Góð fyrirheit Sigurður Hannesson skrifar 1. desember 2017 07:00 Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar lofar góðu. Áherslu á uppbyggingu innviða, nýsköpun og menntun er sérstaklega fagnað enda er þar fjárfest til framtíðar og samfélagið búið undir breytingar samhliða fjórðu iðnbyltingunni. Hugvit verður drifkraftur framfara á 21. öldinni og í því ljósi er jákvætt að sjá áherslu nýrrar ríkisstjórnar á nýsköpun. Nýsköpun er án landamæra og því verður starfsumhverfi hér á landi að vera samkeppnishæft við það sem gengur og gerist erlendis. Skilyrði fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki þurfa að vera framúrskarandi en við hljótum líka að stefna að því að þegar þau fyrirtæki vaxa og dafna þá sé ákjósanlegt fyrir þau að byggja upp frekari starfsemi hér á landi. Því er sérstaklega fagnað að afnema eigi þök á endurgreiðslu kostnaðar vegna rannsókna og þróunar og vonandi kemur það til framkvæmda strax á nýju ári. Sköpunargáfan sem byggir á hugviti verður eftirsóknarverður eiginleiki í framtíðinni og við Íslendingar viljum vera þekktir fyrir að geta breytt hugviti í verðmæti. Innviðir landsins verða styrktir og uppbyggingu í samgöngum hraðað. Þess má vænta að samgönguáætlun og ríkisfjármálaáætlun verði uppfærðar til samræmis við þessar áherslur. Vel færi þó á því að gerð yrði innviðaáætlun þar sem kæmi fram heildstæð stefna um uppbyggingu innviða. Við lifum í heimi örra breytinga. Með fjórðu iðnbyltingunni verða til ný störf sem krefjast umfram annað hæfni í auknum mæli, það er, að geta dregið ályktanir og leyst verkefni. Þess vegna þarf umbætur í menntakerfinu að sama skapi og fjármagn. Aukna áherslu þarf á tækni- og raungreinamenntun. Þá skal minnt á það að þrátt fyrir tæknibreytingar verður alltaf þörf fyrir iðnmenntað starfsfólk. Boðaðri lækkun tryggingagjalds er fagnað en þó er minnt á að þegar hefur verið lofað 1% lækkun sem ekki var staðið við. Heilt yfir ber að fagna þeirri áherslu sem sett er á samkeppnishæfni því það getur ráðið úrslitum um vöxt og viðgang efnahagslífsins. Það er tilhlökkunarefni að sjá það sem fram kemur í sáttmálanum verða að veruleika og við erum reiðubúin í þau uppbyggilegu samskipti sem ný ríkisstjórn boðar.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Hannesson Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Sjá meira
Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar lofar góðu. Áherslu á uppbyggingu innviða, nýsköpun og menntun er sérstaklega fagnað enda er þar fjárfest til framtíðar og samfélagið búið undir breytingar samhliða fjórðu iðnbyltingunni. Hugvit verður drifkraftur framfara á 21. öldinni og í því ljósi er jákvætt að sjá áherslu nýrrar ríkisstjórnar á nýsköpun. Nýsköpun er án landamæra og því verður starfsumhverfi hér á landi að vera samkeppnishæft við það sem gengur og gerist erlendis. Skilyrði fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki þurfa að vera framúrskarandi en við hljótum líka að stefna að því að þegar þau fyrirtæki vaxa og dafna þá sé ákjósanlegt fyrir þau að byggja upp frekari starfsemi hér á landi. Því er sérstaklega fagnað að afnema eigi þök á endurgreiðslu kostnaðar vegna rannsókna og þróunar og vonandi kemur það til framkvæmda strax á nýju ári. Sköpunargáfan sem byggir á hugviti verður eftirsóknarverður eiginleiki í framtíðinni og við Íslendingar viljum vera þekktir fyrir að geta breytt hugviti í verðmæti. Innviðir landsins verða styrktir og uppbyggingu í samgöngum hraðað. Þess má vænta að samgönguáætlun og ríkisfjármálaáætlun verði uppfærðar til samræmis við þessar áherslur. Vel færi þó á því að gerð yrði innviðaáætlun þar sem kæmi fram heildstæð stefna um uppbyggingu innviða. Við lifum í heimi örra breytinga. Með fjórðu iðnbyltingunni verða til ný störf sem krefjast umfram annað hæfni í auknum mæli, það er, að geta dregið ályktanir og leyst verkefni. Þess vegna þarf umbætur í menntakerfinu að sama skapi og fjármagn. Aukna áherslu þarf á tækni- og raungreinamenntun. Þá skal minnt á það að þrátt fyrir tæknibreytingar verður alltaf þörf fyrir iðnmenntað starfsfólk. Boðaðri lækkun tryggingagjalds er fagnað en þó er minnt á að þegar hefur verið lofað 1% lækkun sem ekki var staðið við. Heilt yfir ber að fagna þeirri áherslu sem sett er á samkeppnishæfni því það getur ráðið úrslitum um vöxt og viðgang efnahagslífsins. Það er tilhlökkunarefni að sjá það sem fram kemur í sáttmálanum verða að veruleika og við erum reiðubúin í þau uppbyggilegu samskipti sem ný ríkisstjórn boðar.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun