Forsætisráðherra boðar breytingar í nýju fjárlagafrumvarpi Heimir Már Pétursson skrifar 5. desember 2017 19:00 Ríkisstjórnin afgreiddi í dag allar helstu tillögur fjárlagafrumvarps næsta árs og er reiknað með að Alþingi komi saman á fimmtudag í næstu viku. Forsætisráðherra segir að verulega verði bætt við fjármagni til heilbrigðis-, mennta og samgöngumála en endanleg stefna stjórnvalda til næstu fimm ára líti dagsins ljós í vor. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra boðar töluverðar breytingar í fjárlagafrumvarpi nýrrar ríkisstjórnar frá frumvarpi fyrri stjórnar. En að loknum ríkisstjórnarfundi í dag var boðað til þingflokksfunda hjá stjórnarflokkunum. Þar var farið yfir tillögur ríkisstjórnarinnar eftir fund hennar í morgun. „Það má segja að við höfum gengið frá stóru línunum í fjárlagafrumvarpinu. Það er einhver lokafrágangur á einstökum liðum eftir. Við stefnum á að ljúka honum í dag og þar með á að vera hægt að halda áfram með að undirbúa fjárlagafrumvarp sem verður þá lagt fram um miðjan mánuðinn,“ segir Katrín. En þótt ríkisstjórnin hafi gengið frá sínum áherslum eigi eftir að skrifa frumvarpið og reikna upp talnagrunn þess miðað við nýjustu þjóðahagsspá og annað slíkt áður en það verði þingtækt. Reiknað er með að þing komi saman á fimmtudag í næstu viku og umræða um fjárlögin hefjist daginn eftir. Frumvarp síðustu ríkisstjórnar var lagt fram með 44 milljarða afgangi. Katrín segir afkomuhorfur betri en áður var talið og aðgerðir stjórnarinar taki mið af því og þeim mikla afgangi sem sé til staðar til að ráðast í nauðsynlegr úrbætur. „En það liggur líka fyrir að við munum ekki ná að leysa öll vandamál í þessu fjárlagafrumvarpi. Stóru línurnar varðandi hina pólitísku stefnumótun þessarar ríkisstjórnar eins og hún birtist í fjárlagafrumvarpinu munu britast í fjármálaáætlun sem lögð verður fyrir þingið á vormánuðum. En það er hins vegar verið að ráðst í brýn verkefni sem við metum mjög nauðsynleg til að mynda á sviði heilbrigðismála, menntamála og samgöngumála, svo ég nefni eitthvað,“ segir Katrín. Það muni sjást stærri upphæðir í þessum málaflokkum en í frumvarpi fráfarandi stjórnar. „Og líka í málaflokkum sem við leggjum sérstaka pólitíska áherlsu á. Ég vil nefna umhverfismálin þar sérstaklega. En líka málefni sem lúta að meðferð kynferðisbrota. Þarna eru sérstakar áherslur ríkisstjórnarinnar sem munu sjást í þessu fjárlagafrumvarpi,“ segir forsætisráðherra. Þá reiknar Katrín með að málalisti hvers ráðherra fyrir sig fyrir komandi þing liggi fyrir í vikulokin og síðan þurfi að horfa til lengri tíma varðandi tekju- og gjaldhliðar ríkisfjármálanna. Vonandi takist líka að ljúka frumvarpi um notendastýrða persónulega aðstoð fatlaðra (NPA). „Félagsmálaráðherra hefur þegar óskað eftir tilnefningum allra flokka í samráðshóp um þau mál. Það er lögð mikil áhersla á þau mál hjá nýja félags- og jafnréttismálaráðherranum.“Þannig að þið vonist til að þetta klárist fyrir áramót?„Það er unnið að því. Það hefur verið markmið ekki bara okkar sem sitjum í ríkisstjórn heldur allra flokka á Alþingi,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Fleiri fréttir Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Ríkisstjórnin afgreiddi í dag allar helstu tillögur fjárlagafrumvarps næsta árs og er reiknað með að Alþingi komi saman á fimmtudag í næstu viku. Forsætisráðherra segir að verulega verði bætt við fjármagni til heilbrigðis-, mennta og samgöngumála en endanleg stefna stjórnvalda til næstu fimm ára líti dagsins ljós í vor. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra boðar töluverðar breytingar í fjárlagafrumvarpi nýrrar ríkisstjórnar frá frumvarpi fyrri stjórnar. En að loknum ríkisstjórnarfundi í dag var boðað til þingflokksfunda hjá stjórnarflokkunum. Þar var farið yfir tillögur ríkisstjórnarinnar eftir fund hennar í morgun. „Það má segja að við höfum gengið frá stóru línunum í fjárlagafrumvarpinu. Það er einhver lokafrágangur á einstökum liðum eftir. Við stefnum á að ljúka honum í dag og þar með á að vera hægt að halda áfram með að undirbúa fjárlagafrumvarp sem verður þá lagt fram um miðjan mánuðinn,“ segir Katrín. En þótt ríkisstjórnin hafi gengið frá sínum áherslum eigi eftir að skrifa frumvarpið og reikna upp talnagrunn þess miðað við nýjustu þjóðahagsspá og annað slíkt áður en það verði þingtækt. Reiknað er með að þing komi saman á fimmtudag í næstu viku og umræða um fjárlögin hefjist daginn eftir. Frumvarp síðustu ríkisstjórnar var lagt fram með 44 milljarða afgangi. Katrín segir afkomuhorfur betri en áður var talið og aðgerðir stjórnarinar taki mið af því og þeim mikla afgangi sem sé til staðar til að ráðast í nauðsynlegr úrbætur. „En það liggur líka fyrir að við munum ekki ná að leysa öll vandamál í þessu fjárlagafrumvarpi. Stóru línurnar varðandi hina pólitísku stefnumótun þessarar ríkisstjórnar eins og hún birtist í fjárlagafrumvarpinu munu britast í fjármálaáætlun sem lögð verður fyrir þingið á vormánuðum. En það er hins vegar verið að ráðst í brýn verkefni sem við metum mjög nauðsynleg til að mynda á sviði heilbrigðismála, menntamála og samgöngumála, svo ég nefni eitthvað,“ segir Katrín. Það muni sjást stærri upphæðir í þessum málaflokkum en í frumvarpi fráfarandi stjórnar. „Og líka í málaflokkum sem við leggjum sérstaka pólitíska áherlsu á. Ég vil nefna umhverfismálin þar sérstaklega. En líka málefni sem lúta að meðferð kynferðisbrota. Þarna eru sérstakar áherslur ríkisstjórnarinnar sem munu sjást í þessu fjárlagafrumvarpi,“ segir forsætisráðherra. Þá reiknar Katrín með að málalisti hvers ráðherra fyrir sig fyrir komandi þing liggi fyrir í vikulokin og síðan þurfi að horfa til lengri tíma varðandi tekju- og gjaldhliðar ríkisfjármálanna. Vonandi takist líka að ljúka frumvarpi um notendastýrða persónulega aðstoð fatlaðra (NPA). „Félagsmálaráðherra hefur þegar óskað eftir tilnefningum allra flokka í samráðshóp um þau mál. Það er lögð mikil áhersla á þau mál hjá nýja félags- og jafnréttismálaráðherranum.“Þannig að þið vonist til að þetta klárist fyrir áramót?„Það er unnið að því. Það hefur verið markmið ekki bara okkar sem sitjum í ríkisstjórn heldur allra flokka á Alþingi,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Fleiri fréttir Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira