Tveir menn sakfelldir fyrir hatursorðræðu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. desember 2017 17:14 Hæstirréttur sneri við dómum Héraðsdóms Reykjaness þar sem mennirnir voru sýknaður. Vísir/GVA Hæstiréttur hefur dæmt tvo menn til þess að greiða 100 þúsund króna sekt í ríkissjóð vegna ummæla sem þeir létu falla í athugasemdakerfum við frétt á Vísi annars vegar og DV hins vegar. Hæstirréttur sneri þar með við dómum Héraðsdóms Reykjaness þar sem mennirnir voru sýknaður. Um tvö mál var að ræða. Í því fyrra lét maðurinn tiltekin ummæli falla í athugasemd við frétt á Vísi. Í fréttinni var fjallað um ályktun sem bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar hafði samþykkt og laut að gerð samstarfssamnings við Samtökin ´78 um svokallaða hinseginfræðslu í grunnskólum sveitarfélagsins. „Við hlustendur útvarps Sögu kærum okkur ekki um neinar fjandans útskýringar A á þessari kynvillu. Þetta er ógeðslegt. Að innræta í börn hvernig kynvillingar eðla sig í rúminu. A getur þess vegna setið heima hjá sér heldur en að troða sér inn á útvarp Sögu. Þvílíkt ógeð,“ skrifaði maðurinn í athugasemdakerfi við frétt Vísis, að því er kemur fram í dómi Hæstaréttar.Alvarleg, meiðandi og fordómafull ummæli Voru ummælin kærð til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu af samtökunum 78 og í ákæru var manninum gefin að sök hatursorðræða með fyrrgreindum ummælum og að hafa á þann hátt brotið gegn almennum hegningarlögum.Í dómi Hæstaréttar segir að orð mannsins hafi í senn verið alvarleg, gróflega meiðandi og fordómafull. Til slíkra tjáningarhátta, sem beinlínis mætti kenna við hatursorðræðu, hefði honum verið alls óþarft að grípa í því skyni að koma skoðunum sínum á framfæri. Taldi rétturinn að þegar horft væri til þeirra hagsmuna sem lögin væru meðal annars sett til að vernda, yrðu þeir að vega þyngra en óheft frelsi hans til að tjá skoðanir sínar á þann hátt sem hann gerði. Var hann því sakfelldur samkvæmt ákæru og gert að greiða 100.000 króna sekt í ríkissjóð. Mál hins mannsins er að mörgu leyti sambærilegt. Lét hann tilteki ummæli falla í athugasemd við frétt á DV.is af sama tilefni og sá fyrri en í fréttinni var fjallað um sömu ályktun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. „Á nú að fara eyðileggja sakleysi barnanna að foreldrum forspurðum? Ég myndi flokka þetta undir barnanýð vera troða kynvillu í saklaus börn. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar vinsamlegast haldið saurugu hugsunum og löngunum ykkar frá börnunum mínum,“ skrifaði maðurinn.Einn skilaði sératkvæði Samtökin 78 kærðu þessi ummæli til lögreglu og var maðurinn ákærður vegna hatursorðræðu og að hafa brotið á þann hátt gegn almennum hegningarlögum. Beitti Hæstiréttur sömu rökum og í hinu málinu og var maðurinn sakfelldur og dæmdur til greiðslu 100 þúsund króna sektar. Hæstiréttur tók einnig til umfjöllunar mál þriðja mannsins vegna ummæla af sama tilefni og hinir tveir mennirnir voru sakfelldir fyrir. Var hann hins vegar sýknaður af Hæstarétti. Ólafur Börkur Þorvaldsson hæstaréttardómari skilaði sératkvæði í öllum málunum g vildi staðfesta sýknudóma héraðsdóms í öllum tilvikum. Dómsmál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira
Hæstiréttur hefur dæmt tvo menn til þess að greiða 100 þúsund króna sekt í ríkissjóð vegna ummæla sem þeir létu falla í athugasemdakerfum við frétt á Vísi annars vegar og DV hins vegar. Hæstirréttur sneri þar með við dómum Héraðsdóms Reykjaness þar sem mennirnir voru sýknaður. Um tvö mál var að ræða. Í því fyrra lét maðurinn tiltekin ummæli falla í athugasemd við frétt á Vísi. Í fréttinni var fjallað um ályktun sem bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar hafði samþykkt og laut að gerð samstarfssamnings við Samtökin ´78 um svokallaða hinseginfræðslu í grunnskólum sveitarfélagsins. „Við hlustendur útvarps Sögu kærum okkur ekki um neinar fjandans útskýringar A á þessari kynvillu. Þetta er ógeðslegt. Að innræta í börn hvernig kynvillingar eðla sig í rúminu. A getur þess vegna setið heima hjá sér heldur en að troða sér inn á útvarp Sögu. Þvílíkt ógeð,“ skrifaði maðurinn í athugasemdakerfi við frétt Vísis, að því er kemur fram í dómi Hæstaréttar.Alvarleg, meiðandi og fordómafull ummæli Voru ummælin kærð til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu af samtökunum 78 og í ákæru var manninum gefin að sök hatursorðræða með fyrrgreindum ummælum og að hafa á þann hátt brotið gegn almennum hegningarlögum.Í dómi Hæstaréttar segir að orð mannsins hafi í senn verið alvarleg, gróflega meiðandi og fordómafull. Til slíkra tjáningarhátta, sem beinlínis mætti kenna við hatursorðræðu, hefði honum verið alls óþarft að grípa í því skyni að koma skoðunum sínum á framfæri. Taldi rétturinn að þegar horft væri til þeirra hagsmuna sem lögin væru meðal annars sett til að vernda, yrðu þeir að vega þyngra en óheft frelsi hans til að tjá skoðanir sínar á þann hátt sem hann gerði. Var hann því sakfelldur samkvæmt ákæru og gert að greiða 100.000 króna sekt í ríkissjóð. Mál hins mannsins er að mörgu leyti sambærilegt. Lét hann tilteki ummæli falla í athugasemd við frétt á DV.is af sama tilefni og sá fyrri en í fréttinni var fjallað um sömu ályktun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. „Á nú að fara eyðileggja sakleysi barnanna að foreldrum forspurðum? Ég myndi flokka þetta undir barnanýð vera troða kynvillu í saklaus börn. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar vinsamlegast haldið saurugu hugsunum og löngunum ykkar frá börnunum mínum,“ skrifaði maðurinn.Einn skilaði sératkvæði Samtökin 78 kærðu þessi ummæli til lögreglu og var maðurinn ákærður vegna hatursorðræðu og að hafa brotið á þann hátt gegn almennum hegningarlögum. Beitti Hæstiréttur sömu rökum og í hinu málinu og var maðurinn sakfelldur og dæmdur til greiðslu 100 þúsund króna sektar. Hæstiréttur tók einnig til umfjöllunar mál þriðja mannsins vegna ummæla af sama tilefni og hinir tveir mennirnir voru sakfelldir fyrir. Var hann hins vegar sýknaður af Hæstarétti. Ólafur Börkur Þorvaldsson hæstaréttardómari skilaði sératkvæði í öllum málunum g vildi staðfesta sýknudóma héraðsdóms í öllum tilvikum.
Dómsmál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira