Skil milli dags og nætur að mást út Kjartan Kjartansson skrifar 23. nóvember 2017 20:45 Borgarljós London eru greinileg úr geimnum. Myndin var tekin frá Alþjóðlegu geimstöðinni árið 2015. Vísir/AFP Skipti yfir í svonefnd LED-ljós virðast hafa leitt til aukinnar ljósmengunar í heiminum vegna þess að fólk notar meira af þeim en hefðbundnum ljósum. Vísindamenn segja að skilin á milli dags og nætur séu að hverfa á þéttbýlustu stöðum jarðar og vara við áhrifunum á heilsu fólks og umhverfið. Svæði sem menn lýsa upp á jörðinni hefur stækkað um 2,2% árlega frá 2012 samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Upplýstu svæðin urðu janframt bjartari en áður. Birtustigið jókst sömuleiðis um 2,2%, að því er segir í frétt Washington Post. Raunar er líklegt að aukningin í lýsingu sé vanmetin í rannsókninni nú. Þannig eru gervihnettirnir sem notaðir voru til að meta hana ekki næmir fyrir bláleitu ljósi LED-pera. „Nóttin á jörðinni er að verða bjartari,“ segir Christopher Kyba, aðalhöfundur rannsóknarinnar frá Jarðvísindarannsóknamiðstöð Þýskalands.Kortið sýnir breytingu á birtu á milli áranna 2012 og 2016. Sífellt stærra svæði er upplýst og birtan verður sterkari.Kyba et al.LED-væðingin beðið skipsbrotUndanfarin ár hafa LED-ljós verið notuð í auknum mæli til lýsingar. Þau eru margfalt orkusparneytnari en hefðbundnar ljósaperur auk þess sem þær endast mun lengur. Vonir stóðu til þess að LED-ljós myndu þannig leiða til mikils orkusparnaðar í heiminum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna hins vegar fram á það hefur ekki gengið eftir. Þvert á móti hefur orkunotkunin og útilýsingin aukist. Í stað þess að dragast saman eða að standa í stað hefur ljósmengun í vestrænum iðnvæddum ríkjum til að mynda aukist, þrátt fyrir LED-væðinguna. Fólk virðist einfaldlega hafa nýtt orkusparnaðinn til þess að setja upp enn fleiri ljós. LED-væðingin hafi algerlega brugðist, að því er kemur fram í umfjöllun Gizmodo.Mílanó að nóttu til fyrir og eftir LED-væðingu. Vinstri myndin er tekin 2012 en sú til hægri árið 2015. LED-ljósin gefa frá sér mun bláleitara ljós.Kyba et al.Gætum séð betur með minni birtuEkki aðeins hefur mögulegur orkusparnaður orðið að engu heldur vara rannsakendurnir við skaðlegum áhrifum birtunnar á plöntu- og dýralíf og heilsu manna, segir breska ríkisútvarpið BBC. Rannsóknir hafa meðal annars sýnt að blátt ljós, eins og LED-perur gefa frá sér, hafi áhrif á svefnhormón manna og að manngerð ljós geti haft áhrif á frævun nytjajurta með því að trufla skordýr á nóttunni. „Manngert ljós á nóttunni er nýr álagsvaldur. Vandamálið er að ljósum hefur verið komið fyrir á stöðum, á tímum og í magni sem á sér ekki stað náttúrulega and það er engin leið fyrir margar lífverur að aðlagast þessum nýja álagsþætti,“ segir Franz Holker, einn rannsakendanna við Washington Post. Ekkert bendir til þess að þróunin sé að stöðvast eða að snúast við. Kyba segir þó að lítið mál væri að gera þéttbýlissvæði mun dimmari án þess að það skaðaði skyggni á þeim. „Sjón manna byggist á birtuskilum, ekki ljósmagni. Með því að draga úr birtuskilum utandyra, með því að forðast glampandi lampa, er í raun hægt að bæta skyggni með minna ljósi,“ segir Kyba við BBC. Vísindi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Skipti yfir í svonefnd LED-ljós virðast hafa leitt til aukinnar ljósmengunar í heiminum vegna þess að fólk notar meira af þeim en hefðbundnum ljósum. Vísindamenn segja að skilin á milli dags og nætur séu að hverfa á þéttbýlustu stöðum jarðar og vara við áhrifunum á heilsu fólks og umhverfið. Svæði sem menn lýsa upp á jörðinni hefur stækkað um 2,2% árlega frá 2012 samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Upplýstu svæðin urðu janframt bjartari en áður. Birtustigið jókst sömuleiðis um 2,2%, að því er segir í frétt Washington Post. Raunar er líklegt að aukningin í lýsingu sé vanmetin í rannsókninni nú. Þannig eru gervihnettirnir sem notaðir voru til að meta hana ekki næmir fyrir bláleitu ljósi LED-pera. „Nóttin á jörðinni er að verða bjartari,“ segir Christopher Kyba, aðalhöfundur rannsóknarinnar frá Jarðvísindarannsóknamiðstöð Þýskalands.Kortið sýnir breytingu á birtu á milli áranna 2012 og 2016. Sífellt stærra svæði er upplýst og birtan verður sterkari.Kyba et al.LED-væðingin beðið skipsbrotUndanfarin ár hafa LED-ljós verið notuð í auknum mæli til lýsingar. Þau eru margfalt orkusparneytnari en hefðbundnar ljósaperur auk þess sem þær endast mun lengur. Vonir stóðu til þess að LED-ljós myndu þannig leiða til mikils orkusparnaðar í heiminum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna hins vegar fram á það hefur ekki gengið eftir. Þvert á móti hefur orkunotkunin og útilýsingin aukist. Í stað þess að dragast saman eða að standa í stað hefur ljósmengun í vestrænum iðnvæddum ríkjum til að mynda aukist, þrátt fyrir LED-væðinguna. Fólk virðist einfaldlega hafa nýtt orkusparnaðinn til þess að setja upp enn fleiri ljós. LED-væðingin hafi algerlega brugðist, að því er kemur fram í umfjöllun Gizmodo.Mílanó að nóttu til fyrir og eftir LED-væðingu. Vinstri myndin er tekin 2012 en sú til hægri árið 2015. LED-ljósin gefa frá sér mun bláleitara ljós.Kyba et al.Gætum séð betur með minni birtuEkki aðeins hefur mögulegur orkusparnaður orðið að engu heldur vara rannsakendurnir við skaðlegum áhrifum birtunnar á plöntu- og dýralíf og heilsu manna, segir breska ríkisútvarpið BBC. Rannsóknir hafa meðal annars sýnt að blátt ljós, eins og LED-perur gefa frá sér, hafi áhrif á svefnhormón manna og að manngerð ljós geti haft áhrif á frævun nytjajurta með því að trufla skordýr á nóttunni. „Manngert ljós á nóttunni er nýr álagsvaldur. Vandamálið er að ljósum hefur verið komið fyrir á stöðum, á tímum og í magni sem á sér ekki stað náttúrulega and það er engin leið fyrir margar lífverur að aðlagast þessum nýja álagsþætti,“ segir Franz Holker, einn rannsakendanna við Washington Post. Ekkert bendir til þess að þróunin sé að stöðvast eða að snúast við. Kyba segir þó að lítið mál væri að gera þéttbýlissvæði mun dimmari án þess að það skaðaði skyggni á þeim. „Sjón manna byggist á birtuskilum, ekki ljósmagni. Með því að draga úr birtuskilum utandyra, með því að forðast glampandi lampa, er í raun hægt að bæta skyggni með minna ljósi,“ segir Kyba við BBC.
Vísindi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira