Sælgætisrisar fordæma áformin um sykurskatt Haraldur Guðmundsson skrifar 8. desember 2017 06:00 Lýðheilsufræðingar vilja sykurskatt á sælgæti og telja hann draga úr sykurneyslu. vísir/vilhelm „Er þetta stóra vandamálið í dag og rétt forgangsröðun, að ég tali nú ekki um þegar heimilislaust fólk sefur í tjöldum? Við hljótum að hafa vit á því hvað við erum að borða eða á að fara að mata okkur í framtíðinni og fáum við þá skömmtunarseðla?“ spyr Helgi Vilhjálmsson, oftast kenndur við sælgætisframleiðandann Góu, sem líkt og stjórnendur Nóa Síríus og Freyju gagnrýnir harðlega hugmynd Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um endurupptöku sykurskatts.Finnur Geirsson, forstjóri Nóa Síríus.vísir/daníelRáðherrann staðfesti í samtali við Fréttablaðið á mánudag að hún væri opin fyrir endurupptöku skattsins. Vísaði Svandís þar í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar og áherslu hennar á forvarnir og lýðheilsu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur talað fyrir því að skatturinn verði lagður á að nýju og sagt hann bestu leiðina til að draga úr sykurneyslu. Þá sagði Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, formaður Félags lýðheilsufræðinga, í fréttinni að minnka þurfi neyslu sykurs í ljósi algengis lífsstílstengda sjúkdómsins sykursýki 2. „Mér vitanlega hefur ekki verið sýnt fram á bein tengsl sykurneyslu við sykursýki, eins og hefur mátt skilja af nýlegri umfjöllun um málið, og því ansi hæpið að skattleggja sykur út frá þeirri ástæðu. Þar að auki er nauðsynlegt að það komi fram, að ólíkt því sem margir trúa þá hefur sykurneysla dregist saman um 20 prósent frá aldamótum. Það er því eðlilegt að leitað sé annarra orsaka fyrir offituvandanum sem hefur vaxið á sama tíma,“ segir Finnur Geirsson, forstjóri Nóa Síríus. „Það er ábyggilegt að einhverjir kunni sér ekki hóf í neyslu á sykurvörum og því mælum við ekki með, nema síður sé. Okkur finnst einfaldlega ósanngjarnt að taka einn fæðuflokk út, án rökstuðnings, og kenna honum einum um það sem miður fer í heilsufarsmálum. Síðan er það önnur umræða hver séu áhrif sykurskatts á neyslu sykraðra vara. Rannsóknarniðurstöður eru mjög misvísandi í þessum efnum, en ég hef tekið eftir því að þeir sem trúa því statt og stöðugt að sykur sé nánast eitur sem beri að forðast eins og heitan eldinn eru gjarnir á að trúa því líka að skatturinn muni hafa tilætluð áhrif,“ segir Finnur. Ævar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Freyju í Kópavogi, segir sykurskattinn sem lagður var á í mars 2013 og aflagður í lok desember ári síðar hafa haft lítil sem engin áhrif á neysluna. „Ég skil vel að menn vilji stemma stigu við sykrinum en þetta er ekki rétta leiðin og ekki eins og þetta var gert síðast sem var algjörlega mislukkað að öllu leyti og einungis gert til að íþyngja fyrirtækjum,“ segir Ævar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Svandís opin fyrir því að setja á sykurskatt að nýju Dauðsföllum af völdum sykursýki 2 hefur fjölgað hratt síðustu ár og vilja lýðheilsufræðingar að sykurskattur verði lagður á að nýju. Heilbrigðisráðherra er opin fyrir slíku. 4. desember 2017 07:00 Telja sykurskattinn hafa verið við lýði í of skamman tíma: Gengu á birgðir sem safnað hafði verið áður en skattheimtan hófst Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er opin fyrir því að taka upp svokallaðan sykurskatt að nýju og er embætti landlæknis og formaður lýðheilsufræðinga því sammála að hægt sé að stýra neyslu sykurs með skattlagningu. 7. desember 2017 13:32 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
„Er þetta stóra vandamálið í dag og rétt forgangsröðun, að ég tali nú ekki um þegar heimilislaust fólk sefur í tjöldum? Við hljótum að hafa vit á því hvað við erum að borða eða á að fara að mata okkur í framtíðinni og fáum við þá skömmtunarseðla?“ spyr Helgi Vilhjálmsson, oftast kenndur við sælgætisframleiðandann Góu, sem líkt og stjórnendur Nóa Síríus og Freyju gagnrýnir harðlega hugmynd Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um endurupptöku sykurskatts.Finnur Geirsson, forstjóri Nóa Síríus.vísir/daníelRáðherrann staðfesti í samtali við Fréttablaðið á mánudag að hún væri opin fyrir endurupptöku skattsins. Vísaði Svandís þar í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar og áherslu hennar á forvarnir og lýðheilsu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur talað fyrir því að skatturinn verði lagður á að nýju og sagt hann bestu leiðina til að draga úr sykurneyslu. Þá sagði Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, formaður Félags lýðheilsufræðinga, í fréttinni að minnka þurfi neyslu sykurs í ljósi algengis lífsstílstengda sjúkdómsins sykursýki 2. „Mér vitanlega hefur ekki verið sýnt fram á bein tengsl sykurneyslu við sykursýki, eins og hefur mátt skilja af nýlegri umfjöllun um málið, og því ansi hæpið að skattleggja sykur út frá þeirri ástæðu. Þar að auki er nauðsynlegt að það komi fram, að ólíkt því sem margir trúa þá hefur sykurneysla dregist saman um 20 prósent frá aldamótum. Það er því eðlilegt að leitað sé annarra orsaka fyrir offituvandanum sem hefur vaxið á sama tíma,“ segir Finnur Geirsson, forstjóri Nóa Síríus. „Það er ábyggilegt að einhverjir kunni sér ekki hóf í neyslu á sykurvörum og því mælum við ekki með, nema síður sé. Okkur finnst einfaldlega ósanngjarnt að taka einn fæðuflokk út, án rökstuðnings, og kenna honum einum um það sem miður fer í heilsufarsmálum. Síðan er það önnur umræða hver séu áhrif sykurskatts á neyslu sykraðra vara. Rannsóknarniðurstöður eru mjög misvísandi í þessum efnum, en ég hef tekið eftir því að þeir sem trúa því statt og stöðugt að sykur sé nánast eitur sem beri að forðast eins og heitan eldinn eru gjarnir á að trúa því líka að skatturinn muni hafa tilætluð áhrif,“ segir Finnur. Ævar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Freyju í Kópavogi, segir sykurskattinn sem lagður var á í mars 2013 og aflagður í lok desember ári síðar hafa haft lítil sem engin áhrif á neysluna. „Ég skil vel að menn vilji stemma stigu við sykrinum en þetta er ekki rétta leiðin og ekki eins og þetta var gert síðast sem var algjörlega mislukkað að öllu leyti og einungis gert til að íþyngja fyrirtækjum,“ segir Ævar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Svandís opin fyrir því að setja á sykurskatt að nýju Dauðsföllum af völdum sykursýki 2 hefur fjölgað hratt síðustu ár og vilja lýðheilsufræðingar að sykurskattur verði lagður á að nýju. Heilbrigðisráðherra er opin fyrir slíku. 4. desember 2017 07:00 Telja sykurskattinn hafa verið við lýði í of skamman tíma: Gengu á birgðir sem safnað hafði verið áður en skattheimtan hófst Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er opin fyrir því að taka upp svokallaðan sykurskatt að nýju og er embætti landlæknis og formaður lýðheilsufræðinga því sammála að hægt sé að stýra neyslu sykurs með skattlagningu. 7. desember 2017 13:32 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Svandís opin fyrir því að setja á sykurskatt að nýju Dauðsföllum af völdum sykursýki 2 hefur fjölgað hratt síðustu ár og vilja lýðheilsufræðingar að sykurskattur verði lagður á að nýju. Heilbrigðisráðherra er opin fyrir slíku. 4. desember 2017 07:00
Telja sykurskattinn hafa verið við lýði í of skamman tíma: Gengu á birgðir sem safnað hafði verið áður en skattheimtan hófst Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er opin fyrir því að taka upp svokallaðan sykurskatt að nýju og er embætti landlæknis og formaður lýðheilsufræðinga því sammála að hægt sé að stýra neyslu sykurs með skattlagningu. 7. desember 2017 13:32