Handbolti

Ulrik Wilbek verður næsti borgarstjóri í Viborg

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ulrik Wilbek náði frábærum árangri með karla- og kvennalandslið Danmerkur í handbolta.
Ulrik Wilbek náði frábærum árangri með karla- og kvennalandslið Danmerkur í handbolta. vísir/getty
Ulrik Wilbek, fyrrverandi þjálfari Dana í handbolta, verður næsti borgarstjóri í Viborg. Wilbek bauð sig fram sem oddviti Venstre en hann hefur áður setið í borgarstjórn fyrir flokkinn.

Wilbek var áður þjálfari karla- og kvennaliða Danmerkur í handbolta og síðar íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins. Hann stýrði einnig kvennaliði Viborg um tíma.

Wilbek gerði danska karlalandsliðið tvisvar sinnum að Evrópumeisturunum og vann auk þess til sex annarra verðlauna á stórmótum. Undir stjórn Wilbeks varð danska kvennalandsliðið heims-, Evrópu- og Ólympíumeistari.

Wilbek var mikið í fréttum í fyrra þegar hann reyndi að grafa undan Guðmundi Guðmundssyni á Ólympíuleikunum í Ríó. Guðmundur gerði Dani að Ólympíumeisturum þrátt fyrir andstöðu Wilbeks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×