Torlæsi þjóðar – á ábyrgð marga Guðjón Ragnar Jónasson skrifar 28. nóvember 2017 07:00 Á dögunum fengum við þær fréttir að átak um læsi í grunnskólum Reykjavíkur hefði engu skilað. Enn og aftur voru það skólarnir sem sátu uppi með Svarta-Pétur. Satt best að segja finnst mér þessi umræða orðin heldur hvimleið. Skólarnir geta ekki séð einir um lestrarkennsluna, foreldrar þurfa að vera fyrirmyndir og sýna bókmenningu og lestri áhuga til að árangur náist. Mér segir svo hugur að lestrarfærni okkar foreldranna hnigni stöðugt og að þar liggi vandinn ekki síst. Margir kaupa ekki bækur og lesa lítið sem ekkert. Það er alkunna að ríkuleg bókmenning á heimili hvetur unga sem aldna við lesturinn. Sú stefna nútímans að fleygja bókum, þannig að bækur eru gerðar útlægar af heimilum, er ekki góð. Í allmörg ár hafa margir sjónvarpsþættir um tísku og hönnun sýnt ótalin glæsiheimili á Íslandi án bóka enda minna þau mörg hver frekar á dauðhreinsaða tannlæknastofu en hlýlegt heimili. Hættum að kenna skólunum um hnignandi læsi, hefjum lestrarátak á vinnustöðum og í samfélaginu. Lestur er samstarfsverkefni heimilis og skóla og hvaða skoðun sem menn kunna að hafa á heimanámi þá þarf reglulegur lestur að vera hluti af daglegum venjum okkar. Hér er umfram allt um að ræða samstarfsverkefni heimilis og skóla. Verkefnið er svo umfangsmikið að skólinn getur aldrei einn og óstuddur leyst það sómasamlega af hendi. Lesturinn þarf því að byggjast á samstarfi kynslóðanna. Kannski mætti hugsa sér að Samtök atvinnulífsins stæðu fyrir gæðastundum og stuðluðu þannig að öflugri símenntun þar sem starfsmenn fengju tækifæri til að ræða bóklestur og bókmenningu í vinnutímanum. Áðurnefnd samtök hafa oft sterkar skoðanir á skólamálum. Með átaki um læsi á vinnustöðum gætu þau sýnt hug sinn í verki. Að endingu legg ég til að foreldrafélög grunnskólanna standi fyrir lestrarátaki fyrir foreldra samhliða því sem börnin eru hvött áfram við lesturinn. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum fengum við þær fréttir að átak um læsi í grunnskólum Reykjavíkur hefði engu skilað. Enn og aftur voru það skólarnir sem sátu uppi með Svarta-Pétur. Satt best að segja finnst mér þessi umræða orðin heldur hvimleið. Skólarnir geta ekki séð einir um lestrarkennsluna, foreldrar þurfa að vera fyrirmyndir og sýna bókmenningu og lestri áhuga til að árangur náist. Mér segir svo hugur að lestrarfærni okkar foreldranna hnigni stöðugt og að þar liggi vandinn ekki síst. Margir kaupa ekki bækur og lesa lítið sem ekkert. Það er alkunna að ríkuleg bókmenning á heimili hvetur unga sem aldna við lesturinn. Sú stefna nútímans að fleygja bókum, þannig að bækur eru gerðar útlægar af heimilum, er ekki góð. Í allmörg ár hafa margir sjónvarpsþættir um tísku og hönnun sýnt ótalin glæsiheimili á Íslandi án bóka enda minna þau mörg hver frekar á dauðhreinsaða tannlæknastofu en hlýlegt heimili. Hættum að kenna skólunum um hnignandi læsi, hefjum lestrarátak á vinnustöðum og í samfélaginu. Lestur er samstarfsverkefni heimilis og skóla og hvaða skoðun sem menn kunna að hafa á heimanámi þá þarf reglulegur lestur að vera hluti af daglegum venjum okkar. Hér er umfram allt um að ræða samstarfsverkefni heimilis og skóla. Verkefnið er svo umfangsmikið að skólinn getur aldrei einn og óstuddur leyst það sómasamlega af hendi. Lesturinn þarf því að byggjast á samstarfi kynslóðanna. Kannski mætti hugsa sér að Samtök atvinnulífsins stæðu fyrir gæðastundum og stuðluðu þannig að öflugri símenntun þar sem starfsmenn fengju tækifæri til að ræða bóklestur og bókmenningu í vinnutímanum. Áðurnefnd samtök hafa oft sterkar skoðanir á skólamálum. Með átaki um læsi á vinnustöðum gætu þau sýnt hug sinn í verki. Að endingu legg ég til að foreldrafélög grunnskólanna standi fyrir lestrarátaki fyrir foreldra samhliða því sem börnin eru hvött áfram við lesturinn. Höfundur er kennari.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun