234 litlir tófuhvolpar – yrðlingar – drepnir í Húnaþingi vestra; margir barðir til dauða Ole Anton Bieltvedt skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Íslenzki refurinn, pólarrefurinn, er einstök tegund refs, minni og öðruvísi byggður en rauðrefurinn, og kom hann til Íslands á seinni ísöld. Er hann því fyrsta náttúrulega spendýrið, frumbygginn, hér. Í dag eru ekki nema um 200 pólarrefir annars staðar á Norðurlöndum, og eru þeir alfriðaðir. Er allt gert til að reyna á ná stofninum upp aftur. Er engin hætta talin stafa af pólarref fyrir umhverfi, lífríki eða búfénað, enda er hann lítið dýr, 3 til 5 kg að þyngd. Er hann minnsta undirtegund „hunda“. Pólarrefurinn er alæta, lifir á berjum, þangi, dýrahræum í fjöru og á landi, eggjum, hagamúsum, nagdýrum og fuglum. Hefur hann verið eðlilegur hlekkur lífskeðjunnar hér í árþúsundir. Þegar ær voru látnar bera lömb sín úti, voru einhver brögð að því, að pólarrefurinn réðist á nýfædd og varnarlaus lömb, einkum í harðæri, og fékk hann þá á sig það óorð, að hann væri grimmdarseggur – vargur – en í þá daga skipti hvert eitt lamb máli. Árum saman hafa bændur hins vegar látið ær sínar bera í húsi, og varð það endir þess, að pólarrefurinn kæmist í bjargarlaus lömb. Af einhverjum ástæðum hafa ýmsir þó haldið áfram að úthrópa pólarrefinn, eins og af gömlum vana, og mætti helzt halda, að hann væri afkvæmi skrattans sjálfs. Ég hef átt tal við bændur, refaveiðimenn, sveitarstjórnarmenn og oddvita, líka þá vísindamenn, sem mest vita um pólarrefinn, og er niðurstaðan í öllum tilvikum hin sama: Árum eða áratugum saman hefur pólarrefurinn engum teljandi skaða valdið á sauðfé. Það er því ekkert samhengi milli þess veiðiæðis og þeirra ofsókna, sem eru í gangi gegn pólarrefnum, og þess tjóns, sem hann veldur.100 milljónir í árásir Íslenzka ríkið leggur til 30 milljónir króna árlega til að herja á pólarrefinn og bæta sveitarfélög við 70 milljónum. Fara þannig 100 milljónir af almannafé í botnlausar og þindarlausar árásir á pólarrefinn. Eru sögusagnir og rangfærslur sumra refahatara með ólíkindum. Bóndi á Vestfjörðum fullyrti, að í friðlandi refa á Hornströndum hefðu 10.000 dýr farið um frá 1994, en vísindamenn segja mér, að þar búi 250 til 300 dýr. Kannast menn við sögu H.C. Andersen, þar sem ein fjöður varð að 5 hænum? Miklar sögur fara af því, að refurinn ráðist á lömb á fjalli, og komi þær með afétnar kinnar og afskræmdar af fjalli. Einn bóndi, sem sagði mér slíka sögu, varð að viðurkenna, að hún væri 30 ára gömul. Einn grenjaveiðimaður, sem stundað hafði grenjaveiðar í 20 ár, legið á hundruðum grenja, sagðist þrisvar hafa orðið var við leifar lambs við greni. Hefði refur líka getað hafa hirt hræ. Ef litið er til peningahliðar málsins, blasir þetta við: 1) Bóndinn fær 5.000 krónur fyrir haustlamb. 2.) 100 milljónum króna er varið til útrýmingartilrauna refsins, en það tilsvarar verðgildi 20.000 haustlamba. Grenjaveiðarnar eru þó versti hluti málsins. Hvolpar fæðast um mánaðamótin apríl/maí, og hefjast grenjaveiðar í byrjun júni. Læða og steggur lifa saman ævilangt, og er steggur í því á daginn að færa björg í bú, meðan læða gætir og fæðir hvolpana. Leggjast veiðimenn við greni, bíða komu steggs og skjóta. Þegar matarbirgðir þrjóta í greni, neyðist læða til að yfirgefa yrðlinga í fæðuleit. Er hún þá skotin. Eftir eru þá litlir yrðlingar, 4-5 vikna gamlir, eins og litlir hundshvolpar, og þegar hungrið sverfur að, freista þeir þess, að fara úr greni. Eru þeir þá handsamaðir og barðir til dauða með steini eða skotnir. Sumir yrðlingar þráast við í greni, þrátt fyrir kvöl hungurs og einsemdar, og læða þá veiðimenn fótaboga inn í greni, sem er festur á bandi, og þegar boginn smellur, limlestir, jafnvel brýtur litinn fót, kippir veiðimaður í og lemur svo þessa litlu og hrjáðu veru til bana eða skýtur. Húnaþing vestra varði 7,7 milljónum króna til refa og minnkadráps síðustu 12 mánuði, þar af voru 234 yrðlingar drepnir þar með þeim hætti, sem hér greinir. Kæru lesendur, erum við í menningarlandinu Íslandi eða hrukkum við með einverjum hætti aftur til miðalda!? Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenzki refurinn, pólarrefurinn, er einstök tegund refs, minni og öðruvísi byggður en rauðrefurinn, og kom hann til Íslands á seinni ísöld. Er hann því fyrsta náttúrulega spendýrið, frumbygginn, hér. Í dag eru ekki nema um 200 pólarrefir annars staðar á Norðurlöndum, og eru þeir alfriðaðir. Er allt gert til að reyna á ná stofninum upp aftur. Er engin hætta talin stafa af pólarref fyrir umhverfi, lífríki eða búfénað, enda er hann lítið dýr, 3 til 5 kg að þyngd. Er hann minnsta undirtegund „hunda“. Pólarrefurinn er alæta, lifir á berjum, þangi, dýrahræum í fjöru og á landi, eggjum, hagamúsum, nagdýrum og fuglum. Hefur hann verið eðlilegur hlekkur lífskeðjunnar hér í árþúsundir. Þegar ær voru látnar bera lömb sín úti, voru einhver brögð að því, að pólarrefurinn réðist á nýfædd og varnarlaus lömb, einkum í harðæri, og fékk hann þá á sig það óorð, að hann væri grimmdarseggur – vargur – en í þá daga skipti hvert eitt lamb máli. Árum saman hafa bændur hins vegar látið ær sínar bera í húsi, og varð það endir þess, að pólarrefurinn kæmist í bjargarlaus lömb. Af einhverjum ástæðum hafa ýmsir þó haldið áfram að úthrópa pólarrefinn, eins og af gömlum vana, og mætti helzt halda, að hann væri afkvæmi skrattans sjálfs. Ég hef átt tal við bændur, refaveiðimenn, sveitarstjórnarmenn og oddvita, líka þá vísindamenn, sem mest vita um pólarrefinn, og er niðurstaðan í öllum tilvikum hin sama: Árum eða áratugum saman hefur pólarrefurinn engum teljandi skaða valdið á sauðfé. Það er því ekkert samhengi milli þess veiðiæðis og þeirra ofsókna, sem eru í gangi gegn pólarrefnum, og þess tjóns, sem hann veldur.100 milljónir í árásir Íslenzka ríkið leggur til 30 milljónir króna árlega til að herja á pólarrefinn og bæta sveitarfélög við 70 milljónum. Fara þannig 100 milljónir af almannafé í botnlausar og þindarlausar árásir á pólarrefinn. Eru sögusagnir og rangfærslur sumra refahatara með ólíkindum. Bóndi á Vestfjörðum fullyrti, að í friðlandi refa á Hornströndum hefðu 10.000 dýr farið um frá 1994, en vísindamenn segja mér, að þar búi 250 til 300 dýr. Kannast menn við sögu H.C. Andersen, þar sem ein fjöður varð að 5 hænum? Miklar sögur fara af því, að refurinn ráðist á lömb á fjalli, og komi þær með afétnar kinnar og afskræmdar af fjalli. Einn bóndi, sem sagði mér slíka sögu, varð að viðurkenna, að hún væri 30 ára gömul. Einn grenjaveiðimaður, sem stundað hafði grenjaveiðar í 20 ár, legið á hundruðum grenja, sagðist þrisvar hafa orðið var við leifar lambs við greni. Hefði refur líka getað hafa hirt hræ. Ef litið er til peningahliðar málsins, blasir þetta við: 1) Bóndinn fær 5.000 krónur fyrir haustlamb. 2.) 100 milljónum króna er varið til útrýmingartilrauna refsins, en það tilsvarar verðgildi 20.000 haustlamba. Grenjaveiðarnar eru þó versti hluti málsins. Hvolpar fæðast um mánaðamótin apríl/maí, og hefjast grenjaveiðar í byrjun júni. Læða og steggur lifa saman ævilangt, og er steggur í því á daginn að færa björg í bú, meðan læða gætir og fæðir hvolpana. Leggjast veiðimenn við greni, bíða komu steggs og skjóta. Þegar matarbirgðir þrjóta í greni, neyðist læða til að yfirgefa yrðlinga í fæðuleit. Er hún þá skotin. Eftir eru þá litlir yrðlingar, 4-5 vikna gamlir, eins og litlir hundshvolpar, og þegar hungrið sverfur að, freista þeir þess, að fara úr greni. Eru þeir þá handsamaðir og barðir til dauða með steini eða skotnir. Sumir yrðlingar þráast við í greni, þrátt fyrir kvöl hungurs og einsemdar, og læða þá veiðimenn fótaboga inn í greni, sem er festur á bandi, og þegar boginn smellur, limlestir, jafnvel brýtur litinn fót, kippir veiðimaður í og lemur svo þessa litlu og hrjáðu veru til bana eða skýtur. Húnaþing vestra varði 7,7 milljónum króna til refa og minnkadráps síðustu 12 mánuði, þar af voru 234 yrðlingar drepnir þar með þeim hætti, sem hér greinir. Kæru lesendur, erum við í menningarlandinu Íslandi eða hrukkum við með einverjum hætti aftur til miðalda!? Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar