Um Plastbarkamálið Ingólfur Bruun skrifar 7. desember 2017 07:00 Plastbarkamálið er athyglisvert fyrir margra hluta sakir og mörg eru fórnarlömb ítalska læknisins Paolo Macchiarini, sjúklingar, læknar og stofnanir. Að mati undirritaðs er Paolo það sem kallað er á ensku „con man“ eða það sem við getum kallað blekkingameistari, þ.e.a.s. aðili sem nær trausti samferðarfólks og nýtir sér það til blekkinga. Tvö af fórnarlömbum Macchiarini eru Tómas Guðbjartsson læknir og Andemariam Beyene heitinn. Tómas var fórnarlamb Macchiarini sem læknir sem beittur var blekkingum til að stuðla að því að framkvæmd var aðgerð á mjög vafasömum forsendum ef grannt var skoðað. Andemariam var sjúklingur sem gaf samþykki sitt fyrir aðgerð á sjálfum sér sem var vafasöm og leiddi síðar til dauða hans. Tómasi er nú legið á hálsi fyrir að hafa treyst ráðgjöf frá starfsfólki Karolinska sjúkrahússins en Macchiarini var starfsmaður þess. Ef Macchiarini tókst að blekkja kerfið hjá Karolinska hvernig átti þá Tómas og Andemariam að gruna að Macchiarini væri jafn óvandaður og síðar hefur komið í ljós? Það er auðvelt að setja sig í dómarasæti eftir á þegar staðreyndir máls liggja fyrir. Tvær af staðreyndum málsins eru þær að Karolinska treysti Macchiarini og Tómas treysti Karolinska. Mér hefði þótt fróðlegt að hitta lækni, áður en þetta mál kom upp, sem hefði vantreyst ráðgjöf og meðferð Karolinska. Vegna málsins hefur Tómasi verið tímabundið vikið frá störfum. Þetta er miður. Íslenskt heilbrigðiskerfi hefur ekki efni á að setja til hliðar einn af sínum færustu læknum vegna þess að hann var blekktur til að samþykkja og taka þátt í aðgerð sem dró sjúkling að lokum til dauða. Ef um ásetning eða vítavert gáleysi hefði verið að ræða hjá Tómasi hefði tímabundin brottvikning horft öðru vísi við. Að mínu mati var hvorugu til að dreifa af hálfu hans í þessu máli. Gera á Tómasi kleift að snúa nú þegar aftur til fyrri starfa. Í fyrri störfum mínum sem rannsóknarlögreglumaður kom ég að málum þar sem einstaklingum tókst að blekkja samferðarfólk sitt á undraverðan hátt. Jafnvel grandvarasta fólk hefur látið blekkjast. Þess vegna skyldi fara varlega að setja sig í dómarasæti í málum þar sem blekkingameistarar hafa náð sínu fram því áður en við vitum af getum við öll orðið fórnarlömb slíkra. Höfundur er leiðsögumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Plastbarkamálið Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Plastbarkamálið er athyglisvert fyrir margra hluta sakir og mörg eru fórnarlömb ítalska læknisins Paolo Macchiarini, sjúklingar, læknar og stofnanir. Að mati undirritaðs er Paolo það sem kallað er á ensku „con man“ eða það sem við getum kallað blekkingameistari, þ.e.a.s. aðili sem nær trausti samferðarfólks og nýtir sér það til blekkinga. Tvö af fórnarlömbum Macchiarini eru Tómas Guðbjartsson læknir og Andemariam Beyene heitinn. Tómas var fórnarlamb Macchiarini sem læknir sem beittur var blekkingum til að stuðla að því að framkvæmd var aðgerð á mjög vafasömum forsendum ef grannt var skoðað. Andemariam var sjúklingur sem gaf samþykki sitt fyrir aðgerð á sjálfum sér sem var vafasöm og leiddi síðar til dauða hans. Tómasi er nú legið á hálsi fyrir að hafa treyst ráðgjöf frá starfsfólki Karolinska sjúkrahússins en Macchiarini var starfsmaður þess. Ef Macchiarini tókst að blekkja kerfið hjá Karolinska hvernig átti þá Tómas og Andemariam að gruna að Macchiarini væri jafn óvandaður og síðar hefur komið í ljós? Það er auðvelt að setja sig í dómarasæti eftir á þegar staðreyndir máls liggja fyrir. Tvær af staðreyndum málsins eru þær að Karolinska treysti Macchiarini og Tómas treysti Karolinska. Mér hefði þótt fróðlegt að hitta lækni, áður en þetta mál kom upp, sem hefði vantreyst ráðgjöf og meðferð Karolinska. Vegna málsins hefur Tómasi verið tímabundið vikið frá störfum. Þetta er miður. Íslenskt heilbrigðiskerfi hefur ekki efni á að setja til hliðar einn af sínum færustu læknum vegna þess að hann var blekktur til að samþykkja og taka þátt í aðgerð sem dró sjúkling að lokum til dauða. Ef um ásetning eða vítavert gáleysi hefði verið að ræða hjá Tómasi hefði tímabundin brottvikning horft öðru vísi við. Að mínu mati var hvorugu til að dreifa af hálfu hans í þessu máli. Gera á Tómasi kleift að snúa nú þegar aftur til fyrri starfa. Í fyrri störfum mínum sem rannsóknarlögreglumaður kom ég að málum þar sem einstaklingum tókst að blekkja samferðarfólk sitt á undraverðan hátt. Jafnvel grandvarasta fólk hefur látið blekkjast. Þess vegna skyldi fara varlega að setja sig í dómarasæti í málum þar sem blekkingameistarar hafa náð sínu fram því áður en við vitum af getum við öll orðið fórnarlömb slíkra. Höfundur er leiðsögumaður.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar