Trump tilnefnir nýjan mann í stól seðlabankastjóra Atli Ísleifsson skrifar 3. nóvember 2017 08:48 Donald trump Bandaríkjaforseti og Jerome Powell. Vísir/AFP Líkt og búist hafði verið við þá tilnefndi Donald Trump Bandaríkjaforseti Jerome Powell í stól seðlabankastjóra Bandaríkjanna í gær. Búist er við að hinn hinn 64 ára Powell taki við stjórnartaumunum í bankanum þegar Janet Yellen hættir í febrúar næstkomandi. Powell er menntaður lögfræðingur og hefur átt sæti í stjórn bandaríska seðlabankans frá árinu 2012. Hann hefur greitt atkvæði með meirihluta stjórnar í málum sem snúa að vaxtaákvörðunum og er búist við að hann muni viðhalda núverandi stefnu seðlabankans og lítillega hækka vexti í skrefum, að því er fram kemur í frétt BBC. „Ég er viss um að Jay [Jerome] búi yfir viskunni og leiðtogahæfninni til að leiða efnahag okkar í gegnum alls kyns áskoranir,“ sagði Trump þegar hann kynnti val sitt í gær.Powell sagði á sama fréttamannafundi að efnahagur Bandaríkjanna hafi batnað frá fjármálakrísunni, auk þess að hann hét því að taka hlutlægar ákvarðanir sem byggðu á þeim gögnum sem fyrir lægju. Hin 71 árs gamla Yellen hefur setið í stóli seðlabankastjóra í fjögur ár og er fyrsta konan til að gegna embættinu. Seðlabankastjóri Bandaríkjanna hefur vanalega setið fleiri en eitt skipunartímabil, en Trump hefur sagt að hann vilji setja spor sín á bankann. Trump þakkaði Yellen fyrir störf sín í gær og sagði hana hafa staðið sig frábærlega. Fastlega er búist við að öldungadeild Bandaríkjaþings samþykki skipun Powell. Seðlabanki Bandaríkjanna ákvað á miðvikudag að halda vöxtum óbreyttum, en reikna sérfræðingar með að vextir verði hækkaðir fyrir árslok. Powell er vellauðugur og starfaði á árum áður í Carlyle Group, einu af stærstu fjárfestingafélögum heims. Barack Obama skipaði hann í stjórn seðlabankans árið 2012. Donald Trump Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Sjá meira
Líkt og búist hafði verið við þá tilnefndi Donald Trump Bandaríkjaforseti Jerome Powell í stól seðlabankastjóra Bandaríkjanna í gær. Búist er við að hinn hinn 64 ára Powell taki við stjórnartaumunum í bankanum þegar Janet Yellen hættir í febrúar næstkomandi. Powell er menntaður lögfræðingur og hefur átt sæti í stjórn bandaríska seðlabankans frá árinu 2012. Hann hefur greitt atkvæði með meirihluta stjórnar í málum sem snúa að vaxtaákvörðunum og er búist við að hann muni viðhalda núverandi stefnu seðlabankans og lítillega hækka vexti í skrefum, að því er fram kemur í frétt BBC. „Ég er viss um að Jay [Jerome] búi yfir viskunni og leiðtogahæfninni til að leiða efnahag okkar í gegnum alls kyns áskoranir,“ sagði Trump þegar hann kynnti val sitt í gær.Powell sagði á sama fréttamannafundi að efnahagur Bandaríkjanna hafi batnað frá fjármálakrísunni, auk þess að hann hét því að taka hlutlægar ákvarðanir sem byggðu á þeim gögnum sem fyrir lægju. Hin 71 árs gamla Yellen hefur setið í stóli seðlabankastjóra í fjögur ár og er fyrsta konan til að gegna embættinu. Seðlabankastjóri Bandaríkjanna hefur vanalega setið fleiri en eitt skipunartímabil, en Trump hefur sagt að hann vilji setja spor sín á bankann. Trump þakkaði Yellen fyrir störf sín í gær og sagði hana hafa staðið sig frábærlega. Fastlega er búist við að öldungadeild Bandaríkjaþings samþykki skipun Powell. Seðlabanki Bandaríkjanna ákvað á miðvikudag að halda vöxtum óbreyttum, en reikna sérfræðingar með að vextir verði hækkaðir fyrir árslok. Powell er vellauðugur og starfaði á árum áður í Carlyle Group, einu af stærstu fjárfestingafélögum heims. Barack Obama skipaði hann í stjórn seðlabankans árið 2012.
Donald Trump Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Sjá meira