Ílangur gestur utan sólkerfisins Kjartan Kjartansson skrifar 20. nóvember 2017 20:39 Teikning listamanns af því hvernig 'Oumuamua gæti litið út. ESO/M. Kornmesser Rannsóknir á einstöku smástirni sem þaut í gegnum sólkerfið í síðasta mánuði hafa leitt í ljós að það kom utan úr geimnum á milli stjarnanna. Smástirnið er einnig sérstakt í laginu og ólíkt öðrum fyrirbærum sem fundist hafa í sólkerfinu. Mikla athygli vakti þegar sjónauki á Havaí kom auga á dauft fyrirbæri á ferð um sólkerfið 19. október. Þegar braut smástirnisins var reiknuð út kom í ljós að uppruni þess var utan sólkerfisins okkar ólíkt öllum öðrum halastjörnum og smástirnum sem menn hafa fundið. Stjörnufræðingar þurftu að hafa snarar hendur til að rannsaka smástirnið áður en það hyrfi á braut. Niðurstöður þeirra rannsókn birtust í vísindaritinu Nature í dag.Gæti hafa flakkað um í hundruð milljónir áraSmástirnið, sem hefur fengið nafnið ‘Oumuamua (1l/2017 U1), virðist dökkrautt að lit, afar ílangt og málm- eða bergkennt, að því er segir í frétt á vef Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO). VLT-sjónauki ESO var notaður til að fylgjast með ‘Oumuamua. Þá virðist sem engin virkni sé á hnullungnum og fundust engin merki um ryk frá honum. Það er talin vísbending um að smástirnið sé þétt í sér og líklega úr bergi eða innihaldi mikið af málmum. Það er talið vera um fjögur hundruð metra langt. Talið er að ‘Oumuamua hafi getað flakkað um Vetrarbrautinu í hundruð milljónir ára áður en smástirnið heimsótti sólkerfið okkar. Áætlað er að millistjörnusmástirni af þessu tagi þjóti í gegnum innra sólkerfið um það bil einu sinni á ári. Fyrirbæri af þessu tagi eru hins vegar dauf og hefur mönnum skort tæknilega getu til að finna þau fram að þessu. Vísindi Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Rannsóknir á einstöku smástirni sem þaut í gegnum sólkerfið í síðasta mánuði hafa leitt í ljós að það kom utan úr geimnum á milli stjarnanna. Smástirnið er einnig sérstakt í laginu og ólíkt öðrum fyrirbærum sem fundist hafa í sólkerfinu. Mikla athygli vakti þegar sjónauki á Havaí kom auga á dauft fyrirbæri á ferð um sólkerfið 19. október. Þegar braut smástirnisins var reiknuð út kom í ljós að uppruni þess var utan sólkerfisins okkar ólíkt öllum öðrum halastjörnum og smástirnum sem menn hafa fundið. Stjörnufræðingar þurftu að hafa snarar hendur til að rannsaka smástirnið áður en það hyrfi á braut. Niðurstöður þeirra rannsókn birtust í vísindaritinu Nature í dag.Gæti hafa flakkað um í hundruð milljónir áraSmástirnið, sem hefur fengið nafnið ‘Oumuamua (1l/2017 U1), virðist dökkrautt að lit, afar ílangt og málm- eða bergkennt, að því er segir í frétt á vef Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO). VLT-sjónauki ESO var notaður til að fylgjast með ‘Oumuamua. Þá virðist sem engin virkni sé á hnullungnum og fundust engin merki um ryk frá honum. Það er talin vísbending um að smástirnið sé þétt í sér og líklega úr bergi eða innihaldi mikið af málmum. Það er talið vera um fjögur hundruð metra langt. Talið er að ‘Oumuamua hafi getað flakkað um Vetrarbrautinu í hundruð milljónir ára áður en smástirnið heimsótti sólkerfið okkar. Áætlað er að millistjörnusmástirni af þessu tagi þjóti í gegnum innra sólkerfið um það bil einu sinni á ári. Fyrirbæri af þessu tagi eru hins vegar dauf og hefur mönnum skort tæknilega getu til að finna þau fram að þessu.
Vísindi Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira