Sælgætisrisar fordæma áformin um sykurskatt Haraldur Guðmundsson skrifar 8. desember 2017 06:00 Lýðheilsufræðingar vilja sykurskatt á sælgæti og telja hann draga úr sykurneyslu. vísir/vilhelm „Er þetta stóra vandamálið í dag og rétt forgangsröðun, að ég tali nú ekki um þegar heimilislaust fólk sefur í tjöldum? Við hljótum að hafa vit á því hvað við erum að borða eða á að fara að mata okkur í framtíðinni og fáum við þá skömmtunarseðla?“ spyr Helgi Vilhjálmsson, oftast kenndur við sælgætisframleiðandann Góu, sem líkt og stjórnendur Nóa Síríus og Freyju gagnrýnir harðlega hugmynd Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um endurupptöku sykurskatts.Finnur Geirsson, forstjóri Nóa Síríus.vísir/daníelRáðherrann staðfesti í samtali við Fréttablaðið á mánudag að hún væri opin fyrir endurupptöku skattsins. Vísaði Svandís þar í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar og áherslu hennar á forvarnir og lýðheilsu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur talað fyrir því að skatturinn verði lagður á að nýju og sagt hann bestu leiðina til að draga úr sykurneyslu. Þá sagði Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, formaður Félags lýðheilsufræðinga, í fréttinni að minnka þurfi neyslu sykurs í ljósi algengis lífsstílstengda sjúkdómsins sykursýki 2. „Mér vitanlega hefur ekki verið sýnt fram á bein tengsl sykurneyslu við sykursýki, eins og hefur mátt skilja af nýlegri umfjöllun um málið, og því ansi hæpið að skattleggja sykur út frá þeirri ástæðu. Þar að auki er nauðsynlegt að það komi fram, að ólíkt því sem margir trúa þá hefur sykurneysla dregist saman um 20 prósent frá aldamótum. Það er því eðlilegt að leitað sé annarra orsaka fyrir offituvandanum sem hefur vaxið á sama tíma,“ segir Finnur Geirsson, forstjóri Nóa Síríus. „Það er ábyggilegt að einhverjir kunni sér ekki hóf í neyslu á sykurvörum og því mælum við ekki með, nema síður sé. Okkur finnst einfaldlega ósanngjarnt að taka einn fæðuflokk út, án rökstuðnings, og kenna honum einum um það sem miður fer í heilsufarsmálum. Síðan er það önnur umræða hver séu áhrif sykurskatts á neyslu sykraðra vara. Rannsóknarniðurstöður eru mjög misvísandi í þessum efnum, en ég hef tekið eftir því að þeir sem trúa því statt og stöðugt að sykur sé nánast eitur sem beri að forðast eins og heitan eldinn eru gjarnir á að trúa því líka að skatturinn muni hafa tilætluð áhrif,“ segir Finnur. Ævar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Freyju í Kópavogi, segir sykurskattinn sem lagður var á í mars 2013 og aflagður í lok desember ári síðar hafa haft lítil sem engin áhrif á neysluna. „Ég skil vel að menn vilji stemma stigu við sykrinum en þetta er ekki rétta leiðin og ekki eins og þetta var gert síðast sem var algjörlega mislukkað að öllu leyti og einungis gert til að íþyngja fyrirtækjum,“ segir Ævar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Svandís opin fyrir því að setja á sykurskatt að nýju Dauðsföllum af völdum sykursýki 2 hefur fjölgað hratt síðustu ár og vilja lýðheilsufræðingar að sykurskattur verði lagður á að nýju. Heilbrigðisráðherra er opin fyrir slíku. 4. desember 2017 07:00 Telja sykurskattinn hafa verið við lýði í of skamman tíma: Gengu á birgðir sem safnað hafði verið áður en skattheimtan hófst Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er opin fyrir því að taka upp svokallaðan sykurskatt að nýju og er embætti landlæknis og formaður lýðheilsufræðinga því sammála að hægt sé að stýra neyslu sykurs með skattlagningu. 7. desember 2017 13:32 Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
„Er þetta stóra vandamálið í dag og rétt forgangsröðun, að ég tali nú ekki um þegar heimilislaust fólk sefur í tjöldum? Við hljótum að hafa vit á því hvað við erum að borða eða á að fara að mata okkur í framtíðinni og fáum við þá skömmtunarseðla?“ spyr Helgi Vilhjálmsson, oftast kenndur við sælgætisframleiðandann Góu, sem líkt og stjórnendur Nóa Síríus og Freyju gagnrýnir harðlega hugmynd Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um endurupptöku sykurskatts.Finnur Geirsson, forstjóri Nóa Síríus.vísir/daníelRáðherrann staðfesti í samtali við Fréttablaðið á mánudag að hún væri opin fyrir endurupptöku skattsins. Vísaði Svandís þar í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar og áherslu hennar á forvarnir og lýðheilsu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur talað fyrir því að skatturinn verði lagður á að nýju og sagt hann bestu leiðina til að draga úr sykurneyslu. Þá sagði Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, formaður Félags lýðheilsufræðinga, í fréttinni að minnka þurfi neyslu sykurs í ljósi algengis lífsstílstengda sjúkdómsins sykursýki 2. „Mér vitanlega hefur ekki verið sýnt fram á bein tengsl sykurneyslu við sykursýki, eins og hefur mátt skilja af nýlegri umfjöllun um málið, og því ansi hæpið að skattleggja sykur út frá þeirri ástæðu. Þar að auki er nauðsynlegt að það komi fram, að ólíkt því sem margir trúa þá hefur sykurneysla dregist saman um 20 prósent frá aldamótum. Það er því eðlilegt að leitað sé annarra orsaka fyrir offituvandanum sem hefur vaxið á sama tíma,“ segir Finnur Geirsson, forstjóri Nóa Síríus. „Það er ábyggilegt að einhverjir kunni sér ekki hóf í neyslu á sykurvörum og því mælum við ekki með, nema síður sé. Okkur finnst einfaldlega ósanngjarnt að taka einn fæðuflokk út, án rökstuðnings, og kenna honum einum um það sem miður fer í heilsufarsmálum. Síðan er það önnur umræða hver séu áhrif sykurskatts á neyslu sykraðra vara. Rannsóknarniðurstöður eru mjög misvísandi í þessum efnum, en ég hef tekið eftir því að þeir sem trúa því statt og stöðugt að sykur sé nánast eitur sem beri að forðast eins og heitan eldinn eru gjarnir á að trúa því líka að skatturinn muni hafa tilætluð áhrif,“ segir Finnur. Ævar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Freyju í Kópavogi, segir sykurskattinn sem lagður var á í mars 2013 og aflagður í lok desember ári síðar hafa haft lítil sem engin áhrif á neysluna. „Ég skil vel að menn vilji stemma stigu við sykrinum en þetta er ekki rétta leiðin og ekki eins og þetta var gert síðast sem var algjörlega mislukkað að öllu leyti og einungis gert til að íþyngja fyrirtækjum,“ segir Ævar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Svandís opin fyrir því að setja á sykurskatt að nýju Dauðsföllum af völdum sykursýki 2 hefur fjölgað hratt síðustu ár og vilja lýðheilsufræðingar að sykurskattur verði lagður á að nýju. Heilbrigðisráðherra er opin fyrir slíku. 4. desember 2017 07:00 Telja sykurskattinn hafa verið við lýði í of skamman tíma: Gengu á birgðir sem safnað hafði verið áður en skattheimtan hófst Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er opin fyrir því að taka upp svokallaðan sykurskatt að nýju og er embætti landlæknis og formaður lýðheilsufræðinga því sammála að hægt sé að stýra neyslu sykurs með skattlagningu. 7. desember 2017 13:32 Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Svandís opin fyrir því að setja á sykurskatt að nýju Dauðsföllum af völdum sykursýki 2 hefur fjölgað hratt síðustu ár og vilja lýðheilsufræðingar að sykurskattur verði lagður á að nýju. Heilbrigðisráðherra er opin fyrir slíku. 4. desember 2017 07:00
Telja sykurskattinn hafa verið við lýði í of skamman tíma: Gengu á birgðir sem safnað hafði verið áður en skattheimtan hófst Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er opin fyrir því að taka upp svokallaðan sykurskatt að nýju og er embætti landlæknis og formaður lýðheilsufræðinga því sammála að hægt sé að stýra neyslu sykurs með skattlagningu. 7. desember 2017 13:32