Williams þvertekur fyrir að búið sé að ráða Kubica Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 21. nóvember 2017 23:00 Robert Kubica. Vísir/Getty Williams Formúlu 1 liðið þvertekur fyrir að búið sé að ráða pólska ökumanninn Robert Kubica til að aka fyrir liðið á næsta ári. Kubica hefur prófað 2014 árgerðina af bíl liðsins tvisvar á síðastliðnum mánuði. Hann er einn þeirra ökumanna sem til greina koma sem staðgengill fyrir Felipe Massa. Massa mun aka sína síðustu keppni í Formúlu 1 þegar tímabilið klárast í Abú Dabí um helgina. Kubica mun aka 2017 bílnum í dekkjaprófunum fyrir Pirelli eftir Abú Dabí kappaksturinn. Slíkt þykir enn frekar ýta undir að búið sé að semja við Kubica en liðið þverneitar að staðfesta nokkuð um það og segir í yfirlýsingu liðsins að enn sé óákveðið hver muni taka sæti Massa. „Þrátt fyrir að við séum áfram að tala við Kubica, þá hefur endanleg ákvörðun ekki verið tekin um hver muni taka sæti Massa,“ sagði orðrétt í yfirlýsingunni.Paul di Resta í Williams gallanum eftir tímatökuna í Ungverjalandi í ár.Vísir/Getty„Tilkynning mun koma frá liðinu um leið og við höfum eitthvað að tilkynna. Enginn tilkynning er á dagsskrá í Abú Dabí um helgina,“ sagði enn frekar í yfirlýsingu frá liðinu. Paul di Resta, núvernadi varaökumaður Williams liðsins og Pascal Wehrlein, ökumaður Sauber liðsins eru þeir tveir sem helst koma til greina auk Kubica. Di Resta ók í ungverska kappakstrinum í fjarveru Massa og þótti standa sig vel. Hins vegar er Wehrlein talinn mjög efnilegur og eini þeirra sem raunverulega er að aka í Formúlu 1 um þessar mundir. Auk þess er hann á mála hjá Mercedes liðinu og það er því líklegt að samningar verði liprir þar á milli um einhvern afslátt af vélaverðinu í skiptum fyrir ökumannssætið. Enn annar vinkill á þessar vangaveltur er þó sá að Lance Stroll sem er í hinum Williams bílnum og verður á næsta ári er, líkt og Wehrlein frekar ungur og reynslulítill. Það spilar upp í hendurnar á hinum tveimur sem eru báðir komnir yfir þrítugt, sem í þessum leik gerir menn allt að því gamla. Formúla Tengdar fréttir Felipe Massa hættir í Formúlu 1 Felipe Massa ökumaður Williams liðsins hefur tilkynnt að hann ætli að leggja hjálminn á hilluna frægu eftir að tímabilinu í ár lýkur. 4. nóvember 2017 22:45 Kubica klárar próf hjá Williams Robert Kubica hefur lokið annarri prófraun sinni hjá Williams liðinu þar sem hæfni hans til að aka Formúlu 1 bíl er metin. 17. október 2017 19:30 Sebastian Vettel á ráspól í Ungverjalandi Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur í tímatökunni fyrir Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer í Ungverjalandi á morgun. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar og Valtteri Bottas á Mercedes þriðji. 29. júlí 2017 12:57 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Williams Formúlu 1 liðið þvertekur fyrir að búið sé að ráða pólska ökumanninn Robert Kubica til að aka fyrir liðið á næsta ári. Kubica hefur prófað 2014 árgerðina af bíl liðsins tvisvar á síðastliðnum mánuði. Hann er einn þeirra ökumanna sem til greina koma sem staðgengill fyrir Felipe Massa. Massa mun aka sína síðustu keppni í Formúlu 1 þegar tímabilið klárast í Abú Dabí um helgina. Kubica mun aka 2017 bílnum í dekkjaprófunum fyrir Pirelli eftir Abú Dabí kappaksturinn. Slíkt þykir enn frekar ýta undir að búið sé að semja við Kubica en liðið þverneitar að staðfesta nokkuð um það og segir í yfirlýsingu liðsins að enn sé óákveðið hver muni taka sæti Massa. „Þrátt fyrir að við séum áfram að tala við Kubica, þá hefur endanleg ákvörðun ekki verið tekin um hver muni taka sæti Massa,“ sagði orðrétt í yfirlýsingunni.Paul di Resta í Williams gallanum eftir tímatökuna í Ungverjalandi í ár.Vísir/Getty„Tilkynning mun koma frá liðinu um leið og við höfum eitthvað að tilkynna. Enginn tilkynning er á dagsskrá í Abú Dabí um helgina,“ sagði enn frekar í yfirlýsingu frá liðinu. Paul di Resta, núvernadi varaökumaður Williams liðsins og Pascal Wehrlein, ökumaður Sauber liðsins eru þeir tveir sem helst koma til greina auk Kubica. Di Resta ók í ungverska kappakstrinum í fjarveru Massa og þótti standa sig vel. Hins vegar er Wehrlein talinn mjög efnilegur og eini þeirra sem raunverulega er að aka í Formúlu 1 um þessar mundir. Auk þess er hann á mála hjá Mercedes liðinu og það er því líklegt að samningar verði liprir þar á milli um einhvern afslátt af vélaverðinu í skiptum fyrir ökumannssætið. Enn annar vinkill á þessar vangaveltur er þó sá að Lance Stroll sem er í hinum Williams bílnum og verður á næsta ári er, líkt og Wehrlein frekar ungur og reynslulítill. Það spilar upp í hendurnar á hinum tveimur sem eru báðir komnir yfir þrítugt, sem í þessum leik gerir menn allt að því gamla.
Formúla Tengdar fréttir Felipe Massa hættir í Formúlu 1 Felipe Massa ökumaður Williams liðsins hefur tilkynnt að hann ætli að leggja hjálminn á hilluna frægu eftir að tímabilinu í ár lýkur. 4. nóvember 2017 22:45 Kubica klárar próf hjá Williams Robert Kubica hefur lokið annarri prófraun sinni hjá Williams liðinu þar sem hæfni hans til að aka Formúlu 1 bíl er metin. 17. október 2017 19:30 Sebastian Vettel á ráspól í Ungverjalandi Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur í tímatökunni fyrir Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer í Ungverjalandi á morgun. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar og Valtteri Bottas á Mercedes þriðji. 29. júlí 2017 12:57 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Felipe Massa hættir í Formúlu 1 Felipe Massa ökumaður Williams liðsins hefur tilkynnt að hann ætli að leggja hjálminn á hilluna frægu eftir að tímabilinu í ár lýkur. 4. nóvember 2017 22:45
Kubica klárar próf hjá Williams Robert Kubica hefur lokið annarri prófraun sinni hjá Williams liðinu þar sem hæfni hans til að aka Formúlu 1 bíl er metin. 17. október 2017 19:30
Sebastian Vettel á ráspól í Ungverjalandi Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur í tímatökunni fyrir Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer í Ungverjalandi á morgun. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar og Valtteri Bottas á Mercedes þriðji. 29. júlí 2017 12:57