Heilbrigðiskerfið er hjartað í góðu samfélagi Svandís Svavarsdóttir skrifar 18. desember 2017 07:00 Allir landsmenn eiga að fá notið góðrar heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag og búsetu. Samfélag þar sem heilbrigðiskerfið er öflugt er gott samfélag. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er lögð áhersla á eflingu hins opinbera heilbrigðiskerfis, þannig að markmiðinu um aðgang allra að fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu verði náð. Fjárframlög til heilbrigðismála verða því aukin verulega samkvæmt fjárlagafrumvarpi nýrrar ríkisstjórnar en heildarhækkun framlaga til heilbrigðismála milli fjárlaga 2017 og 2018 nemur ríflega 21 milljarði króna. Ríkisstjórnin mun ekki einkavæða frekar í heilbrigðiskerfinu heldur auka útgjöld til opinbera heilbrigðiskerfisins. Sem dæmi um málaflokka þar sem framlög eru aukin samkvæmt fjárlagafrumvarpi nýrrar ríkisstjórnar má nefna að sjúkrahúsþjónusta á landinu öllu verður styrkt verulega. Með styrkingu sjúkrahúsþjónustu verður til að mynda mögulegt að efla innviði spítalans og rekstur, fjölga starfsfólki og endurnýja tækjakost. Í fjárlagafrumvarpinu er einnig aukið við framlög til heilsugæslunnar og niðurgreiðslur tannlæknakostnaðar aldraðra og örorkulífeyrisþega eru auknar. Framlög vegna hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu hækka, svo mögulegt verður að fjölga hjúkrunarrýmum og efla öldrunarþjónustu. Sömuleiðis eru framlög vegna lyfja og lækningavara hækkuð. Brýn þörf stendur til að efla geðheilbrigðisþjónustu á landinu öllu. Sérstök áhersla er lögð á geðheilbrigðisþjónustu í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar og fjárlagafrumvarpið ber þess merki. Áætlað er að fjárveitingar til geðheilbrigðisþjónustu, bæði á sjúkrahúsum og heilsugæslum, hækki verulega. Í samræmi við fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að hlúa betur að þolendum kynferðisofbeldis og berjast gegn kynferðisofbeldi er viðbótarframlag veitt til þjónustu við þolendur kynferðisbrota á Neyðarmóttöku til að koma til móts við þolendur kynferðisofbeldis á landsbyggðinni. Íslenska heilbrigðiskerfið á að standast samanburð við það sem best gerist í heiminum. Til þess að við getum boðið upp á heilbrigðiskerfi sem er samkeppnishæft í alþjóðlegu samhengi þarf að treysta hið opinbera kerfi. Það munum við gera.Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Sjá meira
Allir landsmenn eiga að fá notið góðrar heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag og búsetu. Samfélag þar sem heilbrigðiskerfið er öflugt er gott samfélag. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er lögð áhersla á eflingu hins opinbera heilbrigðiskerfis, þannig að markmiðinu um aðgang allra að fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu verði náð. Fjárframlög til heilbrigðismála verða því aukin verulega samkvæmt fjárlagafrumvarpi nýrrar ríkisstjórnar en heildarhækkun framlaga til heilbrigðismála milli fjárlaga 2017 og 2018 nemur ríflega 21 milljarði króna. Ríkisstjórnin mun ekki einkavæða frekar í heilbrigðiskerfinu heldur auka útgjöld til opinbera heilbrigðiskerfisins. Sem dæmi um málaflokka þar sem framlög eru aukin samkvæmt fjárlagafrumvarpi nýrrar ríkisstjórnar má nefna að sjúkrahúsþjónusta á landinu öllu verður styrkt verulega. Með styrkingu sjúkrahúsþjónustu verður til að mynda mögulegt að efla innviði spítalans og rekstur, fjölga starfsfólki og endurnýja tækjakost. Í fjárlagafrumvarpinu er einnig aukið við framlög til heilsugæslunnar og niðurgreiðslur tannlæknakostnaðar aldraðra og örorkulífeyrisþega eru auknar. Framlög vegna hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu hækka, svo mögulegt verður að fjölga hjúkrunarrýmum og efla öldrunarþjónustu. Sömuleiðis eru framlög vegna lyfja og lækningavara hækkuð. Brýn þörf stendur til að efla geðheilbrigðisþjónustu á landinu öllu. Sérstök áhersla er lögð á geðheilbrigðisþjónustu í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar og fjárlagafrumvarpið ber þess merki. Áætlað er að fjárveitingar til geðheilbrigðisþjónustu, bæði á sjúkrahúsum og heilsugæslum, hækki verulega. Í samræmi við fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að hlúa betur að þolendum kynferðisofbeldis og berjast gegn kynferðisofbeldi er viðbótarframlag veitt til þjónustu við þolendur kynferðisbrota á Neyðarmóttöku til að koma til móts við þolendur kynferðisofbeldis á landsbyggðinni. Íslenska heilbrigðiskerfið á að standast samanburð við það sem best gerist í heiminum. Til þess að við getum boðið upp á heilbrigðiskerfi sem er samkeppnishæft í alþjóðlegu samhengi þarf að treysta hið opinbera kerfi. Það munum við gera.Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun