Mega snyrtistofur bjóða upp á lækningar? Þorgerður Sigurðardóttir skrifar 28. nóvember 2017 14:39 Í lögum um heilbrigðisþjónustu (nr. 40 frá árinu 2007 með breytingum sem tóku gildi 7. nóvember 2014) er kveðið á um réttindi landmanna til að eiga kost á heilbrigðisþjónustu til verndar andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigði (https://www.althingi.is/lagas/nuna/2007040.html). Þar er kveðið á um að heilbrigðisstarfsmenn sem hafa hlotið löggildingu landlæknis megi stunda meðferðir og lækningar enda séu þeir undir eftirliti embættisins. Ströng skilyrði eru fyrir veitingu slíkra leyfa bæði hvað varðar menntun og aðbúnað. Í lögum um heilbrigðisstarfsmenn (nr. 34 frá árinu 2012 með breytingum sem tóku gildi 1. júlí 2014) eru taldar upp þær stéttir sem heyra undir skilgreininguna heilbrigðisstarfsmaður. Þar segir ennfremur að sá sem hefur ekki leyfi landlæknis megi ekki veita sjúklingi meðferð eða gefa læknisfræðilegar eða aðrar faglegar ráðleggingar. Heilbrigðisstarfsmenn eru ábyrgir fyrir þeirri meðferð (og/eða lækningu) sem þeir veita enda skylt að vera tryggðir fyrir hugsanlegum skaða sem þeir gætu valdið. (https://www.althingi.is/lagas/nuna/2012034.html)Hvers vegna er ég að rifja þetta upp hér í þessu greinakorni? Ástæðan er sú að ég sá póst á facebooksíðu snyrtistofu (líkamsmeðferðarstofu að sögn eigandans) hér á höfuðborgarsvæðinu þar sem verið var að mæra eiginleika tækis sem virtist vera til sölu hjá þeim aðila sem stendur að snyrtistofunni, þar sagði orðrétt: “Hvað þýðir þetta fyrir ykkar heilsu- og snyrtifyrirtæki? Ef þið eruð nú þegar að bjóða upp á undir- og yfirþrýstingsmeðferðir getið þið einnig boðið upp á kvensjúkdómaþvagfæralækningar með tækjunum ykkar með því markmiði að konur geti stjórnað þvaglátum betur og sporna við signum grindarbotni. Þetta þýðir augljóslega umtalsverða bót á lífsgæðum!”Á undan þessari málsgrein er tækið umrædda lofað í bak og fyrir, vegna eiginleika sinna og fer höfundur póstsins um víðan völl um sjúkdómafræði og þróun kvenlíkamans í gegn um meðgöngur og eftir fæðingu. Í stuttu máli má segja að það sem sagt er á ekki við mikil rök að styðjast, hvort sem minnst er á lélegan árangur viðurkenndra meðferða né líkamlegar breytingar kvenlíkamans. Svo gripið sé aftur niður í póstinn: “Ástæðan fyrir þessu er að við fæðingar þenst mjaðmagrindin (og allir vöðvar og líffæri sem henna fylgja) um 3,5 falt sitt eigið ummál.” Á öðrum stað er sagt: “Það er hins vegar ljós í myrkrinu hvað þvagfæralækningar kvenna varðar en það er hin svokallaða lofttæmimeðferð en þar er notast við sömu aðferð og með Vacustyler tækninni eða ákveðið undirþrýstingsnudd þar sem undir- og yfirþrýstingi er beitt með reglulegu millibili”. Veit höfundur póstsins hvaða áhrif lofttæmimeðferð hefur á leggöng eða endaþarm kvenna sem eiga við vandamál að stríða? Hvað ætlar höfundur að gera ef einhver versnar af alvarlegum kvillum/sjúkdómum eftir meðferð í töfratækinu? En hvers vegna í ósköpunum er ég að eltast við að svara þessu eins og ég gerði gagnvart umdeildum pósti á facebook og þvældist út í ritdeilur þar sem ég varaði við tækinu? Nokkrar brýnar ástæður eru fyrir því. Fyrst má nefna að markhópur sá sem höfðað er til með loforðum eru konur með vandamál í kvenlíffærum og grindarbotni. Sá hópur er mjög blandaður og þar á meðal eru konur með mjög svo viðkvæma vefi, bæði bandvef, vöðvavef og taugavef. Konur sem þjást af alvarlegum kvillum sem draga mikið úr lífsgæðum þeirra. Þar geta líka verið konur með alvarlega sjúkdóma sem ættu ekki að leita aðstoðar á snyrtistofum. Að sjálfsögðu hafa allir einstaklingar rétt til þess að gera það sem þeir vilja við eigin heilsu en ættu þá að hafa í huga hver er menntun og skyldur þess sem veitir meðferðina. Og eru þá að axla fulla ábyrgð á að leita sér slíkrar meðferðar. Í öðru lagi eru rangfærslur í póstinum slíkar að ekki er við unað. Eftir ýtarlega leit í leitarvélum ritrýndra vísindagreina á netinu finnst ekki neitt sem hægt er að heimfæra upp á staðhæfingar póstsins. Weyergans kvensjúkdómaþvagfærafræði virðist ekki vera til. Einn vísindamaður fannst með þessu eftirnafni en sá/sú skrifar um æxli og aðferðir til að koma lyfjum inn í frumur, sjá hér nýjustu grein sem fannst: (https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/29042319) Ekki tel ég að þessi vísindamaður sé sá sem vitnað er til í facebook póstinum. En þegar upp er staðið snýst þetta í raun og veru um hverjir hafi leyfi til að auglýsa lækningar. Ekki er hægt að sitja hjá þegar aðilar sem ekki hafa til þess leyfi auglýsa lækningar eða lækningatæki. Höfundur póstsins breytti honum nokkuð eftir ritdeilurnar og er það vel þó að mínu mati ætti hún að taka hann alveg niður. Málið hefur verið tilkynnt til landlæknis.Höfundur er sérfræðingur í meðgöngu- og fæðingarsjúkraþjálfun, doktorsnemi við læknadeild Háskóla Íslands og stundakennari við sjúkraþjálfunarskor HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Sigurðardóttir Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Í lögum um heilbrigðisþjónustu (nr. 40 frá árinu 2007 með breytingum sem tóku gildi 7. nóvember 2014) er kveðið á um réttindi landmanna til að eiga kost á heilbrigðisþjónustu til verndar andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigði (https://www.althingi.is/lagas/nuna/2007040.html). Þar er kveðið á um að heilbrigðisstarfsmenn sem hafa hlotið löggildingu landlæknis megi stunda meðferðir og lækningar enda séu þeir undir eftirliti embættisins. Ströng skilyrði eru fyrir veitingu slíkra leyfa bæði hvað varðar menntun og aðbúnað. Í lögum um heilbrigðisstarfsmenn (nr. 34 frá árinu 2012 með breytingum sem tóku gildi 1. júlí 2014) eru taldar upp þær stéttir sem heyra undir skilgreininguna heilbrigðisstarfsmaður. Þar segir ennfremur að sá sem hefur ekki leyfi landlæknis megi ekki veita sjúklingi meðferð eða gefa læknisfræðilegar eða aðrar faglegar ráðleggingar. Heilbrigðisstarfsmenn eru ábyrgir fyrir þeirri meðferð (og/eða lækningu) sem þeir veita enda skylt að vera tryggðir fyrir hugsanlegum skaða sem þeir gætu valdið. (https://www.althingi.is/lagas/nuna/2012034.html)Hvers vegna er ég að rifja þetta upp hér í þessu greinakorni? Ástæðan er sú að ég sá póst á facebooksíðu snyrtistofu (líkamsmeðferðarstofu að sögn eigandans) hér á höfuðborgarsvæðinu þar sem verið var að mæra eiginleika tækis sem virtist vera til sölu hjá þeim aðila sem stendur að snyrtistofunni, þar sagði orðrétt: “Hvað þýðir þetta fyrir ykkar heilsu- og snyrtifyrirtæki? Ef þið eruð nú þegar að bjóða upp á undir- og yfirþrýstingsmeðferðir getið þið einnig boðið upp á kvensjúkdómaþvagfæralækningar með tækjunum ykkar með því markmiði að konur geti stjórnað þvaglátum betur og sporna við signum grindarbotni. Þetta þýðir augljóslega umtalsverða bót á lífsgæðum!”