Williams þvertekur fyrir að búið sé að ráða Kubica Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 21. nóvember 2017 23:00 Robert Kubica. Vísir/Getty Williams Formúlu 1 liðið þvertekur fyrir að búið sé að ráða pólska ökumanninn Robert Kubica til að aka fyrir liðið á næsta ári. Kubica hefur prófað 2014 árgerðina af bíl liðsins tvisvar á síðastliðnum mánuði. Hann er einn þeirra ökumanna sem til greina koma sem staðgengill fyrir Felipe Massa. Massa mun aka sína síðustu keppni í Formúlu 1 þegar tímabilið klárast í Abú Dabí um helgina. Kubica mun aka 2017 bílnum í dekkjaprófunum fyrir Pirelli eftir Abú Dabí kappaksturinn. Slíkt þykir enn frekar ýta undir að búið sé að semja við Kubica en liðið þverneitar að staðfesta nokkuð um það og segir í yfirlýsingu liðsins að enn sé óákveðið hver muni taka sæti Massa. „Þrátt fyrir að við séum áfram að tala við Kubica, þá hefur endanleg ákvörðun ekki verið tekin um hver muni taka sæti Massa,“ sagði orðrétt í yfirlýsingunni.Paul di Resta í Williams gallanum eftir tímatökuna í Ungverjalandi í ár.Vísir/Getty„Tilkynning mun koma frá liðinu um leið og við höfum eitthvað að tilkynna. Enginn tilkynning er á dagsskrá í Abú Dabí um helgina,“ sagði enn frekar í yfirlýsingu frá liðinu. Paul di Resta, núvernadi varaökumaður Williams liðsins og Pascal Wehrlein, ökumaður Sauber liðsins eru þeir tveir sem helst koma til greina auk Kubica. Di Resta ók í ungverska kappakstrinum í fjarveru Massa og þótti standa sig vel. Hins vegar er Wehrlein talinn mjög efnilegur og eini þeirra sem raunverulega er að aka í Formúlu 1 um þessar mundir. Auk þess er hann á mála hjá Mercedes liðinu og það er því líklegt að samningar verði liprir þar á milli um einhvern afslátt af vélaverðinu í skiptum fyrir ökumannssætið. Enn annar vinkill á þessar vangaveltur er þó sá að Lance Stroll sem er í hinum Williams bílnum og verður á næsta ári er, líkt og Wehrlein frekar ungur og reynslulítill. Það spilar upp í hendurnar á hinum tveimur sem eru báðir komnir yfir þrítugt, sem í þessum leik gerir menn allt að því gamla. Formúla Tengdar fréttir Felipe Massa hættir í Formúlu 1 Felipe Massa ökumaður Williams liðsins hefur tilkynnt að hann ætli að leggja hjálminn á hilluna frægu eftir að tímabilinu í ár lýkur. 4. nóvember 2017 22:45 Kubica klárar próf hjá Williams Robert Kubica hefur lokið annarri prófraun sinni hjá Williams liðinu þar sem hæfni hans til að aka Formúlu 1 bíl er metin. 17. október 2017 19:30 Sebastian Vettel á ráspól í Ungverjalandi Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur í tímatökunni fyrir Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer í Ungverjalandi á morgun. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar og Valtteri Bottas á Mercedes þriðji. 29. júlí 2017 12:57 Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Williams Formúlu 1 liðið þvertekur fyrir að búið sé að ráða pólska ökumanninn Robert Kubica til að aka fyrir liðið á næsta ári. Kubica hefur prófað 2014 árgerðina af bíl liðsins tvisvar á síðastliðnum mánuði. Hann er einn þeirra ökumanna sem til greina koma sem staðgengill fyrir Felipe Massa. Massa mun aka sína síðustu keppni í Formúlu 1 þegar tímabilið klárast í Abú Dabí um helgina. Kubica mun aka 2017 bílnum í dekkjaprófunum fyrir Pirelli eftir Abú Dabí kappaksturinn. Slíkt þykir enn frekar ýta undir að búið sé að semja við Kubica en liðið þverneitar að staðfesta nokkuð um það og segir í yfirlýsingu liðsins að enn sé óákveðið hver muni taka sæti Massa. „Þrátt fyrir að við séum áfram að tala við Kubica, þá hefur endanleg ákvörðun ekki verið tekin um hver muni taka sæti Massa,“ sagði orðrétt í yfirlýsingunni.Paul di Resta í Williams gallanum eftir tímatökuna í Ungverjalandi í ár.Vísir/Getty„Tilkynning mun koma frá liðinu um leið og við höfum eitthvað að tilkynna. Enginn tilkynning er á dagsskrá í Abú Dabí um helgina,“ sagði enn frekar í yfirlýsingu frá liðinu. Paul di Resta, núvernadi varaökumaður Williams liðsins og Pascal Wehrlein, ökumaður Sauber liðsins eru þeir tveir sem helst koma til greina auk Kubica. Di Resta ók í ungverska kappakstrinum í fjarveru Massa og þótti standa sig vel. Hins vegar er Wehrlein talinn mjög efnilegur og eini þeirra sem raunverulega er að aka í Formúlu 1 um þessar mundir. Auk þess er hann á mála hjá Mercedes liðinu og það er því líklegt að samningar verði liprir þar á milli um einhvern afslátt af vélaverðinu í skiptum fyrir ökumannssætið. Enn annar vinkill á þessar vangaveltur er þó sá að Lance Stroll sem er í hinum Williams bílnum og verður á næsta ári er, líkt og Wehrlein frekar ungur og reynslulítill. Það spilar upp í hendurnar á hinum tveimur sem eru báðir komnir yfir þrítugt, sem í þessum leik gerir menn allt að því gamla.
Formúla Tengdar fréttir Felipe Massa hættir í Formúlu 1 Felipe Massa ökumaður Williams liðsins hefur tilkynnt að hann ætli að leggja hjálminn á hilluna frægu eftir að tímabilinu í ár lýkur. 4. nóvember 2017 22:45 Kubica klárar próf hjá Williams Robert Kubica hefur lokið annarri prófraun sinni hjá Williams liðinu þar sem hæfni hans til að aka Formúlu 1 bíl er metin. 17. október 2017 19:30 Sebastian Vettel á ráspól í Ungverjalandi Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur í tímatökunni fyrir Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer í Ungverjalandi á morgun. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar og Valtteri Bottas á Mercedes þriðji. 29. júlí 2017 12:57 Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Felipe Massa hættir í Formúlu 1 Felipe Massa ökumaður Williams liðsins hefur tilkynnt að hann ætli að leggja hjálminn á hilluna frægu eftir að tímabilinu í ár lýkur. 4. nóvember 2017 22:45
Kubica klárar próf hjá Williams Robert Kubica hefur lokið annarri prófraun sinni hjá Williams liðinu þar sem hæfni hans til að aka Formúlu 1 bíl er metin. 17. október 2017 19:30
Sebastian Vettel á ráspól í Ungverjalandi Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur í tímatökunni fyrir Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer í Ungverjalandi á morgun. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar og Valtteri Bottas á Mercedes þriðji. 29. júlí 2017 12:57
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn