234 litlir tófuhvolpar – yrðlingar – drepnir í Húnaþingi vestra; margir barðir til dauða Ole Anton Bieltvedt skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Íslenzki refurinn, pólarrefurinn, er einstök tegund refs, minni og öðruvísi byggður en rauðrefurinn, og kom hann til Íslands á seinni ísöld. Er hann því fyrsta náttúrulega spendýrið, frumbygginn, hér. Í dag eru ekki nema um 200 pólarrefir annars staðar á Norðurlöndum, og eru þeir alfriðaðir. Er allt gert til að reyna á ná stofninum upp aftur. Er engin hætta talin stafa af pólarref fyrir umhverfi, lífríki eða búfénað, enda er hann lítið dýr, 3 til 5 kg að þyngd. Er hann minnsta undirtegund „hunda“. Pólarrefurinn er alæta, lifir á berjum, þangi, dýrahræum í fjöru og á landi, eggjum, hagamúsum, nagdýrum og fuglum. Hefur hann verið eðlilegur hlekkur lífskeðjunnar hér í árþúsundir. Þegar ær voru látnar bera lömb sín úti, voru einhver brögð að því, að pólarrefurinn réðist á nýfædd og varnarlaus lömb, einkum í harðæri, og fékk hann þá á sig það óorð, að hann væri grimmdarseggur – vargur – en í þá daga skipti hvert eitt lamb máli. Árum saman hafa bændur hins vegar látið ær sínar bera í húsi, og varð það endir þess, að pólarrefurinn kæmist í bjargarlaus lömb. Af einhverjum ástæðum hafa ýmsir þó haldið áfram að úthrópa pólarrefinn, eins og af gömlum vana, og mætti helzt halda, að hann væri afkvæmi skrattans sjálfs. Ég hef átt tal við bændur, refaveiðimenn, sveitarstjórnarmenn og oddvita, líka þá vísindamenn, sem mest vita um pólarrefinn, og er niðurstaðan í öllum tilvikum hin sama: Árum eða áratugum saman hefur pólarrefurinn engum teljandi skaða valdið á sauðfé. Það er því ekkert samhengi milli þess veiðiæðis og þeirra ofsókna, sem eru í gangi gegn pólarrefnum, og þess tjóns, sem hann veldur.100 milljónir í árásir Íslenzka ríkið leggur til 30 milljónir króna árlega til að herja á pólarrefinn og bæta sveitarfélög við 70 milljónum. Fara þannig 100 milljónir af almannafé í botnlausar og þindarlausar árásir á pólarrefinn. Eru sögusagnir og rangfærslur sumra refahatara með ólíkindum. Bóndi á Vestfjörðum fullyrti, að í friðlandi refa á Hornströndum hefðu 10.000 dýr farið um frá 1994, en vísindamenn segja mér, að þar búi 250 til 300 dýr. Kannast menn við sögu H.C. Andersen, þar sem ein fjöður varð að 5 hænum? Miklar sögur fara af því, að refurinn ráðist á lömb á fjalli, og komi þær með afétnar kinnar og afskræmdar af fjalli. Einn bóndi, sem sagði mér slíka sögu, varð að viðurkenna, að hún væri 30 ára gömul. Einn grenjaveiðimaður, sem stundað hafði grenjaveiðar í 20 ár, legið á hundruðum grenja, sagðist þrisvar hafa orðið var við leifar lambs við greni. Hefði refur líka getað hafa hirt hræ. Ef litið er til peningahliðar málsins, blasir þetta við: 1) Bóndinn fær 5.000 krónur fyrir haustlamb. 2.) 100 milljónum króna er varið til útrýmingartilrauna refsins, en það tilsvarar verðgildi 20.000 haustlamba. Grenjaveiðarnar eru þó versti hluti málsins. Hvolpar fæðast um mánaðamótin apríl/maí, og hefjast grenjaveiðar í byrjun júni. Læða og steggur lifa saman ævilangt, og er steggur í því á daginn að færa björg í bú, meðan læða gætir og fæðir hvolpana. Leggjast veiðimenn við greni, bíða komu steggs og skjóta. Þegar matarbirgðir þrjóta í greni, neyðist læða til að yfirgefa yrðlinga í fæðuleit. Er hún þá skotin. Eftir eru þá litlir yrðlingar, 4-5 vikna gamlir, eins og litlir hundshvolpar, og þegar hungrið sverfur að, freista þeir þess, að fara úr greni. Eru þeir þá handsamaðir og barðir til dauða með steini eða skotnir. Sumir yrðlingar þráast við í greni, þrátt fyrir kvöl hungurs og einsemdar, og læða þá veiðimenn fótaboga inn í greni, sem er festur á bandi, og þegar boginn smellur, limlestir, jafnvel brýtur litinn fót, kippir veiðimaður í og lemur svo þessa litlu og hrjáðu veru til bana eða skýtur. Húnaþing vestra varði 7,7 milljónum króna til refa og minnkadráps síðustu 12 mánuði, þar af voru 234 yrðlingar drepnir þar með þeim hætti, sem hér greinir. Kæru lesendur, erum við í menningarlandinu Íslandi eða hrukkum við með einverjum hætti aftur til miðalda!? Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Íslenzki refurinn, pólarrefurinn, er einstök tegund refs, minni og öðruvísi byggður en rauðrefurinn, og kom hann til Íslands á seinni ísöld. Er hann því fyrsta náttúrulega spendýrið, frumbygginn, hér. Í dag eru ekki nema um 200 pólarrefir annars staðar á Norðurlöndum, og eru þeir alfriðaðir. Er allt gert til að reyna á ná stofninum upp aftur. Er engin hætta talin stafa af pólarref fyrir umhverfi, lífríki eða búfénað, enda er hann lítið dýr, 3 til 5 kg að þyngd. Er hann minnsta undirtegund „hunda“. Pólarrefurinn er alæta, lifir á berjum, þangi, dýrahræum í fjöru og á landi, eggjum, hagamúsum, nagdýrum og fuglum. Hefur hann verið eðlilegur hlekkur lífskeðjunnar hér í árþúsundir. Þegar ær voru látnar bera lömb sín úti, voru einhver brögð að því, að pólarrefurinn réðist á nýfædd og varnarlaus lömb, einkum í harðæri, og fékk hann þá á sig það óorð, að hann væri grimmdarseggur – vargur – en í þá daga skipti hvert eitt lamb máli. Árum saman hafa bændur hins vegar látið ær sínar bera í húsi, og varð það endir þess, að pólarrefurinn kæmist í bjargarlaus lömb. Af einhverjum ástæðum hafa ýmsir þó haldið áfram að úthrópa pólarrefinn, eins og af gömlum vana, og mætti helzt halda, að hann væri afkvæmi skrattans sjálfs. Ég hef átt tal við bændur, refaveiðimenn, sveitarstjórnarmenn og oddvita, líka þá vísindamenn, sem mest vita um pólarrefinn, og er niðurstaðan í öllum tilvikum hin sama: Árum eða áratugum saman hefur pólarrefurinn engum teljandi skaða valdið á sauðfé. Það er því ekkert samhengi milli þess veiðiæðis og þeirra ofsókna, sem eru í gangi gegn pólarrefnum, og þess tjóns, sem hann veldur.100 milljónir í árásir Íslenzka ríkið leggur til 30 milljónir króna árlega til að herja á pólarrefinn og bæta sveitarfélög við 70 milljónum. Fara þannig 100 milljónir af almannafé í botnlausar og þindarlausar árásir á pólarrefinn. Eru sögusagnir og rangfærslur sumra refahatara með ólíkindum. Bóndi á Vestfjörðum fullyrti, að í friðlandi refa á Hornströndum hefðu 10.000 dýr farið um frá 1994, en vísindamenn segja mér, að þar búi 250 til 300 dýr. Kannast menn við sögu H.C. Andersen, þar sem ein fjöður varð að 5 hænum? Miklar sögur fara af því, að refurinn ráðist á lömb á fjalli, og komi þær með afétnar kinnar og afskræmdar af fjalli. Einn bóndi, sem sagði mér slíka sögu, varð að viðurkenna, að hún væri 30 ára gömul. Einn grenjaveiðimaður, sem stundað hafði grenjaveiðar í 20 ár, legið á hundruðum grenja, sagðist þrisvar hafa orðið var við leifar lambs við greni. Hefði refur líka getað hafa hirt hræ. Ef litið er til peningahliðar málsins, blasir þetta við: 1) Bóndinn fær 5.000 krónur fyrir haustlamb. 2.) 100 milljónum króna er varið til útrýmingartilrauna refsins, en það tilsvarar verðgildi 20.000 haustlamba. Grenjaveiðarnar eru þó versti hluti málsins. Hvolpar fæðast um mánaðamótin apríl/maí, og hefjast grenjaveiðar í byrjun júni. Læða og steggur lifa saman ævilangt, og er steggur í því á daginn að færa björg í bú, meðan læða gætir og fæðir hvolpana. Leggjast veiðimenn við greni, bíða komu steggs og skjóta. Þegar matarbirgðir þrjóta í greni, neyðist læða til að yfirgefa yrðlinga í fæðuleit. Er hún þá skotin. Eftir eru þá litlir yrðlingar, 4-5 vikna gamlir, eins og litlir hundshvolpar, og þegar hungrið sverfur að, freista þeir þess, að fara úr greni. Eru þeir þá handsamaðir og barðir til dauða með steini eða skotnir. Sumir yrðlingar þráast við í greni, þrátt fyrir kvöl hungurs og einsemdar, og læða þá veiðimenn fótaboga inn í greni, sem er festur á bandi, og þegar boginn smellur, limlestir, jafnvel brýtur litinn fót, kippir veiðimaður í og lemur svo þessa litlu og hrjáðu veru til bana eða skýtur. Húnaþing vestra varði 7,7 milljónum króna til refa og minnkadráps síðustu 12 mánuði, þar af voru 234 yrðlingar drepnir þar með þeim hætti, sem hér greinir. Kæru lesendur, erum við í menningarlandinu Íslandi eða hrukkum við með einverjum hætti aftur til miðalda!? Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar