Einar Árni: Fannst Óli Ragnar stela senunni Gunnar Gunnarsson skrifar 1. desember 2017 21:58 Einar Árni Jóhannsson. Vísir/Ernir Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs Þorlákshöfn, hrósaði bakverðinum Óla Ragnari Alexanderssyni fyrir frábæra frammistöðu í vörninni í sigrinum á Hetti í kvöld. Óli Ragnar virtist ekki ætla að leyfa bakvörðum Hattar að komast fram yfir miðju á tímabili, stal alls fimm boltum, átti sex stoðsendingar og náði sex fráköstum. „Mér fannst hann stela sendunni. Hann setti ákveðinn tón í varnarleiknum með pressu sinni sem aðrir fylgdu á eftir á lokakaflanum. Hann er hörku varnarmaður, kvikur og líkamlega sterkur. Mér fannst hann stjórna þessu frábærlega en við náðum líka vel saman sem lið. Fyrir utan tvær mínútur í þriðja leikhluta fannst mér vörnin hjá okkur mjög góð.“ Hinu megin á vellinum voru það DJ Balentine og Emil Karel Einarsson sem drógu vagninn með þriggja stiga skotum. Það var lausn Þórs sem var án miðherjans Snorra Hrafnkelssonar sem er veikur auk þess sem Bandaríkjamaðurinn Jesse Pellot-Rosa meiddist illa snemma á tímabilinu og er farinn til síns heima. „Við þurftum að færa til í liðinu en við erum ógnandi alls staðar. Mér finnst við samt geta bætt okkur. Mér fannst við eiga góð færi sem duttu ekki. Mér líður hins vegar ekki illa ef vandamálið er að við setjum ekki opin skot. Ég veit það það kemur því strákarnir hafa unnið vel á æfingum.“ Þór var einnig í kvöld án Þorsteins Ragnarssonar. „Hann hefur í gegnum tíðina verið óheppinn þótt hann hafi verið heill í vetur. Hann fékk olnbogaskot í bringuna í leiknum á Sauðárkróki um daginn. Hann reyndi að spila gegn Val en var í vandræðum með að anda. Hann fór í hjartagáttina í fyrradag þar sem kom í ljós mar á lunga og bólgur í líffærunum í kringum hjartað þannig að hann hefur tekið dágott högg. Eins og staðan er í dag þarf hann að hvíla í tvær vikur þannig það er líklegt að hann mæti bara ferskur á nýju ári.“ En mikilvægast í kvöld voru hins vegar stigin tvö. Eftir erfitt haust er Þór búið að vinna síðustu tvo leiki og er ekki í fallsæti eftir kvöldið. „Við spilum núna við liðin í kringum okkur. Það var mikilvægt að vinna Val og fylgja því eftir með góðum sigri í kvöld á erfiðum útivelli. Mér fannst Höttur spila vel, Viðar Örn hefur fengið einhverja töfradrykki frá Inga Þór (þjálfara Snæfells) fyrir þriggja stiga skotin. Höttur var, líkt og Snæfell, með um 50% nýtingu þar og sum skotin hér voru fjandi erfið. Á sama tíma nýttum við ekki góð færi en það kom í seinni hálfleik og DJ og Emil stigu vel upp.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Höttur - Þór Þ. 71-80 | Dýrmæt stig Þórs á Egilsstöðum Höttur er enn án stiga í Domino's deild karla í körfubolta efitr níu leiki. Þórsarar sigruðu sinn annan leik í röð og eru loksins að rétta úr skipinu eftir arfaslaka byrjun á tímabilinu. 1. desember 2017 22:15 Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs Þorlákshöfn, hrósaði bakverðinum Óla Ragnari Alexanderssyni fyrir frábæra frammistöðu í vörninni í sigrinum á Hetti í kvöld. Óli Ragnar virtist ekki ætla að leyfa bakvörðum Hattar að komast fram yfir miðju á tímabili, stal alls fimm boltum, átti sex stoðsendingar og náði sex fráköstum. „Mér fannst hann stela sendunni. Hann setti ákveðinn tón í varnarleiknum með pressu sinni sem aðrir fylgdu á eftir á lokakaflanum. Hann er hörku varnarmaður, kvikur og líkamlega sterkur. Mér fannst hann stjórna þessu frábærlega en við náðum líka vel saman sem lið. Fyrir utan tvær mínútur í þriðja leikhluta fannst mér vörnin hjá okkur mjög góð.“ Hinu megin á vellinum voru það DJ Balentine og Emil Karel Einarsson sem drógu vagninn með þriggja stiga skotum. Það var lausn Þórs sem var án miðherjans Snorra Hrafnkelssonar sem er veikur auk þess sem Bandaríkjamaðurinn Jesse Pellot-Rosa meiddist illa snemma á tímabilinu og er farinn til síns heima. „Við þurftum að færa til í liðinu en við erum ógnandi alls staðar. Mér finnst við samt geta bætt okkur. Mér fannst við eiga góð færi sem duttu ekki. Mér líður hins vegar ekki illa ef vandamálið er að við setjum ekki opin skot. Ég veit það það kemur því strákarnir hafa unnið vel á æfingum.“ Þór var einnig í kvöld án Þorsteins Ragnarssonar. „Hann hefur í gegnum tíðina verið óheppinn þótt hann hafi verið heill í vetur. Hann fékk olnbogaskot í bringuna í leiknum á Sauðárkróki um daginn. Hann reyndi að spila gegn Val en var í vandræðum með að anda. Hann fór í hjartagáttina í fyrradag þar sem kom í ljós mar á lunga og bólgur í líffærunum í kringum hjartað þannig að hann hefur tekið dágott högg. Eins og staðan er í dag þarf hann að hvíla í tvær vikur þannig það er líklegt að hann mæti bara ferskur á nýju ári.“ En mikilvægast í kvöld voru hins vegar stigin tvö. Eftir erfitt haust er Þór búið að vinna síðustu tvo leiki og er ekki í fallsæti eftir kvöldið. „Við spilum núna við liðin í kringum okkur. Það var mikilvægt að vinna Val og fylgja því eftir með góðum sigri í kvöld á erfiðum útivelli. Mér fannst Höttur spila vel, Viðar Örn hefur fengið einhverja töfradrykki frá Inga Þór (þjálfara Snæfells) fyrir þriggja stiga skotin. Höttur var, líkt og Snæfell, með um 50% nýtingu þar og sum skotin hér voru fjandi erfið. Á sama tíma nýttum við ekki góð færi en það kom í seinni hálfleik og DJ og Emil stigu vel upp.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Höttur - Þór Þ. 71-80 | Dýrmæt stig Þórs á Egilsstöðum Höttur er enn án stiga í Domino's deild karla í körfubolta efitr níu leiki. Þórsarar sigruðu sinn annan leik í röð og eru loksins að rétta úr skipinu eftir arfaslaka byrjun á tímabilinu. 1. desember 2017 22:15 Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Umfjöllun: Höttur - Þór Þ. 71-80 | Dýrmæt stig Þórs á Egilsstöðum Höttur er enn án stiga í Domino's deild karla í körfubolta efitr níu leiki. Þórsarar sigruðu sinn annan leik í röð og eru loksins að rétta úr skipinu eftir arfaslaka byrjun á tímabilinu. 1. desember 2017 22:15
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli