HBO slítur samstarfi við Louis C.K. Atli Ísleifsson skrifar 10. nóvember 2017 14:00 Frumsýningu á nýjustu mynd Louis C.K., I Love You Daddy, var aflýst í New York í gær. Vísir/Getty Bandaríska sjónvarpsstöðin HBO hefur slitið samstarfi sínu við grínistann Louis C.K. í kjölfar ásakana fimm kvenna um að hann hafi áreitt þær kynferðislega. Í frétt NME segir að sjónvarpsstöðin hafi fjarlægt alla þætti grínistans frá streymisþjónustum sínum, meðal annars uppistandssýningarnar One Night Stand og Shameless. New York Times greindu í gær frá því að fimm konur, sem allar hafi starfað með Louis C.K., saki hann um kynferðislega áreitni. Hvorki grínistinn sjálfur né blaðafulltrúi hans hafa tjáð sig um ásakanirnar, nema blaðafulltrúinn lét hafa eftir sig að Louis C.K. muni ekki svara neinum spurningum. Endurskoða samstarfið Sjónvarpsstöðin FX, sem síðustu fimm árin hefur sýnt þættina Louis, hyggst einnig endurskoða samvinnu sína við leikarann. „Augljóslega valda ásakanirnar á hendur Louis C.K. sem birtast í grein New York Times okkur áhyggjum,“ segir í yfirlýsingu frá FX. Þar er einnig tekið fram að stöðinni hafi ekki borist neinar tilkynningar um óeðlilega hegðun grínistans á þeim átta árum sem hann hefur starfað fyrir stöðina. Allt verði gert til að verja starfsmenn fyrirtækisins og verður málið rannsakað. Frumsýningu á nýjustu mynd Louis C.K., I Love You Daddy, var aflýst í New York í gær. Fróaði sér fyrir framan konur Ásakanirnar á hendur Louis C.K., sem birtast í New York Times koma úr ýmsum áttum og spanna talsvert langt tímabil. Grínistarnir Dana Min Goodman og Julia Wolov sögðu sögu sína af samskiptum sínum við leikarann og sögðust hafa hitt hann eftir vel heppnaða sýningu í Aspen í Colorado þar sem þær þáðu boð hans um að kíkja í smá „eftirpartý“ á hótelherbergi hans. Leikarinn spurði þar konurnar í gríni, að þær héldu, hvort hann mætti „vippa honum út“ og hafi þær hlegið í upphafi. Því næst hóf Louis að afklæðast og fróaði sér fyrir framan þær. Uppistandarinn Rebecca Corry hafði svipaða sögu að segja en hún segir Louis C.K. hafa spurt hana hvort hann mætti fylgja henni inn í búningsherbergi og fróa sér fyrir framan hana. Corry segist í samtali við blaðið hafa bent honum á að hann væri kvæntur fjölskyldufaðir. MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Saka Louis C.K. um ósæmilega kynferðistilburði Fimm konur sem flestar starfa sem uppistandarar hafa ásakað Louis C.K. um ósæmilega hegðun gagnvart sér. 9. nóvember 2017 20:49 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Bandaríska sjónvarpsstöðin HBO hefur slitið samstarfi sínu við grínistann Louis C.K. í kjölfar ásakana fimm kvenna um að hann hafi áreitt þær kynferðislega. Í frétt NME segir að sjónvarpsstöðin hafi fjarlægt alla þætti grínistans frá streymisþjónustum sínum, meðal annars uppistandssýningarnar One Night Stand og Shameless. New York Times greindu í gær frá því að fimm konur, sem allar hafi starfað með Louis C.K., saki hann um kynferðislega áreitni. Hvorki grínistinn sjálfur né blaðafulltrúi hans hafa tjáð sig um ásakanirnar, nema blaðafulltrúinn lét hafa eftir sig að Louis C.K. muni ekki svara neinum spurningum. Endurskoða samstarfið Sjónvarpsstöðin FX, sem síðustu fimm árin hefur sýnt þættina Louis, hyggst einnig endurskoða samvinnu sína við leikarann. „Augljóslega valda ásakanirnar á hendur Louis C.K. sem birtast í grein New York Times okkur áhyggjum,“ segir í yfirlýsingu frá FX. Þar er einnig tekið fram að stöðinni hafi ekki borist neinar tilkynningar um óeðlilega hegðun grínistans á þeim átta árum sem hann hefur starfað fyrir stöðina. Allt verði gert til að verja starfsmenn fyrirtækisins og verður málið rannsakað. Frumsýningu á nýjustu mynd Louis C.K., I Love You Daddy, var aflýst í New York í gær. Fróaði sér fyrir framan konur Ásakanirnar á hendur Louis C.K., sem birtast í New York Times koma úr ýmsum áttum og spanna talsvert langt tímabil. Grínistarnir Dana Min Goodman og Julia Wolov sögðu sögu sína af samskiptum sínum við leikarann og sögðust hafa hitt hann eftir vel heppnaða sýningu í Aspen í Colorado þar sem þær þáðu boð hans um að kíkja í smá „eftirpartý“ á hótelherbergi hans. Leikarinn spurði þar konurnar í gríni, að þær héldu, hvort hann mætti „vippa honum út“ og hafi þær hlegið í upphafi. Því næst hóf Louis að afklæðast og fróaði sér fyrir framan þær. Uppistandarinn Rebecca Corry hafði svipaða sögu að segja en hún segir Louis C.K. hafa spurt hana hvort hann mætti fylgja henni inn í búningsherbergi og fróa sér fyrir framan hana. Corry segist í samtali við blaðið hafa bent honum á að hann væri kvæntur fjölskyldufaðir.
MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Saka Louis C.K. um ósæmilega kynferðistilburði Fimm konur sem flestar starfa sem uppistandarar hafa ásakað Louis C.K. um ósæmilega hegðun gagnvart sér. 9. nóvember 2017 20:49 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Saka Louis C.K. um ósæmilega kynferðistilburði Fimm konur sem flestar starfa sem uppistandarar hafa ásakað Louis C.K. um ósæmilega hegðun gagnvart sér. 9. nóvember 2017 20:49