HBO slítur samstarfi við Louis C.K. Atli Ísleifsson skrifar 10. nóvember 2017 14:00 Frumsýningu á nýjustu mynd Louis C.K., I Love You Daddy, var aflýst í New York í gær. Vísir/Getty Bandaríska sjónvarpsstöðin HBO hefur slitið samstarfi sínu við grínistann Louis C.K. í kjölfar ásakana fimm kvenna um að hann hafi áreitt þær kynferðislega. Í frétt NME segir að sjónvarpsstöðin hafi fjarlægt alla þætti grínistans frá streymisþjónustum sínum, meðal annars uppistandssýningarnar One Night Stand og Shameless. New York Times greindu í gær frá því að fimm konur, sem allar hafi starfað með Louis C.K., saki hann um kynferðislega áreitni. Hvorki grínistinn sjálfur né blaðafulltrúi hans hafa tjáð sig um ásakanirnar, nema blaðafulltrúinn lét hafa eftir sig að Louis C.K. muni ekki svara neinum spurningum. Endurskoða samstarfið Sjónvarpsstöðin FX, sem síðustu fimm árin hefur sýnt þættina Louis, hyggst einnig endurskoða samvinnu sína við leikarann. „Augljóslega valda ásakanirnar á hendur Louis C.K. sem birtast í grein New York Times okkur áhyggjum,“ segir í yfirlýsingu frá FX. Þar er einnig tekið fram að stöðinni hafi ekki borist neinar tilkynningar um óeðlilega hegðun grínistans á þeim átta árum sem hann hefur starfað fyrir stöðina. Allt verði gert til að verja starfsmenn fyrirtækisins og verður málið rannsakað. Frumsýningu á nýjustu mynd Louis C.K., I Love You Daddy, var aflýst í New York í gær. Fróaði sér fyrir framan konur Ásakanirnar á hendur Louis C.K., sem birtast í New York Times koma úr ýmsum áttum og spanna talsvert langt tímabil. Grínistarnir Dana Min Goodman og Julia Wolov sögðu sögu sína af samskiptum sínum við leikarann og sögðust hafa hitt hann eftir vel heppnaða sýningu í Aspen í Colorado þar sem þær þáðu boð hans um að kíkja í smá „eftirpartý“ á hótelherbergi hans. Leikarinn spurði þar konurnar í gríni, að þær héldu, hvort hann mætti „vippa honum út“ og hafi þær hlegið í upphafi. Því næst hóf Louis að afklæðast og fróaði sér fyrir framan þær. Uppistandarinn Rebecca Corry hafði svipaða sögu að segja en hún segir Louis C.K. hafa spurt hana hvort hann mætti fylgja henni inn í búningsherbergi og fróa sér fyrir framan hana. Corry segist í samtali við blaðið hafa bent honum á að hann væri kvæntur fjölskyldufaðir. MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Saka Louis C.K. um ósæmilega kynferðistilburði Fimm konur sem flestar starfa sem uppistandarar hafa ásakað Louis C.K. um ósæmilega hegðun gagnvart sér. 9. nóvember 2017 20:49 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Bandaríska sjónvarpsstöðin HBO hefur slitið samstarfi sínu við grínistann Louis C.K. í kjölfar ásakana fimm kvenna um að hann hafi áreitt þær kynferðislega. Í frétt NME segir að sjónvarpsstöðin hafi fjarlægt alla þætti grínistans frá streymisþjónustum sínum, meðal annars uppistandssýningarnar One Night Stand og Shameless. New York Times greindu í gær frá því að fimm konur, sem allar hafi starfað með Louis C.K., saki hann um kynferðislega áreitni. Hvorki grínistinn sjálfur né blaðafulltrúi hans hafa tjáð sig um ásakanirnar, nema blaðafulltrúinn lét hafa eftir sig að Louis C.K. muni ekki svara neinum spurningum. Endurskoða samstarfið Sjónvarpsstöðin FX, sem síðustu fimm árin hefur sýnt þættina Louis, hyggst einnig endurskoða samvinnu sína við leikarann. „Augljóslega valda ásakanirnar á hendur Louis C.K. sem birtast í grein New York Times okkur áhyggjum,“ segir í yfirlýsingu frá FX. Þar er einnig tekið fram að stöðinni hafi ekki borist neinar tilkynningar um óeðlilega hegðun grínistans á þeim átta árum sem hann hefur starfað fyrir stöðina. Allt verði gert til að verja starfsmenn fyrirtækisins og verður málið rannsakað. Frumsýningu á nýjustu mynd Louis C.K., I Love You Daddy, var aflýst í New York í gær. Fróaði sér fyrir framan konur Ásakanirnar á hendur Louis C.K., sem birtast í New York Times koma úr ýmsum áttum og spanna talsvert langt tímabil. Grínistarnir Dana Min Goodman og Julia Wolov sögðu sögu sína af samskiptum sínum við leikarann og sögðust hafa hitt hann eftir vel heppnaða sýningu í Aspen í Colorado þar sem þær þáðu boð hans um að kíkja í smá „eftirpartý“ á hótelherbergi hans. Leikarinn spurði þar konurnar í gríni, að þær héldu, hvort hann mætti „vippa honum út“ og hafi þær hlegið í upphafi. Því næst hóf Louis að afklæðast og fróaði sér fyrir framan þær. Uppistandarinn Rebecca Corry hafði svipaða sögu að segja en hún segir Louis C.K. hafa spurt hana hvort hann mætti fylgja henni inn í búningsherbergi og fróa sér fyrir framan hana. Corry segist í samtali við blaðið hafa bent honum á að hann væri kvæntur fjölskyldufaðir.
MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Saka Louis C.K. um ósæmilega kynferðistilburði Fimm konur sem flestar starfa sem uppistandarar hafa ásakað Louis C.K. um ósæmilega hegðun gagnvart sér. 9. nóvember 2017 20:49 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Saka Louis C.K. um ósæmilega kynferðistilburði Fimm konur sem flestar starfa sem uppistandarar hafa ásakað Louis C.K. um ósæmilega hegðun gagnvart sér. 9. nóvember 2017 20:49