Seðlabankastjóri Bandaríkjanna tilkynnir um afsögn sína Kjartan Kjartansson skrifar 20. nóvember 2017 19:45 Janet Yellen hefur verið seðlabankastjóri í fjögur ár. Trump ákvað að endurnýja ekki skipan hennar sem bankastjóra og fá frekar sinn mann í embættið. Vísir/AFP Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að hún hygðist hætta störfum fyrir bankann þegar hún lætur af embættinu í byrjun febrúar. Donald Trump forseti tilnefndi repúblikanann Jerome Powell sem eftirmann Yellen en hún hefur stjórnað bankanum frá árinu 2014. Skipunartími Yellen hjá Seðlabanka Bandaríkjanna átti ekki að renna út fyrr en árið 2024. Endanlegt brotthvarf Yellen þýðir að fyrir utan Powell er aðeins einn stjórnarmaður bankans eftir sem skipaður var af Barack Obama, fyrrverandi forseta. Trump getur nú skipað varabankastjóra og þrjá stjórnarmenn til viðbótar. Hann hefur þegar tilnefnt í eina stjórnarstöðu hjá bankanum, að því er segir í frétt Politico. „Ég er feykilega stolt af því að hafa unnið með mörgum tryggum og afar hæfum konum og körlum, sérstaklega forvera mínum í stóli bankastjóra, Ben S. Bernanke, en forysta hans í fjármálakreppunni og eftirleik þess var lykilþáttur í að reisa við stoðir fjármálakerfisins okkar og hagsæld efnahagslífsins,“ skrifar Yellen í afsagnarbréfi sínu. Powell, væntanlegur eftirmaður Yellen, hefur verið stjórnarmaður í Seðlabankanum en Obama skipaði hann árið 2012. Hann starfaði áður fyrir Carlyle Group, eitt stærsta fjárfestingafélag heims. Tengdar fréttir Trump tilnefnir nýjan mann í stól seðlabankastjóra Jerome Powell verður að öllum líkindum arftaki Janet Yellen í stóli seðlabankastjóra Bandaríkjanna. 3. nóvember 2017 08:48 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að hún hygðist hætta störfum fyrir bankann þegar hún lætur af embættinu í byrjun febrúar. Donald Trump forseti tilnefndi repúblikanann Jerome Powell sem eftirmann Yellen en hún hefur stjórnað bankanum frá árinu 2014. Skipunartími Yellen hjá Seðlabanka Bandaríkjanna átti ekki að renna út fyrr en árið 2024. Endanlegt brotthvarf Yellen þýðir að fyrir utan Powell er aðeins einn stjórnarmaður bankans eftir sem skipaður var af Barack Obama, fyrrverandi forseta. Trump getur nú skipað varabankastjóra og þrjá stjórnarmenn til viðbótar. Hann hefur þegar tilnefnt í eina stjórnarstöðu hjá bankanum, að því er segir í frétt Politico. „Ég er feykilega stolt af því að hafa unnið með mörgum tryggum og afar hæfum konum og körlum, sérstaklega forvera mínum í stóli bankastjóra, Ben S. Bernanke, en forysta hans í fjármálakreppunni og eftirleik þess var lykilþáttur í að reisa við stoðir fjármálakerfisins okkar og hagsæld efnahagslífsins,“ skrifar Yellen í afsagnarbréfi sínu. Powell, væntanlegur eftirmaður Yellen, hefur verið stjórnarmaður í Seðlabankanum en Obama skipaði hann árið 2012. Hann starfaði áður fyrir Carlyle Group, eitt stærsta fjárfestingafélag heims.
Tengdar fréttir Trump tilnefnir nýjan mann í stól seðlabankastjóra Jerome Powell verður að öllum líkindum arftaki Janet Yellen í stóli seðlabankastjóra Bandaríkjanna. 3. nóvember 2017 08:48 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Trump tilnefnir nýjan mann í stól seðlabankastjóra Jerome Powell verður að öllum líkindum arftaki Janet Yellen í stóli seðlabankastjóra Bandaríkjanna. 3. nóvember 2017 08:48
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent