Erlent

Pútín og Trump funda ekki

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Margir höfðu beðið með eftirvæntingu eftir fundi Vladimirs Putin og Donalds Trump.
Margir höfðu beðið með eftirvæntingu eftir fundi Vladimirs Putin og Donalds Trump. Visir/Getty
Forsetarnir Donald Trump, Bandaríkjunum og Vladimír Pútín, Rússlandi, munu ekki hittast á formlegum fundi á ráðstefnu Asíu og Kyrrahafsríkja sem þær sækja nú báðir í Víetnam.

Þetta kom fram á blaðamannafundi um borð í flugvél Donalds Trump áður en forsetinn lenti í Víetnam.

Áður hafði verið gert ráð fyrir því að kollegarnir myndu hittast, en af því verður semsagt ekki, ekki formlega í það minnsta.

Blaðafulltrúi Trumps, Sarah Huckabee Sanders, segir að ekki hafi verið hægt að koma því við vegna þess hversu uppteknir leiðtogarnir séu. Hún bætti því þó við að ekki sé loku fyrir það skotið að þeir rekist á hvorn annan á fundinum, en ítrekaði að ekki verði um formlegan fund að ræða.
 


Tengdar fréttir

Pútín og Trump funda á morgun

Leiðtogarnir munu báðir taka þátt í fundi APEC, samstarfsstofnunar Asíu- og Kyrrahafsríkja, í Danang.

Trump hafði fögur orð um Xi

Bandaríkjaforseti heimsótti forseta Kína í gær. Lofaði hann Kínverjann í bak og fyrir en hefur áður gagnrýnt Kínverja harðlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×