Torlæsi þjóðar – á ábyrgð marga Guðjón Ragnar Jónasson skrifar 28. nóvember 2017 07:00 Á dögunum fengum við þær fréttir að átak um læsi í grunnskólum Reykjavíkur hefði engu skilað. Enn og aftur voru það skólarnir sem sátu uppi með Svarta-Pétur. Satt best að segja finnst mér þessi umræða orðin heldur hvimleið. Skólarnir geta ekki séð einir um lestrarkennsluna, foreldrar þurfa að vera fyrirmyndir og sýna bókmenningu og lestri áhuga til að árangur náist. Mér segir svo hugur að lestrarfærni okkar foreldranna hnigni stöðugt og að þar liggi vandinn ekki síst. Margir kaupa ekki bækur og lesa lítið sem ekkert. Það er alkunna að ríkuleg bókmenning á heimili hvetur unga sem aldna við lesturinn. Sú stefna nútímans að fleygja bókum, þannig að bækur eru gerðar útlægar af heimilum, er ekki góð. Í allmörg ár hafa margir sjónvarpsþættir um tísku og hönnun sýnt ótalin glæsiheimili á Íslandi án bóka enda minna þau mörg hver frekar á dauðhreinsaða tannlæknastofu en hlýlegt heimili. Hættum að kenna skólunum um hnignandi læsi, hefjum lestrarátak á vinnustöðum og í samfélaginu. Lestur er samstarfsverkefni heimilis og skóla og hvaða skoðun sem menn kunna að hafa á heimanámi þá þarf reglulegur lestur að vera hluti af daglegum venjum okkar. Hér er umfram allt um að ræða samstarfsverkefni heimilis og skóla. Verkefnið er svo umfangsmikið að skólinn getur aldrei einn og óstuddur leyst það sómasamlega af hendi. Lesturinn þarf því að byggjast á samstarfi kynslóðanna. Kannski mætti hugsa sér að Samtök atvinnulífsins stæðu fyrir gæðastundum og stuðluðu þannig að öflugri símenntun þar sem starfsmenn fengju tækifæri til að ræða bóklestur og bókmenningu í vinnutímanum. Áðurnefnd samtök hafa oft sterkar skoðanir á skólamálum. Með átaki um læsi á vinnustöðum gætu þau sýnt hug sinn í verki. Að endingu legg ég til að foreldrafélög grunnskólanna standi fyrir lestrarátaki fyrir foreldra samhliða því sem börnin eru hvött áfram við lesturinn. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum fengum við þær fréttir að átak um læsi í grunnskólum Reykjavíkur hefði engu skilað. Enn og aftur voru það skólarnir sem sátu uppi með Svarta-Pétur. Satt best að segja finnst mér þessi umræða orðin heldur hvimleið. Skólarnir geta ekki séð einir um lestrarkennsluna, foreldrar þurfa að vera fyrirmyndir og sýna bókmenningu og lestri áhuga til að árangur náist. Mér segir svo hugur að lestrarfærni okkar foreldranna hnigni stöðugt og að þar liggi vandinn ekki síst. Margir kaupa ekki bækur og lesa lítið sem ekkert. Það er alkunna að ríkuleg bókmenning á heimili hvetur unga sem aldna við lesturinn. Sú stefna nútímans að fleygja bókum, þannig að bækur eru gerðar útlægar af heimilum, er ekki góð. Í allmörg ár hafa margir sjónvarpsþættir um tísku og hönnun sýnt ótalin glæsiheimili á Íslandi án bóka enda minna þau mörg hver frekar á dauðhreinsaða tannlæknastofu en hlýlegt heimili. Hættum að kenna skólunum um hnignandi læsi, hefjum lestrarátak á vinnustöðum og í samfélaginu. Lestur er samstarfsverkefni heimilis og skóla og hvaða skoðun sem menn kunna að hafa á heimanámi þá þarf reglulegur lestur að vera hluti af daglegum venjum okkar. Hér er umfram allt um að ræða samstarfsverkefni heimilis og skóla. Verkefnið er svo umfangsmikið að skólinn getur aldrei einn og óstuddur leyst það sómasamlega af hendi. Lesturinn þarf því að byggjast á samstarfi kynslóðanna. Kannski mætti hugsa sér að Samtök atvinnulífsins stæðu fyrir gæðastundum og stuðluðu þannig að öflugri símenntun þar sem starfsmenn fengju tækifæri til að ræða bóklestur og bókmenningu í vinnutímanum. Áðurnefnd samtök hafa oft sterkar skoðanir á skólamálum. Með átaki um læsi á vinnustöðum gætu þau sýnt hug sinn í verki. Að endingu legg ég til að foreldrafélög grunnskólanna standi fyrir lestrarátaki fyrir foreldra samhliða því sem börnin eru hvött áfram við lesturinn. Höfundur er kennari.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun