Jónsi í Sigur Rós og fjölskylda hans opnar verslun fulla af eigin hönnun Birgir Olgeirsson skrifar 15. desember 2017 16:41 Um er að ræða systkinin Lilju, Jónsa, Ingibjörg og Sigurrós Birgisbörn, ásamt foreldrum þeirra, mökum og fjölskyldu, sem standa að þessari verslun. Aðsend Nú rétt fyrir jólin opnar ný verslun í hjarta miðbæjarins sem verður til húsa í Fischersundi 3 og heitir Fischer. Í tilkynningunni sem barst vegna opnunar verslunarinnar kemur fram að um sé að ræða rými sem fetar línuna milli gjafavöruverslunar og listarýmis en fjölskyldan sem stendur að verkefninu hefur verið áberandi í menningarlífi landsins lengi vel. Um er að ræða systkinin Lilju, Jónsa, Ingibjörg og Sigurrós Birgisbörn, ásamt foreldrum þeirra, mökum og fjölskyldu. „Hugmyndin kviknaði eins og svo margar góðar hugmyndir yfir fjórða rauðvínsglasinu í fjölskyldumatarboði en við höfum talað um það í mörg ár að vinna saman að verkefni. Svo þegar Jónsi flutti til helminga til Los Angeles stóð stúdíó-ið hans í Fischersundi tómt og við ákváðum að slá til,“ segir Lilja Birgisdóttir ljósmyndari í tilkynningunni. Fischersund 3 er eitt af elstu húsunum í Grjótaþorpinu en gríðarleg vinna er sögð liggja að baki opnuninni. Auk þess að hafa hannað og handgert hverja einustu vöru í versluninni hefur fjölskyldan hjálpast að við að hanna, setja upp og smíða alla innanstokksmuni og útlit verslunarinnar, allt frá búðarborðinu til veggfóðursins.Sterk hugmyndafræði liggur að baki Fischer og henni ætlað að vera tilbrigði við hefðbundnar verslanir. „Þetta er eiginlega búð og listarými undir sama þakinu. Við leggjum mikla áherslu á heildræna upplifun og reynum þannig að örva öll skilningarvit gesta okkar. Til að mynda bjuggum við til sérstakan ilm sem leikur um vitin og fengum fjölskyldumeðlimi t.d. Jónsa, Sindra Sin Fang, Alex Sommers og Kjartan Holm, til að gera tónlist fyrir rýmið. Þetta er í raun búð sem þú getur notið þess að koma í jafnvel þó þú kaupir ekki neitt,“ segir Lilja. Umhverfismál og umbúðasóun eru fjölskyldunni sömuleiðis hugleikin. Vörunum fylgja eins litlar umbúðir og mögulegt er og margar þeirra eru hannaðar með þessi sjónarmið í huga, til að mynda mun Fischer kynna til leiks svokallað sjampóstykki sem ætlað er að leysa af hólmi plastbrúsana sem hárvörur koma iðulega í. Opnun Fischer fer fram föstudaginn 15. desember milli kl. 18-20. Viðskipti Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Sjá meira
Nú rétt fyrir jólin opnar ný verslun í hjarta miðbæjarins sem verður til húsa í Fischersundi 3 og heitir Fischer. Í tilkynningunni sem barst vegna opnunar verslunarinnar kemur fram að um sé að ræða rými sem fetar línuna milli gjafavöruverslunar og listarýmis en fjölskyldan sem stendur að verkefninu hefur verið áberandi í menningarlífi landsins lengi vel. Um er að ræða systkinin Lilju, Jónsa, Ingibjörg og Sigurrós Birgisbörn, ásamt foreldrum þeirra, mökum og fjölskyldu. „Hugmyndin kviknaði eins og svo margar góðar hugmyndir yfir fjórða rauðvínsglasinu í fjölskyldumatarboði en við höfum talað um það í mörg ár að vinna saman að verkefni. Svo þegar Jónsi flutti til helminga til Los Angeles stóð stúdíó-ið hans í Fischersundi tómt og við ákváðum að slá til,“ segir Lilja Birgisdóttir ljósmyndari í tilkynningunni. Fischersund 3 er eitt af elstu húsunum í Grjótaþorpinu en gríðarleg vinna er sögð liggja að baki opnuninni. Auk þess að hafa hannað og handgert hverja einustu vöru í versluninni hefur fjölskyldan hjálpast að við að hanna, setja upp og smíða alla innanstokksmuni og útlit verslunarinnar, allt frá búðarborðinu til veggfóðursins.Sterk hugmyndafræði liggur að baki Fischer og henni ætlað að vera tilbrigði við hefðbundnar verslanir. „Þetta er eiginlega búð og listarými undir sama þakinu. Við leggjum mikla áherslu á heildræna upplifun og reynum þannig að örva öll skilningarvit gesta okkar. Til að mynda bjuggum við til sérstakan ilm sem leikur um vitin og fengum fjölskyldumeðlimi t.d. Jónsa, Sindra Sin Fang, Alex Sommers og Kjartan Holm, til að gera tónlist fyrir rýmið. Þetta er í raun búð sem þú getur notið þess að koma í jafnvel þó þú kaupir ekki neitt,“ segir Lilja. Umhverfismál og umbúðasóun eru fjölskyldunni sömuleiðis hugleikin. Vörunum fylgja eins litlar umbúðir og mögulegt er og margar þeirra eru hannaðar með þessi sjónarmið í huga, til að mynda mun Fischer kynna til leiks svokallað sjampóstykki sem ætlað er að leysa af hólmi plastbrúsana sem hárvörur koma iðulega í. Opnun Fischer fer fram föstudaginn 15. desember milli kl. 18-20.
Viðskipti Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Sjá meira