Gætu allt eins hent peningum út um gluggan eins og að fá Darrel Lewis aftur Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. desember 2017 11:30 Fram kom í Domino´s-Körfuboltakvöldi á mánudagskvöldið að Þór Akureyri er að reyna að safna pening og gera allt hvað það getur til að fá Darrel Lewis aftur til liðsins. Sá 41 árs gamli reynslubolti spilaði með Þór á síðustu leiktíð og skoraði þá 18 stig, tók átta fráköst og gaf þrjár stoðsendingar að meðaltali í leik er nýliðarnir komust í úrslitakeppnina á fyrsta ári eftir endurkomuna í deild þeirra bestu. Þórsarar misstu mikið af mönnum í sumar, þar á meðal Lewis, og eru nú í fallbaráttu í deildinni. Þeir töpuðu mikilvægum fallbaráttuslag á móti Val í síðustu umferð og eru tveimur stigum frá öruggu sæti þegar að mótið er að verða hálfnað. Því finnst vafalítið mörgum eðlilegt að Þórsarar séu að reyna að fá Lewis aftur sem hefur verið einn af betri leikmönnum deildarinnar um langa hríð en hann er ekki maðurinn sem getur bjargað Þór, að mati sérfræðinga Körfuboltakvölds.Darrel Lewis í leik með Þór í fyrra.vísir/ernir„Hann er ekki leikmaðurinn sem gerir það að verkum að þeir falli ekki,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson um Þórsliðið sem er að byggja á ungum mönnum. „Hvað ætlar Þórsliðið að gera? Ætlar það ekki að reyna að byggja liðið upp á þessum strákum fæddum 2000 og 2001 sem eru búnir að vera að gera svo ótrúlega flott mót undanfarin ár í sínum árgangi?“ Mikilvægt er fyrir liðin að halda sér uppi á þessari leiktíð því mikil breyting verður fyrir næsta tímabil þegar að liðin mega vera með ótakmarkaðan fjölda svokallaðra Bosman-leikmanna. Þá verður töluvert auðveldara fyrir liðin úti á landi að manna sig „Hann hægir á öllum sóknum og öll kerfi fara til fjandas. Hann dúllar sér á kantinum og gerir það sem hann gerir. Ég myndi sleppa því að taka hann.,“ sagði Kristinn Friðriksson og Jón Halldór bætti við: „Þeir eru að henda peningum út um gluggann ef þeir fá Lewis. Það er mín skoðun. Ég held að hann sé ekki sá aðili sem gerir það að verkum að þeir vinni þessa leiki sem þarf til.“ Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Framlenging: Hildur er að gera frábæra hluti en ekki gleyma Darra Jóni Halldóri Eðvaldssyni finnst aðeins of mikið að kalla Hildi Sigurðardóttur þjálfara ársins. 5. desember 2017 14:00 Stólarnir rassskelltir í beinni: „Verða að andlegum aumingjum þegar að þeir mæta KR“ Leikmenn Stólanna fengu heldur betur að heyra það eftir stórtapið gegn KR í DHL-höllinni. 5. desember 2017 09:00 Risinn sofandi í Njarðvík: „Hann er ekki tengdur raunheimum“ Ragnar Ágúst Nathanaelsson hefur ekki spilað vel fyrir Njarðvík í Domino´s-deild karla. 5. desember 2017 12:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Fram kom í Domino´s-Körfuboltakvöldi á mánudagskvöldið að Þór Akureyri er að reyna að safna pening og gera allt hvað það getur til að fá Darrel Lewis aftur til liðsins. Sá 41 árs gamli reynslubolti spilaði með Þór á síðustu leiktíð og skoraði þá 18 stig, tók átta fráköst og gaf þrjár stoðsendingar að meðaltali í leik er nýliðarnir komust í úrslitakeppnina á fyrsta ári eftir endurkomuna í deild þeirra bestu. Þórsarar misstu mikið af mönnum í sumar, þar á meðal Lewis, og eru nú í fallbaráttu í deildinni. Þeir töpuðu mikilvægum fallbaráttuslag á móti Val í síðustu umferð og eru tveimur stigum frá öruggu sæti þegar að mótið er að verða hálfnað. Því finnst vafalítið mörgum eðlilegt að Þórsarar séu að reyna að fá Lewis aftur sem hefur verið einn af betri leikmönnum deildarinnar um langa hríð en hann er ekki maðurinn sem getur bjargað Þór, að mati sérfræðinga Körfuboltakvölds.Darrel Lewis í leik með Þór í fyrra.vísir/ernir„Hann er ekki leikmaðurinn sem gerir það að verkum að þeir falli ekki,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson um Þórsliðið sem er að byggja á ungum mönnum. „Hvað ætlar Þórsliðið að gera? Ætlar það ekki að reyna að byggja liðið upp á þessum strákum fæddum 2000 og 2001 sem eru búnir að vera að gera svo ótrúlega flott mót undanfarin ár í sínum árgangi?“ Mikilvægt er fyrir liðin að halda sér uppi á þessari leiktíð því mikil breyting verður fyrir næsta tímabil þegar að liðin mega vera með ótakmarkaðan fjölda svokallaðra Bosman-leikmanna. Þá verður töluvert auðveldara fyrir liðin úti á landi að manna sig „Hann hægir á öllum sóknum og öll kerfi fara til fjandas. Hann dúllar sér á kantinum og gerir það sem hann gerir. Ég myndi sleppa því að taka hann.,“ sagði Kristinn Friðriksson og Jón Halldór bætti við: „Þeir eru að henda peningum út um gluggann ef þeir fá Lewis. Það er mín skoðun. Ég held að hann sé ekki sá aðili sem gerir það að verkum að þeir vinni þessa leiki sem þarf til.“ Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Framlenging: Hildur er að gera frábæra hluti en ekki gleyma Darra Jóni Halldóri Eðvaldssyni finnst aðeins of mikið að kalla Hildi Sigurðardóttur þjálfara ársins. 5. desember 2017 14:00 Stólarnir rassskelltir í beinni: „Verða að andlegum aumingjum þegar að þeir mæta KR“ Leikmenn Stólanna fengu heldur betur að heyra það eftir stórtapið gegn KR í DHL-höllinni. 5. desember 2017 09:00 Risinn sofandi í Njarðvík: „Hann er ekki tengdur raunheimum“ Ragnar Ágúst Nathanaelsson hefur ekki spilað vel fyrir Njarðvík í Domino´s-deild karla. 5. desember 2017 12:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Framlenging: Hildur er að gera frábæra hluti en ekki gleyma Darra Jóni Halldóri Eðvaldssyni finnst aðeins of mikið að kalla Hildi Sigurðardóttur þjálfara ársins. 5. desember 2017 14:00
Stólarnir rassskelltir í beinni: „Verða að andlegum aumingjum þegar að þeir mæta KR“ Leikmenn Stólanna fengu heldur betur að heyra það eftir stórtapið gegn KR í DHL-höllinni. 5. desember 2017 09:00
Risinn sofandi í Njarðvík: „Hann er ekki tengdur raunheimum“ Ragnar Ágúst Nathanaelsson hefur ekki spilað vel fyrir Njarðvík í Domino´s-deild karla. 5. desember 2017 12:30
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum