Tímaspursmál hvenær konur ryfu þögnina 23. nóvember 2017 06:45 Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna. vísir/Ernir Það var aðeins tímaspursmál hvenær stíflan myndi bresta og konur rjúfa þögnina um kynbundið ofbeldi innan stjórnmálanna sem sé hluti af vinnustaðarmenningu Alþingis sem taka þarf föstum tökum. Þetta segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, sem ásamt hópi annarra karl á þingi sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem lýst er yfir vilja til að bregðast við áskorun 306 stjórnmálakvenna á þriðjudag undir yfirskriftinni „Í skugga valdsins“ um að karlar axli ábyrgð og stjórnmálaflokkarnir taki af festu á kynbundnu ofbeldi. „Þessi hópur kom saman vikuna eftir kosningar þannig að við höfum verið að stefna að því að gera eitthvað síðan þá,“ segir Andrés Ingi en tilefnið var #MeToo vakningin sem á undanförnum vikum hefur afhjúpað kynbundið ofbeldi innan fjölda stétta. „Það var kannski bara tímaspursmál hvenær eitthvað svona kæmi fram. Þetta er einhver hluti af vinnustaðarmenningunni á Alþingi sem þarf að takast á við og eitthvað sem við viljum skoða; hvernig við getum byggt upp betra andrúmsloft á þingi.“ Þegar hafi verið rætt við UN Women um þá hugmynd að skipuleggja s.k. „Barbershop“ fyrir þingmenn sem myndi að sögn Andrésar fela í sér starfsdag í þinginu þar sem allir þingmenn, karlar og konur, ræði þessi mál opinskátt. „Þetta væri einn stór viðburður í upphafi kjörtímabils en svo þurfum við að hafa viðvarandi samtal í gangi um frekari aðgerðir.“ Aðspurður kveðst Andrés sjálfur ekki hafa orðið vitni að áreitni eða óviðeigandi framkomu kollega þann tíma sem hann hefur setið á þingi. „Ég man ekki til þess en það er alltaf möguleiki að maður sé orðinn svo samdauna kerfinu að maður sjái það ekki. Það er eitt af því sem við þurfum að ræða og vinna á ef sú er raunin. Það eru allir mjög viljugir að stíga þetta skref.“ Nýir þingmenn fá fræðslu og kennslu áður en þeir setjast á þing þar sem þeir eru settir inn í siði og venjur, hvernig þeir eiga að bera sig að og haga sér í starfi. Andrés segir aðspurður að það geti verið af hinu góða að þingið taki upp sambærilega fræðslu um kynbundið ofbeldi. Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Sjá meira
Það var aðeins tímaspursmál hvenær stíflan myndi bresta og konur rjúfa þögnina um kynbundið ofbeldi innan stjórnmálanna sem sé hluti af vinnustaðarmenningu Alþingis sem taka þarf föstum tökum. Þetta segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, sem ásamt hópi annarra karl á þingi sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem lýst er yfir vilja til að bregðast við áskorun 306 stjórnmálakvenna á þriðjudag undir yfirskriftinni „Í skugga valdsins“ um að karlar axli ábyrgð og stjórnmálaflokkarnir taki af festu á kynbundnu ofbeldi. „Þessi hópur kom saman vikuna eftir kosningar þannig að við höfum verið að stefna að því að gera eitthvað síðan þá,“ segir Andrés Ingi en tilefnið var #MeToo vakningin sem á undanförnum vikum hefur afhjúpað kynbundið ofbeldi innan fjölda stétta. „Það var kannski bara tímaspursmál hvenær eitthvað svona kæmi fram. Þetta er einhver hluti af vinnustaðarmenningunni á Alþingi sem þarf að takast á við og eitthvað sem við viljum skoða; hvernig við getum byggt upp betra andrúmsloft á þingi.“ Þegar hafi verið rætt við UN Women um þá hugmynd að skipuleggja s.k. „Barbershop“ fyrir þingmenn sem myndi að sögn Andrésar fela í sér starfsdag í þinginu þar sem allir þingmenn, karlar og konur, ræði þessi mál opinskátt. „Þetta væri einn stór viðburður í upphafi kjörtímabils en svo þurfum við að hafa viðvarandi samtal í gangi um frekari aðgerðir.“ Aðspurður kveðst Andrés sjálfur ekki hafa orðið vitni að áreitni eða óviðeigandi framkomu kollega þann tíma sem hann hefur setið á þingi. „Ég man ekki til þess en það er alltaf möguleiki að maður sé orðinn svo samdauna kerfinu að maður sjái það ekki. Það er eitt af því sem við þurfum að ræða og vinna á ef sú er raunin. Það eru allir mjög viljugir að stíga þetta skref.“ Nýir þingmenn fá fræðslu og kennslu áður en þeir setjast á þing þar sem þeir eru settir inn í siði og venjur, hvernig þeir eiga að bera sig að og haga sér í starfi. Andrés segir aðspurður að það geti verið af hinu góða að þingið taki upp sambærilega fræðslu um kynbundið ofbeldi.
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Sjá meira