Trump tísti í morgun að hann hafi reynt að koma á vináttu á milli hans og Kim Jong-un, þó að líklega megi þar finna vott af kaldhæðni í texta forsetans. „Ég myndi ALDREI kalla hann „lágvaxinn og feitan,“ segir Trump.
Bandaríkjaforseti upplýsti, einnig í tísti, að kínverski forsetinn Xi Jingping hafi samþykkt enn strangari viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Segir hann að framfarir hafi náðst í deilunni.
President Xi of China has stated that he is upping the sanctions against #NoKo. Said he wants them to denuclearize. Progress is being made.
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 11, 2017
Talsmaður utanríkisráðuneytis Norður-Kóreu sagði um helgina að Trump væri stríðsæsingamaður sem óskaði þess að vopnuð átök myndu brjótast út á Kóreuskaganum. „Í heimsókn sinni [til Asíu] hefur Trump sýnt sitt rétta eðli sem eyðingarafl þegar kemur að heimsfriði og stöðugleika, og hann hefur beðið um kjarnorkustríð á Kóreuskaga.“
Nú hefur Trump tíst á ný: „Af hverju ætti Kim Jong-un að móðga mig með því að kalla mig „gamlan“ þegar ég myndi ALDREI kalla hann „lágvaxinn og feitan“. Æ já, ég reyni að vera vinur hans – kannski verður það þannig einhvern daginn!“
Why would Kim Jong-un insult me by calling me "old," when I would NEVER call him "short and fat?" Oh well, I try so hard to be his friend - and maybe someday that will happen!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 12, 2017