Er ríkisstjórnin að skipa sér á bekk með UKIP, AfD, Front National og Wilders? Ole Anton Bieltvedt skrifar 13. desember 2017 07:00 Á síðustu árum hafa hægri öfgaöfl og þjóðernis- og einangrunarsinnar náð nokkurri fótfestu í Evrópu, einkum á grundvelli áróðurs gegn komu stríðshrjáðra flóttamanna, sem Evrópu ber þó að hjálpa, ekki aðeins vegna þeirrar mannúðar, sem við kennum okkur við, heldur líka vegna þeirra skyldna, sem við tókum á okkur með Genfarsáttmálanum. Þessi öfgaöfl gengu hvað lengst með UKIP í Bretlandi, en þar beindist útlendingahatrið ekki aðeins að stríðs- og efnahagsflóttamönnum, heldur einnig að öðrum Evrópubúum, frá Suður- og Austur-Evrópu, sem komu til landsins í leit að betra lífi. Þessi hatrammi áróður UKIP var aðalástæða þess, að til Brexit kom. Það voru reyndar ekki nema 37,4% brezkra kjósenda, sem kusu Brexit, og því ekki nema rúmur þriðjungur landsmanna, sem leiddu Breta út í óvisst og vafasamt Brexit ævintýrið – sem sumir kalla nú Titanic 2 – undir öfga- og blekkingakenndum áróðri UKIP. UKIP hefur, ásamt AfD í Þýzkalandi, Front National í Frakklandi, „Frelsisflokki“ Geert Wilders í Hollandi, það helzt á stefnuskrá sinni að brjóta Evrópusambandið upp, leggja niður sameiginlegan gjaldmiðil álfunnar, evruna, stöðva komu flóttamanna og innflytjenda og helzt reka alla útlendinga, í sumum tilfellum líka aðra Evrópubúa, úr landi. Flestum, sem reynt hafa að skilgreina og skilja þróun og stöðu Evrópu, blöskrar þessi þröngsýni og þessi yfirkeyrða þjóðerniskennd, en sú staðreynd blasir við öllum, sem sjá vilja, að sameining Evrópu, samstarf og samhæfing krafta þjóða álfunnar, ásamt einum sambyggðum, sterkum og traustum gjaldmiðli, evrunni, hefur einmitt tryggt frið, framgang og velferð í álfunni síðustu 70 árin, svo og sterka stöðu hennar í heiminum, eftir að helztu þjóðríki álfunnar höfðu borizt á banaspjótum í heiftarlegum stríðum og átökum áratugina þar á undan. Evrópusambandið er því í reynd stærsta framfara- og öryggisskrefið fyrir íbúa Evrópu, líka okkur, sem tekið hefur verið í sögu hennar. Má minna á þá staðreynd, að Evrópubúar eru nú aðeins 7% af jarðarbúum, og mun þetta hlutfall fara niður í 4.5% um næstu aldamót. Er því afar brýnt fyrir framtíðaröryggi Evrópu, að þjóðir hennar myndi eina og sterka sameiginlega fylkingu, til að standa af sér ógnir og ágang annarra afla í óvissri framtíð. Ekki með byggingu múra, heldur með samstilltu afli, sem hefur styrk til að verja Evrópu, siðmenningu hennar og mannlíf, af hófsemd en festu, og hefur getu til að hjálpa þjóðum utan Evrópu til sjálfsbjargar. Einnig verður að minna á, að það er einmitt Evrópa, sem hefur tryggt okkur hér á Íslandi þær framfarir og þá hagsæld, sem við höfum náð, eftir hrunið, en frjáls og tollalaus aðgangur okkar að ESB mörkuðunum hefur tryggt okkur beztu möguleg viðskiptakjör fyrir afurðir okkar og þjónustu, enda fara 80-90% þeirra til Evrópu. Þrátt fyrir ofangreindar staðreyndir, leyfir ný ríkisstjórn sér að taka þessa afstöðu til Evrópusambandsins í stjórnarsáttmálanum: „Hagsmunum Íslands er bezt borgið með því að standa áfram utan Evrópusambandsins.“ Með þessu skipa bæði VG, sem á að vera vinstri grænn flokkur, og Framsókn, sem á að vera miðjuflokkur, sér á bekk með helztu öfga- og ofstækisöflum álfunnar, sem er ótrúlegt og óskiljanlegt. Evrópusambandið hefur lagt mikla áherzlu á að stöðva alþjóðleg stórfyrirtæki í verðsamráði á kostnað neytenda, fyrirbyggja misnotkun og yfirkeyrða verðlagningu fyrirtækja, sem hafa nánast einokunaraðstöðu, eins og Microsoft, knýja stórfyrirtæki til að greiða sanngjarna skatta í Evrópu, í þágu almennings, eins og Apple, tryggja evrópskum neytendum öryggi og velferð varðandi tæknivörur, matvörur og aðrar neytendavörur, með skýrum gæða- og öryggisstöðlum, stöðva arðrán sumra þjónustufyrirtækja, t.a.m. símafyrirtækja, sem beittu óhæfilegu reikigjaldi á farsímanotendur o.s.frv., en með þessari miklu og öflugu neytendavernd og afstöðu með neytendum og almenningi í Evrópu, gegn auðvaldi og yfirgangi sumra stórfyrirtækja, hafa allir aðrir evrópskir vinstri og miðjuflokkar fagnað og stutt starf og uppbyggingu ESB af alhug. Katrín og Sigurður Ingi, það er margt gott hjá ykkur í stjórnarsáttmálanum, einkum í innlendum málefnum og dýra- og umhverfisvernd, en þið getið ekki verið þekkt fyrir þessa afstöðu til Evrópu. Sjálfstæðisflokkurinn er hins vegar við sitt rétta heygarðshorn. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hafa hægri öfgaöfl og þjóðernis- og einangrunarsinnar náð nokkurri fótfestu í Evrópu, einkum á grundvelli áróðurs gegn komu stríðshrjáðra flóttamanna, sem Evrópu ber þó að hjálpa, ekki aðeins vegna þeirrar mannúðar, sem við kennum okkur við, heldur líka vegna þeirra skyldna, sem við tókum á okkur með Genfarsáttmálanum. Þessi öfgaöfl gengu hvað lengst með UKIP í Bretlandi, en þar beindist útlendingahatrið ekki aðeins að stríðs- og efnahagsflóttamönnum, heldur einnig að öðrum Evrópubúum, frá Suður- og Austur-Evrópu, sem komu til landsins í leit að betra lífi. Þessi hatrammi áróður UKIP var aðalástæða þess, að til Brexit kom. Það voru reyndar ekki nema 37,4% brezkra kjósenda, sem kusu Brexit, og því ekki nema rúmur þriðjungur landsmanna, sem leiddu Breta út í óvisst og vafasamt Brexit ævintýrið – sem sumir kalla nú Titanic 2 – undir öfga- og blekkingakenndum áróðri UKIP. UKIP hefur, ásamt AfD í Þýzkalandi, Front National í Frakklandi, „Frelsisflokki“ Geert Wilders í Hollandi, það helzt á stefnuskrá sinni að brjóta Evrópusambandið upp, leggja niður sameiginlegan gjaldmiðil álfunnar, evruna, stöðva komu flóttamanna og innflytjenda og helzt reka alla útlendinga, í sumum tilfellum líka aðra Evrópubúa, úr landi. Flestum, sem reynt hafa að skilgreina og skilja þróun og stöðu Evrópu, blöskrar þessi þröngsýni og þessi yfirkeyrða þjóðerniskennd, en sú staðreynd blasir við öllum, sem sjá vilja, að sameining Evrópu, samstarf og samhæfing krafta þjóða álfunnar, ásamt einum sambyggðum, sterkum og traustum gjaldmiðli, evrunni, hefur einmitt tryggt frið, framgang og velferð í álfunni síðustu 70 árin, svo og sterka stöðu hennar í heiminum, eftir að helztu þjóðríki álfunnar höfðu borizt á banaspjótum í heiftarlegum stríðum og átökum áratugina þar á undan. Evrópusambandið er því í reynd stærsta framfara- og öryggisskrefið fyrir íbúa Evrópu, líka okkur, sem tekið hefur verið í sögu hennar. Má minna á þá staðreynd, að Evrópubúar eru nú aðeins 7% af jarðarbúum, og mun þetta hlutfall fara niður í 4.5% um næstu aldamót. Er því afar brýnt fyrir framtíðaröryggi Evrópu, að þjóðir hennar myndi eina og sterka sameiginlega fylkingu, til að standa af sér ógnir og ágang annarra afla í óvissri framtíð. Ekki með byggingu múra, heldur með samstilltu afli, sem hefur styrk til að verja Evrópu, siðmenningu hennar og mannlíf, af hófsemd en festu, og hefur getu til að hjálpa þjóðum utan Evrópu til sjálfsbjargar. Einnig verður að minna á, að það er einmitt Evrópa, sem hefur tryggt okkur hér á Íslandi þær framfarir og þá hagsæld, sem við höfum náð, eftir hrunið, en frjáls og tollalaus aðgangur okkar að ESB mörkuðunum hefur tryggt okkur beztu möguleg viðskiptakjör fyrir afurðir okkar og þjónustu, enda fara 80-90% þeirra til Evrópu. Þrátt fyrir ofangreindar staðreyndir, leyfir ný ríkisstjórn sér að taka þessa afstöðu til Evrópusambandsins í stjórnarsáttmálanum: „Hagsmunum Íslands er bezt borgið með því að standa áfram utan Evrópusambandsins.“ Með þessu skipa bæði VG, sem á að vera vinstri grænn flokkur, og Framsókn, sem á að vera miðjuflokkur, sér á bekk með helztu öfga- og ofstækisöflum álfunnar, sem er ótrúlegt og óskiljanlegt. Evrópusambandið hefur lagt mikla áherzlu á að stöðva alþjóðleg stórfyrirtæki í verðsamráði á kostnað neytenda, fyrirbyggja misnotkun og yfirkeyrða verðlagningu fyrirtækja, sem hafa nánast einokunaraðstöðu, eins og Microsoft, knýja stórfyrirtæki til að greiða sanngjarna skatta í Evrópu, í þágu almennings, eins og Apple, tryggja evrópskum neytendum öryggi og velferð varðandi tæknivörur, matvörur og aðrar neytendavörur, með skýrum gæða- og öryggisstöðlum, stöðva arðrán sumra þjónustufyrirtækja, t.a.m. símafyrirtækja, sem beittu óhæfilegu reikigjaldi á farsímanotendur o.s.frv., en með þessari miklu og öflugu neytendavernd og afstöðu með neytendum og almenningi í Evrópu, gegn auðvaldi og yfirgangi sumra stórfyrirtækja, hafa allir aðrir evrópskir vinstri og miðjuflokkar fagnað og stutt starf og uppbyggingu ESB af alhug. Katrín og Sigurður Ingi, það er margt gott hjá ykkur í stjórnarsáttmálanum, einkum í innlendum málefnum og dýra- og umhverfisvernd, en þið getið ekki verið þekkt fyrir þessa afstöðu til Evrópu. Sjálfstæðisflokkurinn er hins vegar við sitt rétta heygarðshorn. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun