017 var neikvæð um 100 milljónir króna. Þetta kemur fram í afkomutilkynningu bankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2017 sem birt var nú í kvöld. Á sama tíma í fyrra var hagnaðurinn 7,5 milljarðar króna. Þetta er tilkomið vegna niðurfærslu á lánum, kröfum og öðrum eignum sem tengjast kísilmálmverksmiðjunni United Silicon. Þær nema alls 3,7 milljörðum á fjórðungnum og 4,8 milljörðum á fyrstu níu mánuðum ársins. Afkoman hefði verið jákvæð um 2,6 milljarða á þriðja fjórðungi hefði ekki komið til þessara niðurfærslna. Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir í tilkynningunni að afkoman sé í takti við væntingar. „Afkoma fyrstu níu mánaða ársins er í takt við væntingar en verulegir einskiptisliðir koma bæði til hækkunar og lækkunar. Grunnreksturinn er fremur stöðugur og vaxta- og þóknanatekjur nálægt okkar væntingum. Fjárhagsstaða bankans er áfram sterk og eiginfjárhlutfall er 27,1%. Afkoman markast hins vegar talsvert af neikvæðum áhrifum tengdum lánveitingum til United Silicon og hlutabréfaeign í félaginu.“ Höskuldur segir einnig að draga þurfi lærdóm af málinu. „Málið átti sér langan aðdraganda og fyrir lágu öll leyfi og samningar um uppbyggingu verksmiðjunnar, orkukaup, helstu aðföng og sölu afurða. Engu að síður er ljóst að draga þarf lærdóm af því hvernig til hefur tekist og það munum við gera. Áfram verður unnið að því að koma starfsemi verksmiðjunnar í gott horf í sátt við samfélagið.“ Auk þess er hagnaður bankans á fyrstu níu mánuðum ársins 10,4 milljarðar króna, samanborið við 17,3 milljarða á sama tíma í fyrra. Arðsemi eigin fjár var 6,3% en 11,2% á sama tíma árið 2016. Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Sjá meira
Afkoma Arion banka á þriðja ársfjórðungi ársins 2017 var neikvæð um 100 milljónir króna. Þetta kemur fram í afkomutilkynningu bankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2017 sem birt var nú í kvöld. Á sama tíma í fyrra var hagnaðurinn 7,5 milljarðar króna. Þetta er tilkomið vegna niðurfærslu á lánum, kröfum og öðrum eignum sem tengjast kísilmálmverksmiðjunni United Silicon. Þær nema alls 3,7 milljörðum á fjórðungnum og 4,8 milljörðum á fyrstu níu mánuðum ársins. Afkoman hefði verið jákvæð um 2,6 milljarða á þriðja fjórðungi hefði ekki komið til þessara niðurfærslna. Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir í tilkynningunni að afkoman sé í takti við væntingar. „Afkoma fyrstu níu mánaða ársins er í takt við væntingar en verulegir einskiptisliðir koma bæði til hækkunar og lækkunar. Grunnreksturinn er fremur stöðugur og vaxta- og þóknanatekjur nálægt okkar væntingum. Fjárhagsstaða bankans er áfram sterk og eiginfjárhlutfall er 27,1%. Afkoman markast hins vegar talsvert af neikvæðum áhrifum tengdum lánveitingum til United Silicon og hlutabréfaeign í félaginu.“ Höskuldur segir einnig að draga þurfi lærdóm af málinu. „Málið átti sér langan aðdraganda og fyrir lágu öll leyfi og samningar um uppbyggingu verksmiðjunnar, orkukaup, helstu aðföng og sölu afurða. Engu að síður er ljóst að draga þarf lærdóm af því hvernig til hefur tekist og það munum við gera. Áfram verður unnið að því að koma starfsemi verksmiðjunnar í gott horf í sátt við samfélagið.“ Auk þess er hagnaður bankans á fyrstu níu mánuðum ársins 10,4 milljarðar króna, samanborið við 17,3 milljarða á sama tíma í fyrra. Arðsemi eigin fjár var 6,3% en 11,2% á sama tíma árið 2016.
Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Sjá meira