Átökin á Æsustöðum stóðu yfir í minnst sjö mínútur Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. desember 2017 12:18 Frá vettvangi að Æsustöðum í Mosfellsdal 7. júní síðastliðinn. vísir/eyþór Breyttur framburður Sveins Gests Tryggvasonar, sem dæmdur var í dag til sex ára fangelsisvistar fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar, var mjög ótrúverðugur að mati Héraðsdóms Reykjavíkur. Honum hafi mátt vera ljóst að ofsafengin atlaga hans gegn Arnari væri til þess fallin að leiða til alvarlegs líkamstjóns. Aðalmeðferð í málinu fór fram í nóvember og komu um tuttugu vitni fyrir dóminn. Þeirra á meðal Sveinn Gestur, Jón Trausti Lúthersson og fjögur til viðbótar sem fóru ásamt fyrrnefndum tveim á heimili Arnars í Mosfellsdal kvöldið örlagaríka. Sveinn Gestur neitaði því alfarið að hafa ráðist á Arnar að fyrra bragði og sagði Jón Trausta bera ábyrgð á mestum hlusta áverkanna. Jón Trausti neitaði sök.Bupropion styrkur við eitrunarmörk Meðal gagna málsins er krufningsskýrsla réttarmeinafræðings. þar kemur meðal annars fram að í blóði Arnars hafi fundist mikið magn amfetamíns sem og Bupropion, en styrkur þess hafi verið svo hár að hann hafi verið við eitrunarmörk. Bupropion er efni sem finnst aðallega í þunglyndislyfjum. „Svo mikið magn þessa lyfs í blóði þýði að viðkomandi einstaklingur eigi á hættu að aukaverkanir lyfsins komi fram en þar á meðal sé mikill æsingur og æsingsóráð,“ segir í dómnum. Í vitnisburði réttarmeinafræðingsins kom fram að í málinu lægju fyrir símaupplýsingar sem sýni að átökin hafi tekið að minnsta kosti sjö mínútur. Þann tíma hafi Arnar barist á móti og vegna átakanna hafi hann þurft meira súrefni. Hafi Arnar verið tekinn í þvingaða frambeygða stöðu með hendur fyrir aftan bak og hluta af líkama Sveins þrýsti á brjósthol hans aftarvert. „Auk þess að vera í þessari stellingu hafi hann verið tekinn hálstaki á sama tíma þótt ekki liggi fyrir hversu lengi hálstakið hafi varað. Í þessu ljósi væru 7 mínútur langur tími. Allt hafi þetta lagst á eitt og valdið dauða Arnars,“ segir í dómnum.Önnur vitni trúverðug Í dómi héraðsdóms segir að önnur vitni, sem hafi verið trúverðug, hafi öll verið efnislega á sama máli um harkalega atlögu Sveins að Arnari. Það þótti sannað að Sveinn Gestur settist klofvega ofan á Arnar sem lá á maganum á jörðinni og hélt báum höndum hans fyrir aftan bak. Það þykir jafnframt sannað að hann tók Arnar hálstaki og sló hann ítrekað í andlit og höfuð með krepptum hnefa á meðan hann hélt honum niðri. Sveinn Gestur var sem fyrr segir dæmdur í sex ára fangelsi. Að lokinni dómsuppsögu var Sveinn Gestur leiddur fyrir dómara þar sem krafist var gæsluvarðhalds yfir honum þangað til hann hefur afplánun. Sveinn Gestur hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan árásin átti sér stað þann 7. júní. Að auki var honum gert að greiða alls um 12,9 milljónir króna í sakarskostnað, málsvarnarlaun, réttargæslu og útfararkostnað. Dómsmál Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Segir Jón Trausta bera ábyrgð á áverkum Arnars Sveinn Gestur Tryggvason sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar, neitar alfarið sök í málinu. Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 22. nóvember 2017 12:42 Krefst fjögurra til fimm ára fangelsis yfir Sveini Gesti Ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða. 23. nóvember 2017 10:40 Kafnaði af völdum nokkurra samverkandi þátta Þetta kemur fram í ákæru á hendur Sveini Gesti Tryggvasyni en hann er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til bana Arnars Jónssonar Aspar. 4. september 2017 12:09 Verjandi Sveins Gests: Þessu verður áfrýjað Þetta er töluvert þyngra en menn bjuggust við, segir Þorgils Þorgilsson. 18. desember 2017 10:14 Sveinn Gestur í sex ára fangelsi Fyrir líkamsárás sem varð Arnari Jóni Aspar að bana í Mosfellsdal í júní. 18. desember 2017 09:42 Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Breyttur framburður Sveins Gests Tryggvasonar, sem dæmdur var í dag til sex ára fangelsisvistar fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar, var mjög ótrúverðugur að mati Héraðsdóms Reykjavíkur. Honum hafi mátt vera ljóst að ofsafengin atlaga hans gegn Arnari væri til þess fallin að leiða til alvarlegs líkamstjóns. Aðalmeðferð í málinu fór fram í nóvember og komu um tuttugu vitni fyrir dóminn. Þeirra á meðal Sveinn Gestur, Jón Trausti Lúthersson og fjögur til viðbótar sem fóru ásamt fyrrnefndum tveim á heimili Arnars í Mosfellsdal kvöldið örlagaríka. Sveinn Gestur neitaði því alfarið að hafa ráðist á Arnar að fyrra bragði og sagði Jón Trausta bera ábyrgð á mestum hlusta áverkanna. Jón Trausti neitaði sök.Bupropion styrkur við eitrunarmörk Meðal gagna málsins er krufningsskýrsla réttarmeinafræðings. þar kemur meðal annars fram að í blóði Arnars hafi fundist mikið magn amfetamíns sem og Bupropion, en styrkur þess hafi verið svo hár að hann hafi verið við eitrunarmörk. Bupropion er efni sem finnst aðallega í þunglyndislyfjum. „Svo mikið magn þessa lyfs í blóði þýði að viðkomandi einstaklingur eigi á hættu að aukaverkanir lyfsins komi fram en þar á meðal sé mikill æsingur og æsingsóráð,“ segir í dómnum. Í vitnisburði réttarmeinafræðingsins kom fram að í málinu lægju fyrir símaupplýsingar sem sýni að átökin hafi tekið að minnsta kosti sjö mínútur. Þann tíma hafi Arnar barist á móti og vegna átakanna hafi hann þurft meira súrefni. Hafi Arnar verið tekinn í þvingaða frambeygða stöðu með hendur fyrir aftan bak og hluta af líkama Sveins þrýsti á brjósthol hans aftarvert. „Auk þess að vera í þessari stellingu hafi hann verið tekinn hálstaki á sama tíma þótt ekki liggi fyrir hversu lengi hálstakið hafi varað. Í þessu ljósi væru 7 mínútur langur tími. Allt hafi þetta lagst á eitt og valdið dauða Arnars,“ segir í dómnum.Önnur vitni trúverðug Í dómi héraðsdóms segir að önnur vitni, sem hafi verið trúverðug, hafi öll verið efnislega á sama máli um harkalega atlögu Sveins að Arnari. Það þótti sannað að Sveinn Gestur settist klofvega ofan á Arnar sem lá á maganum á jörðinni og hélt báum höndum hans fyrir aftan bak. Það þykir jafnframt sannað að hann tók Arnar hálstaki og sló hann ítrekað í andlit og höfuð með krepptum hnefa á meðan hann hélt honum niðri. Sveinn Gestur var sem fyrr segir dæmdur í sex ára fangelsi. Að lokinni dómsuppsögu var Sveinn Gestur leiddur fyrir dómara þar sem krafist var gæsluvarðhalds yfir honum þangað til hann hefur afplánun. Sveinn Gestur hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan árásin átti sér stað þann 7. júní. Að auki var honum gert að greiða alls um 12,9 milljónir króna í sakarskostnað, málsvarnarlaun, réttargæslu og útfararkostnað.
Dómsmál Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Segir Jón Trausta bera ábyrgð á áverkum Arnars Sveinn Gestur Tryggvason sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar, neitar alfarið sök í málinu. Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 22. nóvember 2017 12:42 Krefst fjögurra til fimm ára fangelsis yfir Sveini Gesti Ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða. 23. nóvember 2017 10:40 Kafnaði af völdum nokkurra samverkandi þátta Þetta kemur fram í ákæru á hendur Sveini Gesti Tryggvasyni en hann er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til bana Arnars Jónssonar Aspar. 4. september 2017 12:09 Verjandi Sveins Gests: Þessu verður áfrýjað Þetta er töluvert þyngra en menn bjuggust við, segir Þorgils Þorgilsson. 18. desember 2017 10:14 Sveinn Gestur í sex ára fangelsi Fyrir líkamsárás sem varð Arnari Jóni Aspar að bana í Mosfellsdal í júní. 18. desember 2017 09:42 Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Segir Jón Trausta bera ábyrgð á áverkum Arnars Sveinn Gestur Tryggvason sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar, neitar alfarið sök í málinu. Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 22. nóvember 2017 12:42
Krefst fjögurra til fimm ára fangelsis yfir Sveini Gesti Ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða. 23. nóvember 2017 10:40
Kafnaði af völdum nokkurra samverkandi þátta Þetta kemur fram í ákæru á hendur Sveini Gesti Tryggvasyni en hann er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til bana Arnars Jónssonar Aspar. 4. september 2017 12:09
Verjandi Sveins Gests: Þessu verður áfrýjað Þetta er töluvert þyngra en menn bjuggust við, segir Þorgils Þorgilsson. 18. desember 2017 10:14
Sveinn Gestur í sex ára fangelsi Fyrir líkamsárás sem varð Arnari Jóni Aspar að bana í Mosfellsdal í júní. 18. desember 2017 09:42