Katrín Tanja: Ég vil ekki vera fullkomin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2017 09:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir. Mynd/Instagram/katrintanja Íslenska crossfit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir segir frá því hvernig þessi mikla afrekskona hugsar hlutina í viðtali á heimasíðu Reebook. Katrín Tanja hefur unnið heimsleikana í crossfit tvisvar sinnum, 2015 og 2016, en missti titilinn í ágúst síðastliðnum þar sem hún endaði í fimmta sæti. Litlu munaði þó á efstu konum. Blaðamaðurinn skrifar um það í inngangi sínum að viðtalinu að ef einhver gæti talað um sjálfa sig sem næstum því fullkomna íþróttakonu þá væri það Katrín Tanja Davíðsdóttir enda hraustasta kona heims í tvígang. Katrín Tanja sjálf tók þó ekki undir það. Katrín Tanja vill nefnilega ekki vera fullkomin. Ástæðan? Jú þá er ekkert pláss eða tækifæri til að gera enn betur í framtíðinni. Hennar markmið snúast því ekki um fullkomnun heldur um að gera betur í dag en í gær.PERFECT doesn’t leave room for improvement pic.twitter.com/u4KrAoYbSe — Katrín Davíðsdóttir (@katrintanja) November 4, 2017 „Þegar þú ert stanslaust að elta eitthvað sem er ekki hluti af veruleikanum þá verður þú alltaf vonsvikinn og aldrei ánægður. Ég tel ef að við hugsum inná við og gerum alltaf okkar besta þá skilar það okkur því að við erum bæði ánægðari og náum betri árangri,“ sagði Katrín Tanja í viðtalinu. „Ég reyni alltaf að gera mitt besta og leggja mig fram sama hver úrslitin eða niðurstaðan verður. Ég get þá verið ánægð með það sem ég gerði og hversu mikið ég lagði á mig,“ sagði Katrín Tanja. „Það kemur mjög mikið sjálfstraust með því að bæta sinn árangur. Þá ertu að sanna fyrir sjálfum þér að þú ert að gera hluti sem þú hélst að þú gætir ekki,“ sagði Katrín Tanja. „Íþróttirnar geta kennt þér svo mikið um sjálfan þig og um leið um lífið sjálft,“ sagði Katrín Tanja. „Íþróttaþjálfun kennir þér að leggja mikið á þig og að halda áfram þegar þú lendir í mótlæti. Hlutirnir eru ekki alltaf auðveldir og þeir falla ekki alltaf með þér. Við slíkar aðstæður liggur þú alltaf vel við höggi en um leið er þar tækifæri fyrir þig að koma sterkari og betri til baka,“ sagði Katrín Tanja. Það má finna viðtalið við hana á heimasíðu Reebook eða hér fyrir neðan.“Every day I walk into the gym aspiring to become better, fitter, stronger, healthier & happier.”- @katrintanja https://t.co/RQpNRopv0v — Reebok Women (@ReebokWomen) November 1, 2017 CrossFit Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Sjá meira
Íslenska crossfit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir segir frá því hvernig þessi mikla afrekskona hugsar hlutina í viðtali á heimasíðu Reebook. Katrín Tanja hefur unnið heimsleikana í crossfit tvisvar sinnum, 2015 og 2016, en missti titilinn í ágúst síðastliðnum þar sem hún endaði í fimmta sæti. Litlu munaði þó á efstu konum. Blaðamaðurinn skrifar um það í inngangi sínum að viðtalinu að ef einhver gæti talað um sjálfa sig sem næstum því fullkomna íþróttakonu þá væri það Katrín Tanja Davíðsdóttir enda hraustasta kona heims í tvígang. Katrín Tanja sjálf tók þó ekki undir það. Katrín Tanja vill nefnilega ekki vera fullkomin. Ástæðan? Jú þá er ekkert pláss eða tækifæri til að gera enn betur í framtíðinni. Hennar markmið snúast því ekki um fullkomnun heldur um að gera betur í dag en í gær.PERFECT doesn’t leave room for improvement pic.twitter.com/u4KrAoYbSe — Katrín Davíðsdóttir (@katrintanja) November 4, 2017 „Þegar þú ert stanslaust að elta eitthvað sem er ekki hluti af veruleikanum þá verður þú alltaf vonsvikinn og aldrei ánægður. Ég tel ef að við hugsum inná við og gerum alltaf okkar besta þá skilar það okkur því að við erum bæði ánægðari og náum betri árangri,“ sagði Katrín Tanja í viðtalinu. „Ég reyni alltaf að gera mitt besta og leggja mig fram sama hver úrslitin eða niðurstaðan verður. Ég get þá verið ánægð með það sem ég gerði og hversu mikið ég lagði á mig,“ sagði Katrín Tanja. „Það kemur mjög mikið sjálfstraust með því að bæta sinn árangur. Þá ertu að sanna fyrir sjálfum þér að þú ert að gera hluti sem þú hélst að þú gætir ekki,“ sagði Katrín Tanja. „Íþróttirnar geta kennt þér svo mikið um sjálfan þig og um leið um lífið sjálft,“ sagði Katrín Tanja. „Íþróttaþjálfun kennir þér að leggja mikið á þig og að halda áfram þegar þú lendir í mótlæti. Hlutirnir eru ekki alltaf auðveldir og þeir falla ekki alltaf með þér. Við slíkar aðstæður liggur þú alltaf vel við höggi en um leið er þar tækifæri fyrir þig að koma sterkari og betri til baka,“ sagði Katrín Tanja. Það má finna viðtalið við hana á heimasíðu Reebook eða hér fyrir neðan.“Every day I walk into the gym aspiring to become better, fitter, stronger, healthier & happier.”- @katrintanja https://t.co/RQpNRopv0v — Reebok Women (@ReebokWomen) November 1, 2017
CrossFit Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Sjá meira