Á undan þessari málsgrein er tækið umrædda lofað í bak og fyrir, vegna eiginleika sinna og fer höfundur póstsins um víðan völl um sjúkdómafræði og þróun kvenlíkamans í gegn um meðgöngur og eftir fæðingu. Í stuttu máli má segja að það sem sagt er á ekki við mikil rök að styðjast, hvort sem minnst er á lélegan árangur viðurkenndra meðferða né líkamlegar breytingar kvenlíkamans. Svo gripið sé aftur niður í póstinn: “Ástæðan fyrir þessu er að við fæðingar þenst mjaðmagrindin (og allir vöðvar og líffæri sem henna fylgja) um 3,5 falt sitt eigið ummál.” Á öðrum stað er sagt: “Það er hins vegar ljós í myrkrinu hvað þvagfæralækningar kvenna varðar en það er hin svokallaða lofttæmimeðferð en þar er notast við sömu aðferð og með Vacustyler tækninni eða ákveðið undirþrýstingsnudd þar sem undir- og yfirþrýstingi er beitt með reglulegu millibili”. Veit höfundur póstsins hvaða áhrif lofttæmimeðferð hefur á leggöng eða endaþarm kvenna sem eiga við vandamál að stríða? Hvað ætlar höfundur að gera ef einhver versnar af alvarlegum kvillum/sjúkdómum eftir meðferð í töfratækinu? En hvers vegna í ósköpunum er ég að eltast við að svara þessu eins og ég gerði gagnvart umdeildum pósti á facebook og þvældist út í ritdeilur þar sem ég varaði við tækinu? Nokkrar brýnar ástæður eru fyrir því. Fyrst má nefna að markhópur sá sem höfðað er til með loforðum eru konur með vandamál í kvenlíffærum og grindarbotni. Sá hópur er mjög blandaður og þar á meðal eru konur með mjög svo viðkvæma vefi, bæði bandvef, vöðvavef og taugavef. Konur sem þjást af alvarlegum kvillum sem draga mikið úr lífsgæðum þeirra. Þar geta líka verið konur með alvarlega sjúkdóma sem ættu ekki að leita aðstoðar á snyrtistofum. Að sjálfsögðu hafa allir einstaklingar rétt til þess að gera það sem þeir vilja við eigin heilsu en ættu þá að hafa í huga hver er menntun og skyldur þess sem veitir meðferðina. Og eru þá að axla fulla ábyrgð á að leita sér slíkrar meðferðar. Í öðru lagi eru rangfærslur í póstinum slíkar að ekki er við unað. Eftir ýtarlega leit í leitarvélum ritrýndra vísindagreina á netinu finnst ekki neitt sem hægt er að heimfæra upp á staðhæfingar póstsins. Weyergans kvensjúkdómaþvagfærafræði virðist ekki vera til. Einn vísindamaður fannst með þessu eftirnafni en sá/sú skrifar um æxli og aðferðir til að koma lyfjum inn í frumur, sjá hér nýjustu grein sem fannst: (https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/29042319) Ekki tel ég að þessi vísindamaður sé sá sem vitnað er til í facebook póstinum. En þegar upp er staðið snýst þetta í raun og veru um hverjir hafi leyfi til að auglýsa lækningar. Ekki er hægt að sitja hjá þegar aðilar sem ekki hafa til þess leyfi auglýsa lækningar eða lækningatæki. Höfundur póstsins breytti honum nokkuð eftir ritdeilurnar og er það vel þó að mínu mati ætti hún að taka hann alveg niður. Málið hefur verið tilkynnt til landlæknis.Höfundur er sérfræðingur í meðgöngu- og fæðingarsjúkraþjálfun, doktorsnemi við læknadeild Háskóla Íslands og stundakennari við sjúkraþjálfunarskor HÍ
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar