Tæknin er lykill að framtíðinni Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 1. desember 2017 07:00 Herakleitos hafði rétt fyrir sér þegar hann benti á að maður stigi aldrei tvisvar í sömu ána, því að þegar maður stígur fætinum í ána rennur sífellt um hann nýtt vatn. Stjórnmálamenn geta valið á milli þess að verja kerfið eða viðurkenna nauðsyn endurskoðunar þess og um leið framþróunar samfélagsins. Íslenska menntakerfið er ein af grunnstoðum samfélagsins. Við þurfum því að hlúa að því og miða stjórnun og stefnumótun þess við að búa ungt fólk undir atvinnulífið. Á hvers konar færni þarf atvinnulífið að halda?Heimurinn smækkarNý tækni hefur aukið möguleika okkar til náms og jafnað aðstöðumun, þ.e. með auknum aðgangi að fjarnámi eiga flestir þess kost að stunda nám óháð búsetu (nema þeir sem eru ekki komnir með ljósleiðara – en það er eitt af stóru verkefnum nýrrar ríkisstjórnar), hvort sem það er komið út á vinnumarkað, með fjölskyldu eður ei. Heimurinn smækkar með hverjum deginum sem líður. Fjarnám er líka hægt að stunda við erlenda háskóla sem eru þá í samkeppni við íslenska háskóla. Við þurfum því að huga að samkeppnishæfni skólanna okkar með því að bæta rekstrargrunn þeirra. Í ljósi þess að almennt er viðurkennt að fjórða iðnbyltingin sé hafin þá þurfum við að velta fyrir okkur hvort menntakerfi Vesturlanda séu nægilega skilvirk. Kerfi sem á sér rætur í forngrískri klassík og síðan í iðnbyltingu 18. og 19. aldar, þar sem samfélög voru byggð í kringum verksmiðjur. Stundvísi, endurtekningar, hlýðni og það að læra utanbókar ákveðnar formúlur voru taldar til æðstu dyggða. Dugar slíkt skipulag í hinum frjálsa og flókna nútíma 21. aldar? Ég held ekki.Aðlögun eykur samkeppnishæfniNiðurstaðan er því sú að næmni fyrir umhverfinu, skapandi hugsun og góð aðlögun að þeim breytingum sem samfélagið kallar eftir, eru lykilþættir ef menntakerfið okkar á að mæta þörfum atvinnulífs framtíðarinnar í breyttum heimi. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á menntamál, rannsóknir og þróun. Þangað þurfum við að fara til að tryggja samkeppnishæfni þjóðarinnar og velsæld til lengri tíma. Lokaorð Charles Darwin eiga því ágætlega við í þessu samhengi: „It is not the strongest of the species that survives, nor the most intelligent that survives. It is the one that is the most adaptable to change.“Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Sjá meira
Herakleitos hafði rétt fyrir sér þegar hann benti á að maður stigi aldrei tvisvar í sömu ána, því að þegar maður stígur fætinum í ána rennur sífellt um hann nýtt vatn. Stjórnmálamenn geta valið á milli þess að verja kerfið eða viðurkenna nauðsyn endurskoðunar þess og um leið framþróunar samfélagsins. Íslenska menntakerfið er ein af grunnstoðum samfélagsins. Við þurfum því að hlúa að því og miða stjórnun og stefnumótun þess við að búa ungt fólk undir atvinnulífið. Á hvers konar færni þarf atvinnulífið að halda?Heimurinn smækkarNý tækni hefur aukið möguleika okkar til náms og jafnað aðstöðumun, þ.e. með auknum aðgangi að fjarnámi eiga flestir þess kost að stunda nám óháð búsetu (nema þeir sem eru ekki komnir með ljósleiðara – en það er eitt af stóru verkefnum nýrrar ríkisstjórnar), hvort sem það er komið út á vinnumarkað, með fjölskyldu eður ei. Heimurinn smækkar með hverjum deginum sem líður. Fjarnám er líka hægt að stunda við erlenda háskóla sem eru þá í samkeppni við íslenska háskóla. Við þurfum því að huga að samkeppnishæfni skólanna okkar með því að bæta rekstrargrunn þeirra. Í ljósi þess að almennt er viðurkennt að fjórða iðnbyltingin sé hafin þá þurfum við að velta fyrir okkur hvort menntakerfi Vesturlanda séu nægilega skilvirk. Kerfi sem á sér rætur í forngrískri klassík og síðan í iðnbyltingu 18. og 19. aldar, þar sem samfélög voru byggð í kringum verksmiðjur. Stundvísi, endurtekningar, hlýðni og það að læra utanbókar ákveðnar formúlur voru taldar til æðstu dyggða. Dugar slíkt skipulag í hinum frjálsa og flókna nútíma 21. aldar? Ég held ekki.Aðlögun eykur samkeppnishæfniNiðurstaðan er því sú að næmni fyrir umhverfinu, skapandi hugsun og góð aðlögun að þeim breytingum sem samfélagið kallar eftir, eru lykilþættir ef menntakerfið okkar á að mæta þörfum atvinnulífs framtíðarinnar í breyttum heimi. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á menntamál, rannsóknir og þróun. Þangað þurfum við að fara til að tryggja samkeppnishæfni þjóðarinnar og velsæld til lengri tíma. Lokaorð Charles Darwin eiga því ágætlega við í þessu samhengi: „It is not the strongest of the species that survives, nor the most intelligent that survives. It is the one that is the most adaptable to change.“Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun